Sigríður og Ásgeir flytja úr Norðlingaholti

Sigríður Pétursdóttir rekstrarstjóri á Héðinn veitingahúsi og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson …
Sigríður Pétursdóttir rekstrarstjóri á Héðinn veitingahúsi og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson sérfræðingur í tannlækningum hafa sett sitt heillandi endaraðhús í Norðingarholti á sölu.

Sigríður Pétursdóttir rekstrarstjóri á Héðinn veitingahúsi og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson sérfræðingur í tannlækningum hafa sett sitt heillandi endaraðhús í Norðlingaholti á sölu. Um er að ræða 146,7 fm raðhús á tveimur hæðum með fimm svefnherbergjum. 

Heimili Sigríðar og Ásgeirs er rómantískt og heillandi. Ljós eldhúsinnréttingin fer vel við gráa veggi og ríkir ákveðinn friður á heimilinu eins og skilar sér ágætlega á myndunum. Sígilt harðparket er á öllu húsinu nema í votrýmum sem eru flísalögð. 

„Við höfum átt dásamlegar stundir í húsinu sem við lögðum svo mikið í að gera að okkar smekk en er nú bara orðið of lítið fyrir okkur fjölskylduna.Við hönnuðum íbúðina sjálf og gerðum fullt af áhugaverðum smáatriðum eins og að mála á bakvið alla gluggakverka. Við lögðum mikið upp  úr að gera heimilið okkar glæsilegt og vonum að það finni eigendur sem eiga eftir að kunna að meta allt það fallega sem lagt var í það á sínum tíma,“ segir Sigríður í samtali við Smartland. 

Af fasteignavef mbl.is: Hólavað 11

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is