Dreymir þig um að eignast Flowerpot-lampann?

Lampinn Flowerpot VP9 var hannaður af Verner Panton árið 1968. Síðan lampinn var hannaður og kom á markað hefur hann notið mikilla vinsæalda og verið eftirsóttur. Lampinn er eins og blóm í laginu og kemur eins og ferskur andblær inn í ferkantaðan heim. Lampinn kemur í fjölmörgum litum sem gerir það að verkum að hann passar vel inn í mismunandi heimili. Í skærum lit getur hann algerlega umbreytt herbergi sem er klassískt á meðan hann getur keyrt upp nútímalega stemningu innan um gömul húsgögn. 

Á dimmum og köldum vetrarkvöldum er fátt betra en að eiga góðan lampa sem veitir birtu og yl. Þess vegna ætla Smartland Mörtu Maríu og Epal að gefa einum heppnum lesanda Flowerpot lampann. Það sem þú þarft að gera er að fara inn á Instagram-síðu Smartlands, fylgja síðunni og merkja vini eða vinkonur, systur, bræður, ömmur, afa, langömmur eða móðursystur sem eiga skilið að eignast Flowerpot lampann. Heppinn lesandi verður dreginn út 12. nóvember! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál