Segir Iittala-límmiðana eiga að fara af

Leikarinn Jóhannes Haukur hefur verið iðinn við að útbúa búninga …
Leikarinn Jóhannes Haukur hefur verið iðinn við að útbúa búninga fyrir börnin sín og prófa sig áfram í bollubakstrinum. Mynd/Haraldur Jónasson-Hari

Það er hægt að skipta fólki í tvennt eftir því hvort það tekur límmíðana af Iittala-vörunum eða ekki. Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson liggur ekki á skoðunum sínum og segir að límmiðarnir eigi að fara af. 

„Þetta á að fara af. Alltaf,“ skrifaði Jóhannes Haukur á Instagram og birti mynd af nokkrum límmiðum með Iittala-merkinu. 

Límmiðamálið er þekkt deilumál í saumaklúbbum og á kaffistofum landsins enda finnsku hönnunarvörurnar til á mörgum íslenskum heimilum. Stundum gleymir fólk hreinlega að taka miðana af vörunum. Aðrir halda því fram að fólk haldi í miðana til þess að sýna merkið.  

Skjáskot/Instagram
mbl.is