Jóhannes Haukur flytur í 355 fermetra einbýli

Jóhannes Haukur hefur lengi átt þann draum að búa í …
Jóhannes Haukur hefur lengi átt þann draum að búa í einbýlishúsi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stór­leik­ar­inn Jó­hann­es Hauk­ur Jó­hann­es­son býr ásamt Rósu Björk Sveins­dótt­ur og börn­um þeirra þrem­ur í fal­legri íbúð með mögnuðu út­sýni yfir Reykja­vík. Hann var nýverið í Heimilislífi á Smartlandi þar sem hann ræddi áhuga sinn á þrif­um og hvað það skipti hann miklu máli að allt sé í röð og reglu. 

Nú hafa þau Jóhannes og Rósa Björk ákveðið að setja Laugarásveg 5 á sölu þar sem fjölskyldan hefur fundið aðra glæsilega eign, 355 fm einbýlishús, ofar í götunni. 

Jóhannes Haukur er á því að fasteignaviðskipti séu alltaf tilfinningalegs eðlis. 

Laugarásvegur 5 er glæsileg eign þar sem gott er að …
Laugarásvegur 5 er glæsileg eign þar sem gott er að búa að mati eiganda. Ljósmynd/Aðsend

„Eignin okkar að Laugarásvegi 5 er æðisleg. Við höfum búið í henni í átta ár og vorum ekki að leita eftir neinu sérstöku. Við erum ánægð í hverfinu og það er nóg rými fyrir alla á staðnum. Ætli ég verði samt ekki að segja að fjarlægur draumur drengs sem er alinn upp í verkamannablokk sé að búa í einbýlishúsi. Fasteignaviðskipti eru að sjálfsögðu alltaf tilfinningalegs eðlis. Ég mun því í fyrsta skiptið á ævinni búa í einbýlishúsi og upplifa drauminn.“

Glæsileikinn er í fyrirrúmi í borðstofunni sem er sígild og …
Glæsileikinn er í fyrirrúmi í borðstofunni sem er sígild og einstök. Ljósmynd/Aðsend

Jóhannes Haukur segir kostina við íbúðina sem hann og Rósa eru að selja vera þá að þau hafa verið dugleg að gera eignina upp á undanförnum árum. 

„Kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið - við erum að fara úr eign í topp standi í einbýli sem þarf að gera upp vel og vandlega. 

Laugarásvegur 5 er frábærlega skipulögð eign. Sjónvarpsstofan er langt frá svefnherbergjunum svo mikill friður er á heimilinu þó sumir séu komnir í háttinn og aðrir sitji við sjónvarpið og horfi á góða kvikmynd. Eins er skrifstofa á neðri hæðinni þar sem maður hefur haft gott næði til að vinna þó allir séu heima. Þar getur maður verið út af fyrir sig þó aðrir í fjölskyldunni séu að horfa á sjónvarpið og jafnvel sumir farnir að sofa. Það finnst mér góður kostur við heimili þar sem fleiri en einn búa. Skipulagið er að mínu mati allt til fyrirmyndar. Mér finnst pínu fúlt að vera að fara. En maður verður að elta drauminn.“ 

Eldhúsð er viðarklætt með góðum glugga út í garðinn.
Eldhúsð er viðarklætt með góðum glugga út í garðinn. Ljósmynd/Aðsend
Sjónvarpsholið er innangengt úr stofunni.
Sjónvarpsholið er innangengt úr stofunni. Ljósmynd/Aðsend
Það er góður friður í húsinu þó sumir séu að …
Það er góður friður í húsinu þó sumir séu að horfa á kvikmynd. Ljósmynd/Aðsend
Laugarásvegur 5 er með góðum garði og hentar því vel …
Laugarásvegur 5 er með góðum garði og hentar því vel fyrir fjölskyldufólk sem á börn er hafa gaman að því að leika úti. Ljósmynd/Aðsend

Húsið er byggt árið 1964 og er skráð 195.9 mað stærð. 

Áhugasamir geta skoðað Laugarásveg 5 fimmtudaginn 6. júní á milli klukkan 17:00 og 17:30. 

Af fasteignavef mbl.is: Laugarásvegur 5

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál