Jóhannes Haukur flytur í 355 fermetra einbýli

Jóhannes Haukur hefur lengi átt þann draum að búa í ...
Jóhannes Haukur hefur lengi átt þann draum að búa í einbýlishúsi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stór­leik­ar­inn Jó­hann­es Hauk­ur Jó­hann­es­son býr ásamt Rósu Björk Sveins­dótt­ur og börn­um þeirra þrem­ur í fal­legri íbúð með mögnuðu út­sýni yfir Reykja­vík. Hann var nýverið í Heimilislífi á Smartlandi þar sem hann ræddi áhuga sinn á þrif­um og hvað það skipti hann miklu máli að allt sé í röð og reglu. 

Nú hafa þau Jóhannes og Rósa Björk ákveðið að setja Laugarásveg 5 á sölu þar sem fjölskyldan hefur fundið aðra glæsilega eign, 355 fm einbýlishús, ofar í götunni. 

Jóhannes Haukur er á því að fasteignaviðskipti séu alltaf tilfinningalegs eðlis. 

Laugarásvegur 5 er glæsileg eign þar sem gott er að ...
Laugarásvegur 5 er glæsileg eign þar sem gott er að búa að mati eiganda. Ljósmynd/Aðsend

„Eignin okkar að Laugarásvegi 5 er æðisleg. Við höfum búið í henni í átta ár og vorum ekki að leita eftir neinu sérstöku. Við erum ánægð í hverfinu og það er nóg rými fyrir alla á staðnum. Ætli ég verði samt ekki að segja að fjarlægur draumur drengs sem er alinn upp í verkamannablokk sé að búa í einbýlishúsi. Fasteignaviðskipti eru að sjálfsögðu alltaf tilfinningalegs eðlis. Ég mun því í fyrsta skiptið á ævinni búa í einbýlishúsi og upplifa drauminn.“

Glæsileikinn er í fyrirrúmi í borðstofunni sem er sígild og ...
Glæsileikinn er í fyrirrúmi í borðstofunni sem er sígild og einstök. Ljósmynd/Aðsend

Jóhannes Haukur segir kostina við íbúðina sem hann og Rósa eru að selja vera þá að þau hafa verið dugleg að gera eignina upp á undanförnum árum. 

„Kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið - við erum að fara úr eign í topp standi í einbýli sem þarf að gera upp vel og vandlega. 

Laugarásvegur 5 er frábærlega skipulögð eign. Sjónvarpsstofan er langt frá svefnherbergjunum svo mikill friður er á heimilinu þó sumir séu komnir í háttinn og aðrir sitji við sjónvarpið og horfi á góða kvikmynd. Eins er skrifstofa á neðri hæðinni þar sem maður hefur haft gott næði til að vinna þó allir séu heima. Þar getur maður verið út af fyrir sig þó aðrir í fjölskyldunni séu að horfa á sjónvarpið og jafnvel sumir farnir að sofa. Það finnst mér góður kostur við heimili þar sem fleiri en einn búa. Skipulagið er að mínu mati allt til fyrirmyndar. Mér finnst pínu fúlt að vera að fara. En maður verður að elta drauminn.“ 

Eldhúsð er viðarklætt með góðum glugga út í garðinn.
Eldhúsð er viðarklætt með góðum glugga út í garðinn. Ljósmynd/Aðsend
Sjónvarpsholið er innangengt úr stofunni.
Sjónvarpsholið er innangengt úr stofunni. Ljósmynd/Aðsend
Það er góður friður í húsinu þó sumir séu að ...
Það er góður friður í húsinu þó sumir séu að horfa á kvikmynd. Ljósmynd/Aðsend
Laugarásvegur 5 er með góðum garði og hentar því vel ...
Laugarásvegur 5 er með góðum garði og hentar því vel fyrir fjölskyldufólk sem á börn er hafa gaman að því að leika úti. Ljósmynd/Aðsend

Húsið er byggt árið 1964 og er skráð 195.9 mað stærð. 

Áhugasamir geta skoðað Laugarásveg 5 fimmtudaginn 6. júní á milli klukkan 17:00 og 17:30. 

Af fasteignavef mbl.is: Laugarásvegur 5

mbl.is

Björgólfur gaf Sigurði mótorhjól

19:00 Björgólfur Thor Björgólfsson kann að gleðja vini sína og ættingja. Einn af hans bestu félögum, Sigurður Ólafsson, fagnaði 50 ára afmæli sínu á föstudaginn var og fékk stórkostlega afmælisgjöf. Meira »

Troðfullt út úr dyrum hjá Árelíu Eydísi

17:24 Árelía Eydís Guðmundsdóttir fagnaði útgáfu Söru á vinnustofu Kjarval á dögunum. Vel var mætt í boðið og mikið stuð.   Meira »

Harry prins fer nýjar leiðir

15:04 Guðný Ósk Laxdal er sérfræðingur í konungsfjölskyldum en hún stúderaði nútímavæðingu bresku konungsfjölskyldunnar í B.A. ritgerð sinni í ensku við HÍ og hefur ávallt haft gaman af konunglegum málefnum, bæði sem dægurmál og fræðilegt menningarfyrirbæri. Meira »

Líkamsfarði Kim gerir allt vitlaust

12:00 Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian West kynnir okkur nú fyrir líkamsfarða sem getur falið æðar og marbletti.   Meira »

IKEA vinnur með heimsþekktu fólki

09:00 Sænska móðurskipið IKEA kynnti nýjungar sínar á Democratic Design Days í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Sjálfbærni, nýting á plássi og upplifun eru í forgrunni hjá þessu stóra fyrirtæki án þess að tapa þeim eiginleikum að gera heimilið fallegra. Ein af stærstu fréttunum er samstarf IKEA og Sonos. Meira »

Bláklæddar á veðhlaupakeppninni

05:00 Katrín hertogaynja og Elísabet Englandsdrottning voru í stíl á opnunarhátíð konunglegu veðhlaupakeppninnar sem hófst í dag.  Meira »

Rihanna sjóðandi heit í bleiku

í gær Tónlistarkonan Rihanna brá undir sig betri fætinum í New York-borg á þriðjudagskvöld og var sjóðandi heit í bleikum kjól.  Meira »

Gettu hvar Gylfi keypti brúðkaupsfötin?

í gær Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður og fótboltastjarna kvæntist ástinni um helgina. Hann valdi aðeins það besta eða föt frá ... Meira »

Dragdrottning Íslands hélt uppi stuðinu

í gær Dragdrottning Íslands, Gógó Starr, mætti einnig á svæðið og sló í gegn með flutningi á laginu Snapshot með RuPaul og hárblásurum sem hún nýtti sem vindvélar til að fullkomna showið. Meira »

Adele nánast óþekkjanleg

í gær Breska tónlistarkonan Adele hefur lagt mikið af en það sést vel á nýrri mynd af tónlistarkonunni með hljómsveitinni Spice Girls. Meira »

Kjóll Alexöndru frá Galia Lahav

í gær Brúðarkjóll Alexöndru Helgu Ívarsdóttur er frá ísraelska tískuhúsinu Galia Lahav.   Meira »

Hvers vegna fór Vigdís í framboð 1980?

í gær Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir að hún hefði aldrei farið í forsetaframboð ef sjómennirnir hefðu ekki skorað á hana. Meira »

Eins og risastór tískusýning á árshátíðinni

í gær Það voru allir í spariskapi þegar Geysir hélt árshátíð sína í Marshallhúsinu. Eins og sést á myndunum voru allir í sínu fínasta pússi á þessu fallega sumarkvöldi. Boðið var upp á girnilegar veitingar en andleg næring var í boði Frímanns Gunnarssonar en hann kitlaði hláturtaugar gestanna og Una Schram og Cell7 tóku í míkrafóninn við mikinn fögnuð. Meira »

Dragdrottningar stálu senunni á MTV-verðlaunahátíðinni

18.6. Dragdrottningarnar Trixie Mattel, Katya Zamolodchikova og Alyssa Edwards sköruðu fram úr á rauða dreglinum.  Meira »

Sjáðu Gylfa og Alexöndru á brúðkaupsdaginn

18.6. Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir birtu loksins myndir af stóra deginum.  Meira »

Kolbrún fær útrás í að fegra í kringum sig

18.6. Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira »

Vigdís Hauks og Garðar Kjartans í sveitinni

18.6. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Garðar Kjartansson fasteignasali nutu veðurblíðunnar saman um helgina.   Meira »

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

18.6. Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

17.6. Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

17.6. Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

17.6. Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »