Ferguson beðinn um að þegja

Alex Ferguson og Harry Redknapp í góðu skapi á leik …
Alex Ferguson og Harry Redknapp í góðu skapi á leik Man.Utd og Tottenham. Reuters

Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar hefur óskað eftir því við Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, að hann hætti að tjá sig um starf landsliðsþjálfara Englands og hver sé heppilegasti kandídatinn í það.

Ferguson hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að Harry Redknapp, kollegi sinn hjá Tottenham Hotspur, sé lang heppilegasti eftirmaður Fabios Capellos, sem hætti störfum í síðasta mánuði.

„Stjórn úrvalsdeildarinnar hefur skrifað mér bréf og beðið mig um að tala ekki meira um starf landsliðsþjálfara Englands. Ég veit ekki ástæðuna," sagði Ferguson við fréttamenn eftir tapið óvænta gegn Athletic Bilbao, 2:3, í Evrópudeild UEFA í gærkvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert