Íslenskur ævintýraheimur í Hollywood

Hér sést inn í eldhúsið en á gólfunum er ljós …
Hér sést inn í eldhúsið en á gólfunum er ljós viður. Ljósmynd/Art Gray

Íslenska arkitektastofan Minarc, sem rekin er af Erlu Dögg Ingjaldsdóttur og Tryggva Þorsteinssyni, fékk það verkefni að hressa upp á einbýlishús sem stendur í hæðum Hollywood í Los Angeles í Bandaríkjunum. 

Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir reka Minarc. Þau eru …
Tryggvi Þorsteinsson og Erla Dögg Ingjaldsdóttir reka Minarc. Þau eru hjón og samstarfsfélagar sem búa á Santa Monica í Los Angeles.

Húsið er sögufrægt en það var hannað af hinum heimsfræga arkitekt Richard Neutra, sem hannaði mörg af glæsilegustu húsunum í Suður-Kaliforníu. Þetta hús stendur á einstökum stað með útsýni yfir Nichols Canyon en Neutra sérvaldi lóðina með þetta hús í huga og er það eitt af fyrstu húsunum sem hann teiknaði á þessu svæði. Risastórir gluggar, flöt þök og fallegar verandir eru einkennandi fyrir hans hönnun. Húsið hafði þó farið í gegnum alls konar ferli síðan það var byggt og var lítið eftir af sjarma hönnunar Neutra þegar eigandi hússins festi kaup á því fyrir nokkrum árum.

Svona leit húsið út áður en það var endurhannað.
Svona leit húsið út áður en það var endurhannað.
Eins og sést hefur húsinu verið breytt mjög mikið en …
Eins og sést hefur húsinu verið breytt mjög mikið en á þessari mynd er horft inn í eldhúsið þar sem nú er stærri gluggi og sófi.
Svona var gluggaveggurinn áður en Erla Dögg og Tryggvi endurhönnuðu …
Svona var gluggaveggurinn áður en Erla Dögg og Tryggvi endurhönnuðu það.

Var komið langt frá upprunanum

Þetta hús var hannað í kringum 1940 og lögðu Erla Dögg og Tryggvi ofuráherslu á að koma húsinu í nútímalegt horf. Erla Dögg segir að húsið hafi gengið í gegnum mjög miklar breytingar í gegnum tíðina og þegar þau tóku við verkefninu var búið að bæta annarri hæð ofan á húsið. Það var því lítið eftir að upprunalegum sjarma og var búið að hlaða á húsið Hawaiian Tiki Tiki hönnun eins og Erla Dögg kallar það.

Erla Dögg og Tryggvi eru þekkt fyrir sína stílhreinu hönnun og þegar þau voru búin að fara höndum um húsið var það eins og nýtt.

Eldhúsið er vel nýtt. Þar er gott skápapláss, stór eyja …
Eldhúsið er vel nýtt. Þar er gott skápapláss, stór eyja en líka pláss fyrir sófa ef fólk þarf smá pásu frá lífinu. Ljósmynd/Art Gray
Innréttingin í eldhúsinu er frá Boffi. Hvíta borðið er hannað …
Innréttingin í eldhúsinu er frá Boffi. Hvíta borðið er hannað af Verner Panton. Ljósmynd/Art Gray
Ljósmynd/Art Gray

Einstakt flæði

Á neðri hæðinni liggja eldhús og stofa saman í sameiginlegu rými og það sem gerir húsið einstaklega sjarmerandi er heill gluggaveggur sem gengur þvert yfir stofuna. Hægt er að opna húsið upp á gátt þannig að innisvæði og útisvæði verða að einu. Garðurinn í kringum húsið er einstakur. Fyrir utan útisundlaugina sem er í garðinum þá er garðurinn svo gróinn að hann er eins og einkagarður.

Stofuna er hægt að opna upp á gátt eins og …
Stofuna er hægt að opna upp á gátt eins og sest á myndinni. Ljósmynd/Art Gray

Eldhús frá Boffi

Eldhúsinnréttingin er frá ítalska gæðamerkinu Boffi. Eldhúsið samanstendur af stórum skápavegg sem er úr bæsaðri eik og eyju sem hefur að geyma stórt helluborð og vask. Gróf viðarborðplata prýðir eyjuna en hægt er að sitja við hana og nota sem eldhúsborð.

Þegar Erla Dögg er spurð hvað hafi verið skemmtilegast við þetta verkefni segir hún að það hafi verið kúnnarnir eða eigendur hússins. Hún nefnir sérstaklega að þau hafi einstakan smekk og því hafi samstarfið við þau verið ánægjulegt.

Þegar Tryggvi er spurður að því hvað þau hjónin séu ánægðust með í húsinu nefna þau flæðið í húsinu. „Það er listin að láta innisvæði og útisvæði renna saman í eitt. Þetta er hús listarinnar og geymir ofsalega fallega list og einstök húsgögn,“ segir hann.

Þegar Erla Dögg og Tryggvi eru spurð hver hafi verið mesta áskorunin í þessu verkefni segja þau að það hafi verið að auka flæðið í húsinu og gera allt einfaldara. Þau eru á fullu í alls konar spennandi verkefnum þessa dagana og þegar ég spyr þau um hvað fólk vilji helst núna þegar kemur að heimilum nefna þau heimaskrifstofu, liti, list og líf.

Hér sést endinn á eyjunni og einnig endinn á stiganum.
Hér sést endinn á eyjunni og einnig endinn á stiganum. Ljósmynd/Art Gray
Stigagangurinn er einstaklega vel heppnaður.
Stigagangurinn er einstaklega vel heppnaður. Ljósmynd/Art Gray
Ljósmynd/Art Gray
Á veggjunum í stigaganginum er að finna einstök listaverk.
Á veggjunum í stigaganginum er að finna einstök listaverk. Ljósmynd/Art Gray
Ljósmynd/Art Gray
Á efri hæðinni er hægt að labba út á svalir. …
Á efri hæðinni er hægt að labba út á svalir. Takið eftir hvernig hurðin opnast. Ljósmynd/Art Gray
Hjónaherbergið hefur að geyma notalegt rúm og einstök listaverk eins …
Hjónaherbergið hefur að geyma notalegt rúm og einstök listaverk eins til dæmis eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Lamparnir tveir frá Artemide eru fullkomnir í svefnherbergi því það er gott að lesa við þá og hægt að hreyfa þá í allar áttir. Ljósmynd/Art Gray
Erla Dögg og Tryggvi sóttu innblástur til Íslands þegar húsið …
Erla Dögg og Tryggvi sóttu innblástur til Íslands þegar húsið var hannað. Ljósmynd/Art Gray
Form og lýsing í allri sinni dýrð.
Form og lýsing í allri sinni dýrð. Ljósmynd/Art Gray
Glerborðið í sjónvarpsherberginu er hannað af Erlu Dögg og Tryggva.
Glerborðið í sjónvarpsherberginu er hannað af Erlu Dögg og Tryggva. Ljósmynd/Art Gray
Ljósmynd/Art Gray
Ljósmynd/Art Gray
Ljósmynd/Art Gray
Ljósmynd/Art Gray
Sundlaugin er garðinum setur punktinn yfir i-ið.
Sundlaugin er garðinum setur punktinn yfir i-ið. Ljósmynd/Art Gray
Ljósmynd/Art Gray
Ljósmynd/Art Gray
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál