165 milljóna glæsihæð á Seltjarnarnesi

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Unnarbraut á Seltjarnarnesi stendur reisulegt hús sem teiknað var af Skarphéðni Jóhannssyni. Húsið var byggt 1964 og setur svip sinn á umhverfið. Í húsinu eru tvær íbúðir og nú er önnur þeirra komin á sölu. Um er að ræða efri hæðina sem er 200 fm að stærð. 

Þegar inn í íbúðina er komið tekur við glæstur heimur sem hannaður er af Guðbjörgu Magnúsdóttur innanhússarkitekt. 

Í eldhúsinu eru sérsmíðaðar innréttingar og er tanginn í eldhúsinu sérstakur því það loftar vel um hann og engir neðri skápar þvælast fyrir. Tanginn er úr stáli og er gashelluborð fellt inn í hann. Í eldhúsinu eru tæki frá Miele og sérlega gott vinnupláss. Ekki skemmir útsýnið stemninguna úr eldhúsinu eins og sést á myndunum. Köngull Louis Poulsen setur svo punktinn yfir i-ið í þessu rými enda fer hann vel fyrir ofan eldhúsborðið. 

Í íbúðinni er arinn sem hægt er að njóta bæði í stofunni og í eldhúsinu því einungis gler er á milli. Í stofunni er svo svartur leðursófi ásamt tveimur eggjum eftir Arne Jacobsen. Þar er líka hægindastóll Eames-hjónanna og því hægt að hafa það náðugt við snarkandi arineld. 

Af fasteignavef mbl.is: Unnarbraut 2

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál