Birkir Blær og Vala Kristín selja í 101

Birkir Blær Ingólfsson og Vala Kristín Eiríksdóttir hafa sett íbúðina …
Birkir Blær Ingólfsson og Vala Kristín Eiríksdóttir hafa sett íbúðina sína á sölu. Samsett mynd

Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir og rithöfundurinn Birkir Blær Ingólfsson hafa sett notalega íbúð sína á Leifsgötu á sölu. Íbúðin er 62 fermetrar með einu svefnherbergi. Ásett verð er 49,5 milljónir. 

Búið er að gera íbúðina upp á fallegan hátt og er eldhúsið sjarmerandi með skemmtilegum gulum ísskáp. Það er augljóst að parið er með grænar fingur en víða er að finna pottaplöntur hvort sem það er í eldhúsi eða stofu. 

Vala Kristín hefur gert það gott í Borgarleikhúsinu meðal annars í söngleikjum og gamanverkum. Hún leikur einnig í þáttunum Venjulegt fólk sem skrifar þar að auki. Birkir Blær var einn af handritshöfundum Ráðherrans og hlaut Íslensku barna­bóka­verðlaun­in fyr­ir bókina Stormsker fyrir nokkrum árum. 

Af fasteignavef mbl.is: Leifsgata 10

mbl.is