Flugfreyja í 24 ár og gerir nú garðinn frægan

Vigdís Gísladóttir er á því að góðu garður skipti miklu …
Vigdís Gísladóttir er á því að góðu garður skipti miklu máli. Hún upplifði húsnæði sitt meira eins og sérbýli eftir að garðurinn hennar var tekin í gegn.

Vigdís Gísladóttir hefur starfað sem flugfreyja hjá Icelandair undanfarin 24 ár. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í fallegu raðhúsi við Elliðavatn í Kópavogi.

„Við keyptum húsið okkar árið 2011. Það var tilbúið til innréttinga á þessum tíma og gerðum við lítið við garðinn fyrstu árin fyrir utan að slá grasið. Fyrir nokkrum árum réðumst við svo í það stóra verkefni að taka garðinn í gegn þar sem fólk var farið að ganga í gegnum garðinn okkar og var töluvert ónæði af því,“ segir Vigdís.

Garðurinn í kringum húsið er stór.

„Við ákváðum að byrja á því að skipta um jarðveg í öllum garðinum. Lóðin er í halla og leit þetta því út fyrir að verða stór hola,“ segir Lovísa og brosir um leið og hún rifjar upp spurningarnar sem hún fékk frá nágrönnum sínum á þessum tíma.

„Þeir spurðu hvort við værum að setja sundlaug í garðinn en svo var ekki raunin. Við settum grjóthleðslu í hallann á lóðinni og fengum smiði til að setja upp skjólgirðingu hringinn í kringum garðinn. Ég var einmitt spurð að því í vinnunni hvort ég hefði keypt hlut í timburverksmiðju, svo löng var skjólgirðingin,“ segir Vigdís.

Vigdís stofnaði heimasíðuna Magnifica þar sem hún selur belgísk útikerti …
Vigdís stofnaði heimasíðuna Magnifica þar sem hún selur belgísk útikerti sem þola íslenskt veðurfar. Hægt er að nota pottana utan um kertin sem blómapotta þegar kertin eru brunnin niður.

Leið loksins eins og í sérbýli

Það margborgar sig að fjárfesta í garðinum að mati Vigdísar.

„Maður minn! Hvað húsnæðið breyttist við þetta. Húsið stækkaði og okkur leið loksins eins og við hefðum keypt sérbýli. Við elskum að verja tíma í garðinum, fyrir utan að reyta illgresi.

Garðurinn er hannaður þannig að hann nýtist sem best allan daginn þá daga sem sólin kíkir í heimsókn.

Að framanverðu erum við með svæði sem dásamlegt er að sitja á með fyrsta kaffibolla dagsins. Þar erum við með möl sem við erum nýbúin að setja og kemur það vel út. Við erum að reyna að minnka grasið hjá okkur og var þetta sú lausn sem við ákváðum að prófa.

Við tekur svo stór pallur við hlið hússins og skjólgirðingin umlykur allan garðinn. Við erum með yndislegt steinabeð meðfram pallinum þar sem lóðin liggur í halla. Á þessum palli er sól allan daginn og mjög gott skjól,“ segir Vigdís.

Fyrir aftan húsið er huggulegur grasflötur.

„Við erum með stórt trampólín fyrir krakkana og setjum alltaf upp badmintonnet sem er mikið notað. Þar eru margar keppnir háðar og gaman að vera. Á þessu svæði erum við líka með minni pall og þar er heiti potturinn sem við notum mikið allan ársins hring.

Á pottapallinum höfum við svo kvöldsólina sem er dásamlegt,“ segir hún.

Útikertin brenna fallega í veðráttunni á Íslandi. Þegar kertin hafa …
Útikertin brenna fallega í veðráttunni á Íslandi. Þegar kertin hafa brunnið upp má nota kera­míkpottana undir blóm.

Garðurinn nýtist frá morgni til kvölds

Í framtíðinni langar Vigdísi að láta stækka pallinn fyrir aftan húsið svo hægt sé að nýta kvöldsólina enn þá betur.

„Garðurinn nýtist okkur frá morgni til kvölds. Við færum okkur bara aðeins um set. Okkur þykir yndislegt að sitja úti í garðinum bæði á daginn og á kvöldin og fá fólk í heimsókn þangað.“

Vigdísi fannst vanta að geta kveikt á fallegum kertum úti á palli.

„Kerti sem þola íslenska veðráttu og þá helst rokið. Ég fann á netinu falleg handgerð kerti frá Belgíu og er í dag með umboð fyrir þau á Íslandi. Kertin eru flest handgerð og í fallegum keramíkpottum. Önnur eru í steinsteypu og styrkt með trefjaplasti. Vaxið er úr svörtu parafíni og þau eru með hágæðabómullarkertaþræði,“ segir hún.

Á þessum stað er notalegt að sitja úti í góðu …
Á þessum stað er notalegt að sitja úti í góðu veðri.
Kertin gera mikið fyrir garðinn. Kert­in eru flest hand­gerð og …
Kertin gera mikið fyrir garðinn. Kert­in eru flest hand­gerð og í fal­leg­um kera­míkpott­um.
Blómin úti eru sum hver í pottum. Allt í garðinum …
Blómin úti eru sum hver í pottum. Allt í garðinum er búið til með þægindi fjölskyldunnar í huga.
Að njóta í pottinum verður aðeins betra með réttu fylgihlutunum …
Að njóta í pottinum verður aðeins betra með réttu fylgihlutunum úti.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál