Ríkislögreglustjóri kaupir útsýnisíbúð

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og eiginmaður hennar, presturinn Skúli Ólafsson, hafa fest kaup á útsýnisíbúð. Lesendur Smartlands þekkja íbúðina vel en fjallað var um hana á dögunum þegar hún fór á sölu. 

Íbúðin er við Bergstaðastræti í 101 Reykjavík og er einstök á margan hátt. Hún er á efstu hæð og rúsínan í pylsuendanum er án efa um 38 fm svalir sem státa af einstöku útsýni. Meðfram svölunum er þykkt glerhandrið og því ágætt skjól á góðviðrisdögum. Af svölunum er útsýni yfir Þingholtin, flugvöllinn og Háskóla Íslands. 

Það ætti því ekki að fara illa um hjónin og afkvæmi þeirra í íbúðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál