Þrívíddarprentuð ljós vekja athygli

Emilía Borgþórsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála hjá Húsasmiðjunni.
Emilía Borgþórsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála hjá Húsasmiðjunni.

Húsasmiðjan hefur hafið sölu á þrívíddarprentuðum ljósum sem framleidd eru úr endurunnum efnum, m.a. gömlum fiskinetum og geisladiskum. Þessi nýstárlegu ljós eru úr smiðju rafvöruframleiðandans Philips og kallast þessi lína MyCreation.

„Það er ljóst að lýsing er ekki bara hagnýt heldur getur hún skipt sköpum við hönnun rýmis þegar við viljum skapa notalegt og vistlegt umhverfi. Með þrívíddarprentun verða ný og umhverfisvæn kaflaskil í lýsingarhönnun en með þeirri tækni er hægt að búa til lampa með einstakri lögun og áferð, lampa sem hefði ekki verið hægt að skapa með annarri tækni,“ segir Emilía Borgþórsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála hjá Húsasmiðjunni, og bendir á að ljósin séu að auki afar umhverfisvæn.

Kolefnisfótspor við framleiðslu er í algjöru lágmarki og stefnan er að framleiða aðeins eftir eftirspurn svo ekki sé setið uppi með stóran lager til að sporna við sóun. Eins er þeirra stefna að framleiða eins staðbundið og hægt er m.a. í Evrópu, auk þess sem ljósin eru mjög létt sem skiptir máli í flutning.

Þessi lampi er úr endurunnu fiskineti.
Þessi lampi er úr endurunnu fiskineti.

Endurvinnanlegir lampar

Þá er hægt að endurvinna lampana þegar endingartíma þeirra er lokið þar sem samsetning ljósanna er hönnuð til endurvinnslu og ekki mikið um aukahluti úr öðrum efnum sem erfitt er að taka frá.

„Ledljós spara mikla orku og geta farið allt að 90% sparnaði í sumum tilfellum og eru með perur úr orkuflokki A sem er sú eina sinnar tegundar í heiminum, skv. nýja orkuflokkakerfi Evrópu en margar Led perur eru dottnar niður um flokka. Ekki skemmir að geta breytt um birtustig og liti á sumum ljósanna en ólík verkefni krefjast mismunandi birtu og eftir því sem við eldumst skiptir góð lýsing okkur enn meira máli við okkar athafnir. Við erum stöðugt að leita að nýjum „grænum“ vörum til að bjóða okkar viðskiptavinum sem geta komið í stað umhverfisfrekari vara því við getum gert okkar í að fræða neytendur um þeirra val,“ segri Emelína.

Þessi lampi er unninn úr geisladiskum.
Þessi lampi er unninn úr geisladiskum.

Útrýma plasti úr umbúðum

Framboð af „grænum“ vörum fer vaxandi og eru þær nú tæp 4.000 talsins hjá Húsasmiðjunni. Umbúðirnar skipta líka miklu máli en Philips vinnur nú að því að útrýma öllu plasti úr umbúðum sínum.

„Öll þeirra framleiðsla notar rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum sem skiptir máli í heildarmyndinni. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur að hafa gagnsæji og alla virðiskeðjuna í lagi en Philips hefur náð kolefnishlutleysi sem fyrirtæki.“

Draumur hönnuða

„Hægt er að prófa hönnunarhugmyndir beint með því að þrívíddarprenta þær, gera breytingar og prenta svo aftur. Þetta beina ferli er meira í takt við listsköpun en hefðbundið iðnaðarferli,“ segir Ramon Janssen, hönnuður hjá Philips MyCreation. Hæfni til að prófa, prenta og endurskilgreina hugmynd fljótt á einum degi gerir hönnunarferlið mun hraðara og kraftmeira. Umræður um vörurnar byggjast á raunverulegum frumgerðum í stað tvívíddarteikninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál