Sjarmerandi einbýli með stórkostlegu ústýni

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is

Við Urriðalæk á Selfossi er að finna glæsilegt einbýli sem byggt var árið 2019. Eignin er skráð 153 fm að stærð, en þar af er rúmgóður og bjartur 45 fm bílskúr. Stórbrotið útsýni niður að Ölfusá og Ingólfsfjalli ljær eigninni mikinn sjarma. 

Stofa, borðstofa og eldhús eru samliggjandi í rúmgóðu alrými. Stórir og síðir gluggar hleypa mikilli birtu inn og veita stórkostlegt útsýni yfir náttúruparadísina í kring. Í eldhúsinu er snyrtileg grá innrétting með góðu skápaplássi og fallegri borðplötu sem tónar vel við gráa litinn og gefur rýminu skemmtilegan karakter. 

Í húsinu eru þrjú rúmgóð svefnherbergi ásamt snyrtilegu baðherbergi með góðri sturtu og fallegum flísum. Frá borðstofunni er útgengt á verönd í suðvestur með snyrtilegum skjólvegg. Þá hefur bílaplan fyrir framan húsið verið steypt og notalegri aðstöðu með stólum og borði komið þar fyrir. 

Eins og sést er gott vinnupláss í bílskúrnum sem er bæði rúmgóður og bjartur. Svo virðist sem núverandi eigendur séu að gefa afar sjarmerandi Wrangler-jeppa yfirhalningu þar, en það er óhætt að segja að í bílskúrnum sé draumaaðstaða sem hægt er að nýta á marga vegu. 

Af fasteignavef mbl.is: Urriðalækur 24

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál