Falin perla í iðnaðarstíl í 101 Reykjavík

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Við Tryggvagötu í Reykjavík er að finna fallega 92 fm íbúð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 1936. Mikil lofthæð og hráir veggir setja skemmtilegan karakter á íbúðina sem hefur verið fallega innréttuð í iðnaðarstíl. 

Mjúkir tónar eru einkennandi í íbúðinni í bland við málm sem gefur íbúðinni hrátt yfirbragð, en eignin er mikið opin og skemmtilega upp sett. Stórum glugga hefur verið komið fyrir milli stofu og svefnherbergis sem skilur rýmin að, en hráar steyptar súlur ramma gluggann inn og ljá rýminu einstakan sjarma. 

Eldhúsinnréttingin er ílöng með dökkbrúnum framhliðum og fallegri borðplötu. Rúnuð form og mjúkir litir eru áberandi í stofu og borðstofu þar sem fallegir húsmunir fá að njóta sín. 

Svefnherbergið er rúmgott, en glugginn til móts við rúmið gefur rýminu afar notalega stemningu. Þá hefur þremur pappaljósum verið komið fyrir í mismikilli hæð til að gefa rýminu mýkt og hlýju.  

Af fasteignavef mbl.is: Tryggvagata 16

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál