Camilla flutt: „Nú hreiðrum við um okkur“

Camilla Rut Rúnarsdóttir er flutt!
Camilla Rut Rúnarsdóttir er flutt! Ljósmynd/Aðsend

Camilla Rut Rúnarsdóttir, eigandi Camy Collections, er flutt og byrjuð að koma sér fyrir á nýjum stað. Camilla skildi á síðasta ári og seldu þau Rafn Hlíðkvist Björgvinsson einbýli sitt í Njarðvík.

Camilla greinir frá því að hún sé nú loksins flutt á Instagram, en Smartland ræddi einmitt við Camillu í síðustu viku um flutningana. Þá sagði hún frá því að það væri auðvitað bölvað bras að flytja en með góðu skipulagi og hjálp frá góðum vinum er allt hægt.

„Ég er flutt! Í litla sæta íbúð með ungunum mínum, nú hreiðrum við um okkur & komum okkur vel fyrir,“ skrifar Camilla við mynd af sér að hoppa í sófanum í nýju íbúðinni.

Smartland óskar Camillu til hamingju með flutningana!

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál