Tækifæri til að byrja upp á nýtt

Það eru spennnandi tímar framundan hjá Camillu Rut.
Það eru spennnandi tímar framundan hjá Camillu Rut. Ljósmynd/Aðsend

Camill Rut Rúnarsdóttir, eigandi Camy Collections, stendur í flutningum og er búin að koma sér upp góðu skipulagi. Henni finnst gott að ráðast á hlutina og ganga í verkin og er spennt fyrir nýja kotinu.

„Það er alltaf bölvað bras að flytja en með góðu skipulagi og mögulega hjálparhöndum í skiptum fyrir pizzu og bjór eru okkur allir vegir færir,“ segir Camilla þegar hún er spurð út í hvort það sé vesen að flytja.

Varð það eitthvað léttara þegar þú komst upp einhverju skipulagi?

„Mér fannst það mikill léttir þegar ég fann út úr því að ég gat fengið leigða kassa. Ég slapp þá við að annaðhvort kaupa kassa eða þræða búðir fyrir pappakassa sem ég þarf svo að losa mig við. Ég leigi bara kassana, fæ þá senda heim og svo eru þeir sóttir þegar ég er búin að tæma þá,“ segir hún.

„Hvar á ég að byrja? Hvernig á ég að skipuleggja þetta?“ eru spurningar sem vefjast oft fyrir þeim sem eru að flytja að sögn Camillu. „Ég fann mikinn létti yfir því að sleppa því að ofhugsa hlutina, henda mér í íþróttaskóna og bretta upp ermar. Ráðast svolítið bara á þetta. Mér finnst einnig hjálpa að tæma hverja skúffu og hvern skáp fyrir sig í kassa, merkja kassann fyrir viðeigandi rými, t.d. „baðherbergi“. Svo merki ég skúffuna eða skápinn „tómt“, „má þrífa“ með málningarlímbandi og tússi til að undirbúa fyrir flutningsþrifin og komast hjá því að viðkomandi skúffa eða skápur fyllist aftur af einhverju heldur haldist tómur.“

Kom þér á óvart hvað þú átt mikið af drasli?

„Það kom mér svo sem ekkert á óvart, ég vissi það alveg. Allar skúffur og skápar eru einhvern veginn alveg óvart stappfullir af drasli sem maður notar varla og saknar ekkert. Það er markmiðið mitt í þessum flutningum að í nýju íbúðinni gerist það ekki heldur er ég einungis með hluti þar sem eru í notkun. Hætta þessari blessaðri draslsöfnun og óþarfa innkaupum.“

Ljósmynd/Aðsend

Ætlar þú að henda einhverju eða ertu að flytja allt með þér á nýja staðinn?

„Ég er að losa mig við mjög mikið, sumt fer í rusl en ég vil helst nýta allt sem ég get á góða staði. Ég gef til dæmis mikið til góðgerðarmála og svo framvegis. Eins og ég kom aðeins inn á hér á undan þá er markmiðið mitt fyrir þetta ár að einfalda líf mitt svo um munar og mun ekkert fara með mér á nýja staðinn sem nýtist mér eða börnunum mínum ekki.“

Hvert ertu að flytja og hvernig ertu stemmd fyrir því?

„Ég er að flytja í litla sæta og nýuppgerða íbúð sem ég mun búa í með börnunum mínum. Planið er reyndar að stoppa stutt þar sem hjartað er farið að kalla heim til Reykjavíkur en við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er ofboðslega spennt fyrir litla kotinu okkar.“

Felast einhver tækifæri í að flytja?

„Nýtt upphaf er eitthvað sem hringir í hausnum á mér í þessum flutningum, hreinsun og einföldun. Mér finnst ofboðslega gott að vera að fá tækifæri til þess að hreiðra um mig og börnin mín í einfaldara líferni, núlla út og byrja upp á nýtt. Ég eiginlega get ekki beðið,“ segir Camilla spennt fyrir komandi tímum.

Camilla Rut er komin með gott skipulag í flutningunum.
Camilla Rut er komin með gott skipulag í flutningunum. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál