180 milljóna glæsihús í Garðabæ

Við Holtsbúð í Garðabæ er að finna afar sjarmerandi eign …
Við Holtsbúð í Garðabæ er að finna afar sjarmerandi eign á tveimur hæðum. Samsett mynd

Við Holtsbúð í Garðabæ er að finna 249 fm einbýli sem teiknað var af Kjartani Sveinssyni og byggt árið 1979. Eignin hefur verið innréttuð á sjarmerandi máta, en innanhúsarkitektinn Rut Káradóttir hannaði baðherbergin og kom að litavali í húsinu. 

Stórir gluggar hleypa mikilli birtu inn á efri hæð hússins, en þar hafa veggirnir verið málaðir í gráum lit sem tónar fallega við bæði gólfefni og húsmuni. Í stofunni er glæsilegur arinn sem gefur rýminu skemmtilegan karakter. 

Klassísk hönnun víðsvegar

Klassísk hönnun prýðir eignina, þar á meðal má nefna ljósgráan Svan-stól úr smiðju Arne Jacobsen frá árinu 1958 og Flos Arco gólflampann sem Achille Castiglioni hannaði árið 1962. 

Það er ekki við öðru að búast en að baðherbergin séu glæsileg, en úr forstofunni er gengið inn á afar smekklegt gestasalerni með flottum vask og innbyggðum blöndunartækjum. Af svefnherbergisgangi er gengið inn á rúmgott baðherbergi með „walk in“ sturtu og afar fallegri innréttingu með borðplötu úr quarts-stein. 

Á neðri hæðinni er rúmgott þvottahús, tvöfaldur bílskúr og 75 fm aukaíbúð með sér inngangi.

Af fasteignavef mbl.is: Holtsbúð 55

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál