Hvernig á að taka til þegar lífið er yfirþyrmandi?

KC Davis gefur góð ráð um tiltekt og lífið.
KC Davis gefur góð ráð um tiltekt og lífið. Skjáskot/Instagram

Sumum vex það í augum að halda heimilinu ágætlega hreinu. Lífið getur verið annasamt og verkefnin mörg. Meðferðarfræðingurinn KC Davis þróaði fimm hluta aðferðina eftir að hafa sjálf barist við kvíða og fæðingarþunglyndi.

Hún fann hins vegar að með því að einblína á færri hluti á heimilinu og klára þá mætti forðast kulnun og vanlíðan. Þannig er smátt og smátt hægt að byggja upp sjálfstraust og hvatningu til þess að halda áfram.

Þetta eru atriðin fimm:

  1. Rusl
  2. Diskar
  3. Þvottur
  4. Hlutir sem eiga stað á heimilinu
  5. Hlutir sem eiga engan samastað

„Um leið og maður byrjar að flokka húsverkin á þennan hátt fær maður meiri tilfinningu fyrir því að maður sé við stjórnvölinn. Þá verður þetta ekki yfirþyrmandi, sama hversu mikið þú átt eftir ógert. En það er mikilvægt að passa sig á að gera bara eitt í einu,“ segir Davis.

„Maður þarf bara að komast yfir hvern flokk þar til allt er komið á sinn stað. Einnig hlutina sem ekki eiga sér ákveðinn stað. Það er mikilvægt að sýna sér mildi og leyfa sér jafnvel að tækla þessa flokka á nokkrum dögum ef maður getur alls ekki gert þetta allt í einu.“

Davis leggur áherslu á að það sé ekki hræðileg synd að vera með allt í drasli. „Okkur á ekki að finnast við þurfa að eiga fullkomið heimili. Lífið er þannig að við höfum ekki alltaf fullkomna stjórn á aðstæðum.

Með því að beina sjónum að litlu hlutunum náum við að viðhalda ágætlega hreinu umhverfi. Þá verður auðveldara að lifa lífinu og byggja okkur upp. Að lokum kemst heimilið á þann stað að það virkar fyrir þig og það er það eina sem skiptir máli. Þá geturðu ákveðið hvort þú vilt ganga skrefinu lengra og þrífa vandlega allt eða láta þetta nægja. En alltaf með þessi sömu fimm atriði að leiðarljósi.“

View this post on Instagram

A post shared by KC Davis (@strugglecare)

View this post on Instagram

A post shared by KC Davis (@strugglecare)




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál