Alls fimm raðhús til sölu í Fossvoginum

Fimm raðhús eru til sölu í Fossvoginum.
Fimm raðhús eru til sölu í Fossvoginum. Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is

Það þykir eftirsóknavert að búa í Fossvoginum í Reykjavík, enda rótgróið hverfi og stutt að fara í útivistarparadís í Fossvogsdal, Elliðaárdal og Nauthólsvík. Það hefur vakið athygli að núna eru fimm raðhús í Fossvoginum til sölu og eru þrjú þeirra við sömu götuna.

Logaland 5 – 166,9 milljónir

Dýrasta húsið sem er til sölu við Logaland er glæsilegt 219 fm raðhús sem reist var árið 1972. Á undanförnum árum hefur húsið gengist undir þó nokkrar endurbætur og hefur verið innréttað á skemmtilegan máta. Alls eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Logaland 5

Húsið hefur verið innréttað á smekklegan máta.
Húsið hefur verið innréttað á smekklegan máta. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Logaland 12 – 165 milljónir

Við Logaland er einnig til sölu flott 209 fm raðhús sem reist var árið 1973. Eignin var endurnýjuð á árunum 2021 til 2023 og státar af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Logaland 12

Eignin var mikið endurnýjuð á árunum 2021 tl 2023.
Eignin var mikið endurnýjuð á árunum 2021 tl 2023. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Logaland 20 – 162,9 milljónir

Þriðja húsið við Logaland sem er til sölu er sjarmerandi 212 fm endaraðhús sem reist var árið 1971. Eignin státar af fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum og eru eigendur hússins hjónin Guðmundur Haukur Guðmundsson og Snædís Helgadóttir.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Logaland 20

Eigendur hússins eru Guðmundur Haukur Guðmundsson og Snædís Helgadóttir.
Eigendur hússins eru Guðmundur Haukur Guðmundsson og Snædís Helgadóttir. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Goðaland 4 – 149 milljónir

Við Goðaland er til sölu 214 fm raðhús á einni hæð ásamt risi sem reist var árið 1968. Í miðju hússins er sjónvarpshol með flottum arni sem tengir öll rými saman, en alls eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi í húsinu. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Goðaland 4

Húsið var reist árið 1968 og er á einni hæð …
Húsið var reist árið 1968 og er á einni hæð ásamt risi. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Giljaland 2 – 139,9 milljónir

Við Giljaland er til sölu 213 fm endaraðhús á fjórum pöllum sem reist var árið 1972. Við húsið er gróin lóð til suðurs með hellulagðri verönd, en alls eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Giljaland 2

Húsið er endaraðhús og telur 213 fm.
Húsið er endaraðhús og telur 213 fm. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál