Tíu góð ráð fyrir fasteignaljósmyndun

Góðar myndir geta skipt sköpum þegar selja á fasteign!
Góðar myndir geta skipt sköpum þegar selja á fasteign! Samsett mynd

Þegar selja á fasteign geta góðar myndir af eigninni skipt sköpum, enda eru þær oft það fyrsta sem fangar athygli fólks og auka líkur á því að eignin veki eftirtekt. 

Undirbúningur fyrir myndatöku er lykilatriði og það er vel hægt að gera heimilið söluvænlegra með nokkrum einföldum ráðum. Í þessum undirbúningi er að sjálfsögðu mikilvægt að þrífa heimilið hátt og lágt, en það er ekki síður mikilvægt að eignin fái að njóta sín og þá getur verið gott að létta á rýmunum og auka birtuflæði.

Yfirhlaðin rými geta verið fráhrindandi og dregið athyglina frá eigninni og því er góð regla að hafa einfaldleikann í fyrirrúmi og leitast við að finna jafnvægið á milli þess að hafa eignina heimilislega og notalega, en um leið ekki of persónulega svo hugsanlegir kaupendur eigi auðveldara með að sjá möguleika eignarinnar og máta heimilið við sig og sinn stíl.

1. Einfaldleikinn í forgrunni

Mikið af smáhlutum eða persónulegum munum getur verið fráhrindandi. Leyfðu eigninni að njóta sín betur með því að fjarlægja óþarfa hluti af gólfum og borðum, það stækkar rýmið og lítur betur út á myndum. 

Á fasteignaljósmyndum skiptir máli að hafa rýmin ekki yfirhlaðin af …
Á fasteignaljósmyndum skiptir máli að hafa rýmin ekki yfirhlaðin af dóti. Ljósmynd/Unsplash/Elizaveta Ivanova

2. Snyrtileg aðkoma

Hafðu aðkomuna að húsinu snyrtilega og forðastu að leggja bílnum í innkeyrslunni eða fyrir framan húsið. 

Snyrtileg aðkoma skiptir sköpum.
Snyrtileg aðkoma skiptir sköpum. Ljósmynd/Unsplash/Hans Isaacson

3. Tiltekt í garðinum

Frískaðu upp á garðinn, pallinn eða svalirnar með þrifum og hafðu sem fæsta hluti til sýnis. Fjarlægðu rusl, lauf, greinar, leikföng og garðáhöld.

Hafðu garðinn, pallinn eða svalirnar hreinar og snyrtilegar.
Hafðu garðinn, pallinn eða svalirnar hreinar og snyrtilegar. Ljósmynd/Unsplash/Jon Flobrant

4. Hleyptu birtunni inn

Dragðu allar gardínur frá og reyndu að hleypa eins mikilli náttúrulegri birtu inn og hægt er. Athugaði líka að perur virki í öllum ljósum á heimilinu. 

Falleg birta getur gert mikið fyrir myndirnar.
Falleg birta getur gert mikið fyrir myndirnar. Ljósmynd/Unsplash/Bilal Mansuri

5. Stílhreint baðherbergi

Fjarlægðu muni af baðherbergi eins og sjampó, sápu, tannbursta og krem en einnig hluti eins og klósettbursta og ruslafötu af gólfi. Hafðu fallega sápu við vaskinn og skreyttu rýmið með flottum handklæðum, kertum og plöntum. 

Hafðu baðherbergið stílhreint.
Hafðu baðherbergið stílhreint. Ljósmynd/Unsplash/Gabrielle Maurer

6. Engar snúrur

Feldu snúrur, fjöltengi og fjarstýringar fyrir myndatökuna og passaði að hafa slökkt á öllum skjáum eins og sjónvarpi og tölvuskjáum. 

Einfalt ráð sem gerir gæfumuninn!
Einfalt ráð sem gerir gæfumuninn! Ljósmynd/Pexels/Ksenia Chernaya

7. Búðu til stemningu

Búðu til stemningu fyrir myndatökuna, t.d. með því að setja falleg blóm í vasa, hafa ferska sítrusávexti í skál á borðinu, kveikja á kertum, skreyta með fallegum bókum, plöntum og þurrkuðum stráum. 

Búðu til notalega stemningu á heimilinu!
Búðu til notalega stemningu á heimilinu!

8. Ekkert kám

Passaðu að þrífa vel alla spegla, gler, króm og aðra hluti þar sem kám getur verið augljóst á myndum. 

Góð þrif eru mikilvæg, bæði fyrir myndatöku og opið hús.
Góð þrif eru mikilvæg, bæði fyrir myndatöku og opið hús. Ljósmynd/Unsplash/Bluewater Sweden

9. Minna er yfirleitt betra

Ef það eru opnar hillur eða skápar á heimilinu getur verið sniðugt að minnka dótið í þeim. 

Hafðu frekar færri en fleiri hluti í opnum hillum og …
Hafðu frekar færri en fleiri hluti í opnum hillum og skápum. Ljósmynd/Unsplash/Karolina Grabowska

10. Notalegt svefnherbergi

Búðu vel um rúmið og notaðu fallega púða og rúmteppi. Hafðu fáa hluti á náttborðunum og fjarlægðu aukadót eins og þvottakörfur.

Gerðu svefnherbergið notalegt.
Gerðu svefnherbergið notalegt. Ljósmynd/Unsplash/Gabrielle Maurer
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál