Björgvin Franz og Berglind selja í Hafnarfirði

Björgvin Franz Gíslason og Berglind Ólafsdóttir hafa sett íbúð sína …
Björgvin Franz Gíslason og Berglind Ólafsdóttir hafa sett íbúð sína í Hafnarfirði á sölu.

Leikarinn Björgvin Franz Gíslason og eiginkona hans, Berglind Ólafsdóttir hjónabands- og fjölskylduþerapisti, hafa sett íbúð sína við Daggarvelli í Hafnarfirði á sölu. 

Eignin sem um ræðir er 109 fm að stærð með sér inngangi, en hún er staðsett á þriðju og efstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 2004. 

Eignin er á þriðju hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi.
Eignin er á þriðju hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Sólríkar og rúmgóðar suðursvalir

Íbúðin er björt og vel skipulögð, en stórir gluggar prýða rýmin og hleypa mikilli birtu inn. Stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu alrými, en þaðan er útgengt á sannkallaðar draumasvalir, en þær eru bæði sólríkar og rúmgóðar. 

Eignin státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi, þar af er rúmgott hjónaherbergi með góðum skápum. Á lóðinni við húsið er svo stór og afgirtur sameiginlegur garður með leiktækjum. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Daggarvellir 6

Í eldhúsinu er U-laga innrétting.
Í eldhúsinu er U-laga innrétting. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Frá stofunni er útgengt á sólríkar suðursvalir.
Frá stofunni er útgengt á sólríkar suðursvalir. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál