Fimm tignarleg einbýli á landsbyggðinni

Á listanum má sjá fimm sérlega tignarleg einbýli á landsbygðinni.
Á listanum má sjá fimm sérlega tignarleg einbýli á landsbygðinni. Samsett mynd

Mörgum þykir gaman að skyggnast inn á fallega innréttuð íslensk heimili og fá þaðan innblástur og hugmyndir. Það er þó ekki síður skemmtilegt að skoða fallega hönnuð hús að utan, en á fasteignavef mbl.is eru í sölu sannkölluð glæsihýsi víðs vegar á landinu.

Á þessum lista má sjá fimm sérlega tignarleg einbýli sem staðsett eru á landsbyggðinni.

Heiði

Á rúmlega 4,6 hektara lóð við Heiði stendur glæsilegt 401 fm einbýli með stórbrotnu útsýni yfir Akureyri og Eyjafjörðinn. Húsið var reist árið 2006 og er á tveimur hæðum. Sjarmerandi gluggar úr timbri með álklæðningu að utanverðu setja svip sinn á eignina.

Óskað er eftir tilboði í eignina, en fasteignamatið er skráð 110.300.000 kr. og brunabótamatið 188.550.000 kr.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Heiði 0

Útsýnið frá Heiði er stórbrotið.
Útsýnið frá Heiði er stórbrotið. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Duggufjara 6

Við Duggufjöru á Akureyri er 297 fm glæsihús á tveimur hæðum sem reist var árið 1990. Húsið stendur á fallegum stað við tjörnina í Innbænum. Árið 1996 var ráðist í miklar framkvæmdir á húsinu og það nánast endurbyggt.

Óskað er eftir tilboði í eignina, en fasteignamatið er skráð 142.000.000 kr. og brunabótamatið 172.700.000 kr.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Duggufjara 6

Húsið er umvafið fallegum gróðri.
Húsið er umvafið fallegum gróðri. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Baugholt 13

Við Baugholt í Reykjanesbæ er að finna sérlega fallegt 398 fm einbýlishús sem Kjartan Sveinsson teiknaði. Húsið var reist árið 1975 en hefur á undanförnum árum fengið heilmiklar endurbætur.

Við húsið er snyrtilegur garður með sjarmerandi steyptum sólpalli, og þar er útisundlaug sem gefur eigninni án efa mikið lúxusyfirbragð. Ásett verð er 164.000.000 kr.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Baugholt 13

Sjarmerandi steyptur sólpallur með útisundlaug setur punktinn yfir i-ið.
Sjarmerandi steyptur sólpallur með útisundlaug setur punktinn yfir i-ið. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Klettagerði 6

Við Klettagerði á Akureyri stendur tignarlegt 399 fm einbýli sem var byggt árið 1972. Húsið er teiknað af Knúti Jeppesen arkitekt, en hann sótti innblástur til Norræna hússins. Að utan er húsið hraunað með gluggakörmum í oxírauðum lit sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar.

Ásett verð er 159.900.000 kr.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Klettagerði 6

Húsið teiknaði Knútur Jeppesen arkitekt.
Húsið teiknaði Knútur Jeppesen arkitekt. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is

Ásabyggð 8

Við Ásabyggð á Akureyri er að finna glæsilegt 372 fm einbýlishús á tveimur hæðum sem reist var árið 1983. Húsið stendur á grónum stað á Brekkunni. Fallegir gluggar gefa eigninni mikinn karakter sem og skemmtilegt form hússins, en í garðinum er steypt verönd með heitum potti.

Ásett verð er 172.400.000 kr.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Ásabyggð 8

Aðkoman að húsinu er sérlega snyrtileg.
Aðkoman að húsinu er sérlega snyrtileg. Ljósmynd/Af fasteignavef mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál