Lilja Sigurðar og Magga Pála búa í ævintýrahúsi

Lilja Sigurðardóttir rithöfundur býr í miklu ævintýrahúsi við Elliðavatn. Húsið er gamall sumarbústaður sem er búið að byggja svo oft við að það er ekki eins og hefðbundinn kassi sem margir búa í. Heimili Lilju og Möggu Pálu, Hjallastefnuforingja og sambýliskonu, er heill heimur út af fyrir sig. Saman hafa þær búið sér einstakt heimili sem á sér ekki hliðstæðu. 

Á dögunum kom út ný glæpasaga eftir Lilju, Helköld sól, sem fengið hefur góða dóma. Lilja vinnur mikið heima en síðustu ár hefur hún líka búið í ferðatösku því bækurnar hennar eru svo vinsælar að þær hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Velgengninni hefur hún þurft að fylgja eftir með miklum ferðalögum. 

En þegar hún er heima nýtur hún þess að elda mat og skrifa ásamt því að hlúa að sínum nánustu. 

mbl.is