Eitt sinn var Grjótagatan „slömm“ en ekki lengur

Elín Edda Árnadóttir, búningahönnuður og myndlistarmaður, á einstakt heimili við Grjótagötu í Reykjavík. Þar býr hún með eiginmanni sínum, Sverri Guðjónssyni kontratenór. Menningin og sagan drýpur úr hverjum krók og kima. Listaverkasafnið er svo stórt að það er ekki nægilega mikið veggpláss fyrir það allt. En það er líka ákveðin stemning í því að hafa listaverk úti um allt. 

Þannig var heimilið líka fyrir rúmlega 20 árum þegar ég kom fyrst inn á það en þá hafði Elín Edda ráðið mig sem aðstoðarbúningahönnuð fyrir stykki um frumskógardrenginn Mogli sem sett var upp af Nemendaleikhúsinu. 

Á þeim tíma leigði Elín Edda efstu hæðina en þau hjónin áttu miðhæðina. Seinna keyptu þau fyrstu hæðina og efstu hæðina og eiga nú allt húsið. Í dag er Grjótaþorpið friðað en Elín Edda man þá tíð þegar Grjótagata var hálfgert vandræðabarn í Reykjavík sem laðaði að sér þá sem minna máttu sín. 

Í dag er Elín Edda að vinna sem myndlistarmaður og hönnuður. Hún ætlaði að sýna afrakstur vinnu síðustu fimm ára á HönnunarMars sem átti að fara fram í næstu viku en hefur verið frestað til 24.-28. júní. En þar vinnur hún með júgur og býr til fantaflottar töskur úr þeim. Töskurnar eru þó ekki á förum neitt heldur verður ennþá skemmtilegra að skoða þær þegar samkomubanni lýkur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál