Umhverfisvæna jólatýpan

Pakkaðu jólagjöfunum inn í Morgunblaðið.
Pakkaðu jólagjöfunum inn í Morgunblaðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ert þú þessi umhverfivæna jólatýpa? Ef svo er þá er bara eitt í stöðunni og það er að reyna að endurnýta eins og hægt er. Til þess að vera sérlega umhverfisvænn má alveg endilega pakka jólagjöfunum inn í Morgunblaðið. Það er að segja ef þú ert ennþá á þeim stað að gefa jólagjafir.

Þykktin á pappírnum hentar vel en það þarf bara að passa að líma pakkann vel saman þegar pakkað er inn. Glært hefðbundið límband smellpassar inn í þennan gjörning.

Þegar búið er að pakka pakkanum inn í Morgunblaðið er fallegt að setja slaufu utan um pakkann. Ef þú átt ekki safn af gömlum borðum sem þú getur endurnýtt þá fást ódýrir og góðir borðar í Söstrene Grene. Þessi þykki svarti smellpassar svona líka fínt við pappírinn sjálfan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál