Jólatréð komið upp hjá Gylfa og Alexöndru

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson eru komin í …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson eru komin í jólaskap.

Fótboltastjarnan Gylfi Þór Sigurðsson og eiginkona hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, eru greinilega komin í jólaskap í Englandi. Voru þau hjónin búin að skreyta jólatré í stofunni hjá sér á sunnudaginn þegar enn voru rúmlega þrjár vikur í jól. 

Alexandra Helga sýndi frá því í sögu á Instagram að hún væri búin að skreyta jólatréð sem stendur í stofunni hjá þeim. Skreytingarnar á jólatrénu eru afar stílhreinar. Ásamt glærri jólaseríu má finna hvítt og gyllt jólaskraut sem og köngla, afskaplega hátíðlegt og fallegt. 

Alexandra Helga sýndi hátíðlegt jólatréð á Instagram.
Alexandra Helga sýndi hátíðlegt jólatréð á Instagram. Skjáskot/Instagram

Stendur jólatréð við hliðina á glæsilegum myndavegg sem þau hjónin létu útbúa eftir brúðkaup sitt í sumar. 

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Sigurðsson er búin að búa …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Sigurðsson er búin að búa til myndavegg úr myndum úr brúðkaupinu. Ljósmynd/Instagram
mbl.is