Lét drauminn rætast þegar hún fór á eftirlaun

Þórunn er að láta draumana sína rætast og er farin …
Þórunn er að láta draumana sína rætast og er farin að gera fallega kransa sem fólk getur fengið sér fyrir jólin.

Þórunn Ingólfsdóttir hefur í nóg að snúast þessa dagana að gera fallega jólakransa sem rjúka út hjá henni. Hún hefur starfað í 45 ár við skipulagningu funda og ráðstefna. Hún stofnaði sitt eigið ráðstefnuþjónustufyrirtæki árið 2001, Íslandsfundi, og er að hætta þeirri starfsemi á þessu ári. Hún hefur um nokkurt skeið haft í hyggju að snúa sér að því að nýta sköpunarkraft sinn í handverki.

„Ég hugsa mikið til félaga minna í ferðaþjónustunni og skil þeirra erfiðu aðstæður vegna kórónuveirunnar. Ég er orðin ellilífeyrisþegi og núna eftir að ég lokaði fyrirtækinu hef ég rýmri tíma. Ég hef alltaf verið mikið gefin fyrir handverk, prjón, hekl, saumaskap og blómaskreytingar. Í því sambandi hef ég sótt nokkur námskeið bæði hér innanlands hjá Landbúnaðarháskólanum og hjá Renate Rosenmeier, sem er danskur þekktur blómaskreytir, en upplýsingar um hana fann ég á sínum tíma í fallega danska blaðinu Isabella.“

Jólakrans fyrir fagurkera.
Jólakrans fyrir fagurkera.

Þórunn segist hafa þörf fyrir að skapa. 

„Ég nefndi það svona á léttu nótunum við dóttur mína, Margréti Stefánsdóttur, hvort ég gæti fengið aðstöðu í bílskúrnum hjá henni fyrir kransagerð. Við stofnuðum síðan facebooksíðuna Jólakransar 2020 til þess að auglýsa hvað ég er að gera og áður en ég vissi af var ég komin á fullt í að hanna og vefja kransa undir nafninu Krans. Í gegnum tíðina hef ég gert  skreytingar í sambandi við ýmis tilefni innan fjölskyldunnar og á hverju ári jólakransa fyrir börnin mín.

Jólin eru minn uppáhaldstími. Ég er mikið jólabarn og finnst hápunktur tilverunnar að vera með mínum dásamlegu barnabörnum, börnum og tengdabörnum á þessum árstíma. Þegar ég var að alast upp var allt einfaldara, bæði umgerðin og maturinn. Jólatréð smíðað, settar gervigreinar á og stóð það á litlu borði. Ávexti var bara hægt að fá fyrir jólin og í desember var ég svo lánsöm að fá að gæða mér á vínberjum og eplum því þá voru peningar settir í að kaupa vínberjatunnu og eplakassa.

Rauður er alltaf hátíðlegur litur á jólunum.
Rauður er alltaf hátíðlegur litur á jólunum.

Núna hlakka ég til hvers dags því auðu kransarnir kalla á mig. Eftirspurnin eftir þeim hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Það er góð tilfinning að geta fengið tækifæri til þess að vinna við áhugamál sitt komin yfir sjötugt. Eftir þessa reynslu hvet ég alla sem eiga sér drauma til að láta þá rætast. Það sér enginn um það fyrir mann. Við verðum sjálf að láta slag standa.“

Kúlur og borði í gylltum lit.
Kúlur og borði í gylltum lit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál