Græna leiðin

22. apríl 2019 kl. 9:43

Dagur Jarðar 2019

Í dag er DAGUR JARÐAR. Sameinuðu þjóðirnar tilnefndu 22. apríl formlega sem alþjóðlegan dag tileinkaðan Jörðinni árið 1990. Það væri samt frábært ef við hugsuðum um alla daga sem DAGA JARÐAR, því Jörðin er hnötturinn sem við lifum og hrærumst á. Við köllum hana stundum Móður Jörð, en komum á engan hátt fram við hana sem slíka. Umgengni okkar og ágangur á gæði Jarðar hefur engan saðningspunkt. meira
mynd
22. apríl 2018 kl. 9:38

DAGUR JARÐAR 2018

Sameinuðu þjóðirnar tilnefndu 22. apríl formlega sem alþjóðlegan DAG JARÐAR árið 1990, en hreyfing í Bandaríkjunum hafði þá þegar staðið fyrir DEGI JARÐAR þann mánaðardag frá árinu 1970. Í fjörutíu og átta ár hefur fólk því í litlum eða stórum hópum með ýmsum átökum vakið athygli á því að eitthvað þurfi að gera fyrir Jörðina til að mannlíf og dýralíf geti þrifist þar áfram. Hið alþjóðlega átak meira
mynd
22. apríl 2017 kl. 10:24

Dagur Jarðar 2017

Það er Dagur Jarðar í dag og ég verð alltaf örlítið sorgmædd á þessum degi, því mér finnst við almennt ekki fara nægilega vel með Jörðina, þótt hún sé eina búsvæðið sem við eigum. Enn sem fyrr fer lítið fyrir viðburðum tengdum þessum degi hér á landi, þótt umhverfisverndarsinnar víða um heim í rúmlega 190 löndum nýti hann til að vekja athygli á umhverfismálum, hver á sínu svæði. Ýmsir meira
mynd
22. apríl 2016 kl. 13:50

DAGUR JARÐAR í dag

Þessi dagur, 22. apríl var formlega gerður að alþjóðlegum DEGI JARÐAR árið 1990, en hreyfing undir sama heiti hafði þá verið við lýði í Bandaríkjunum frá árinu 1970. Í fjörutíu og sex ár hefur fólk því verið að vekja athygli á því að eitthvað þurfi að gera fyrir Jörðina til að mannlíf og dýralíf geti þrifist þar áfram. Flestir eru LOKSINS farnir að skilja að hlýnun jarðar sé staðreynd, þótt það meira
13. janúar 2016 kl. 12:10

Nærðu markmiðum þínum?

Þetta er sá árstími þar sem margir setja sér markmið. Hjá sumum eru þau þaulhugsuð, skýr, tímasett og raunhæf. Og þeir sömu setja þau strax í framkvæmd með vikulegri framkvæmdaáætlun. Hjá öðrum eru þau óskýrari, án tímasetningar og líklegt að þau verði aldrei að veruleika. Og svo eru auðvitað sumir sem setja sér aldrei markmið. Leiðin að markmiðunum er oft þyrnum stráð og margar hindranir í vegi. meira
29. október 2015 kl. 13:48

Lífrænt fyrir alla

Þetta er kjörorðið hjá Kaja Organic, litlu fyrirtæki með stórar hugsjónir Karenar Jónsdóttur, sem starfrækt er á Akranesi. Kaja byrjaði smátt eins og frumkvöðlar gjarnan gera, en hefur stækkað hratt og vel. Nýlega setti hún á markað matvörulínu, sem er fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem pökkuð er á Íslandi. Matvörulínan Kaja er pökkuð í umhverfisvænni umbúðir en almennt gerist eða í gluggalausa meira
5. júlí 2015 kl. 10:31

Á að rústa landinu?

Ég velti fyrir mér hversu lengi yfirvöld ætla að bíða með að taka ákvörðun um að leyfa gjaldtöku inn í landið eða á ferðamannastaði. Er verið að bíða eftir því að landinu verði rústað? Það er alveg möguleiki á að ekki sé svo langt í að þeim áfanga verði náð – og þá standa væntanlega allir upp og fara að leita að sökudólgum, eins og við (þjóðin) erum svo dugleg við að gera, einkum og sér í meira
mynd
19. júní 2015 kl. 10:57

Virðum réttinn

Í dag fögnum við því að formæður okkar, 40 ára og eldri fengu kosningarétt fyrir 100 árum síðan. Margar konur sameinuðust í átaki til að öðlast þennan rétt, en eins og svo oft eru það einungis nöfn fárra sem haldið er á lofti nú 100 árum síðar. Allar hinar, sem við vitum engin deili á eiga ekki síður þakkir skildar. Frá því ég fékk kosningarétt hef ég alltaf nýtt mér hann, einfaldlega vegna þess meira
mynd
8. júní 2015 kl. 20:20

Jákvæðnigírinn

Þegar vorið tekur eins vel á móti manni og það gerir í ár hér á landi, verður maður að setja sig í ákveðinn gír alla morgna til að stilla á jákvæðni og halda henni allan daginn. Hún mætir ekki inn um lúguna á morgnana í umslagi sem hægt er að opna og strá svo innihaldinu yfir sig eins og gert var með litina í Color Run. Hver og einn þarf að draga fram sínar jákvæðu staðfestingar, hlusta á meira
mynd
27. apríl 2015 kl. 8:38

Krúsið er málið

Ég veit ekki hvort þú ert með krús (cruise control) í bílnum þínum, en ef svo er geturðu örugglega notað það oftar til að spara eldsneyti og fara betur með bílinn. Ég hef notaði krúsið á mínum bíl í utanbæjarakstri, en ekki mikið innanbæjar fyrr en nú nýlega. Ég sá það nefnilega svart á hvítu að meðaleyðslan á 100 km á bílnum mínum hrapaði þegar það var notað. Eins og alltaf eykst meira
Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira