Svala tekur Was That All It Was á morgun

Svala Björgvinsdóttir.
Svala Björgvinsdóttir.

Svala Björgvinsdóttir er stödd á Íslandi um þessar mundir. Á morgun mun hún taka lagði Was That All It Was á viðburðinum Milljarður rís í Hörpu á vegum UN Women. Þegar ég spyr Svölu hvernig henni líði að taka þetta gamla lag í Hörpu segist hún vera spennt. 

„Það er bara alveg frábær tilfinning og mér hefur líka alltaf þótt svo gífurlega vænt um það og Scope-tímabilið. Ég var aðeins 16 ára þegar Margeir bauð mér í bandið með Bjarka og Grétari. Þarna var ég að stíga mín fyrstu skref sem artisti og ekki barnastjarna sem syngur bara jólalög,“ segir Svala sem er að vísa í söng sinn með föður sínum Björgvini Halldórssyni. Eins og fólk um fertugt man var Svala heitasta barnastjarnan í kringum 1985 og margir öfunduðu hana af því að fá að syngja með pabba sínum.

„Danstónlist var og hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og það verður bara svaka gaman að taka lagið aftur. Ég gerði samt endurgerð af þessu lagi 2005 með Dr. Mr. and Mr. Handsome og flutti það með þeim nokkrum sinnum sem var rosa gaman.
Við Scope gáfum út reyndar þrjú lög, Was It All It Was var cover-lag af gömlu diskólagi og svo gáfum við út frumsamið lag af mér og Bjarka sem hét In The Arms Of Love sem varð vinsælt líka og svo kom út annað cover-lag sem heitir Hot Stuff. Við vorum bara í bandinu í eitt og hálft ár. Náðum aldrei að gefa út heila plötu,“ segir hún. 

Svala var ekki ein í Scope því með henni voru Dj Margeir, Bjarki og Grétar. 

„Vorum öll svaka góðir vinir og áttum alveg frábært tímabil. Ég á geggjaðar minningar frá þessum tíma,“ segir hún. 

Svala notar bara húðvörur frá Bio Effect.
Svala notar bara húðvörur frá Bio Effect.

Borðar allt of mikið nammi

Svala varð fertug í febrúar og fyrst ég er með hana á línunni verð ég eiginlega að spyrja hana að því hvernig hún fari að því að vera svona geislandi. 


„Ég sef alltaf 7 tíma og mér hefur alltaf fundist það gera svo mikið fyrir húðina. Ég er alltaf með sólarvörn allan ársins hring og er með 50 spf og derhúfu eða hatt. Ég fer aldrei í sólbað lengur. Ég bjó í ljósabekkjum þegar ég var í menntaskóla og alveg þangað til ég varð 27 ára en hætti svo öllu því rugli þegar ég var farin að fá alls konar brúna bletti út um allt. Sem sagt sólarskemmdir. Ég trúi líka mikið á að bera alltaf krem á andlitið og nota eingöngu Bio Effect-vörur núna sem mér finnst alveg ótrúlegar. Ég var alltaf með Dermalogica-vörurnar í mörg ár en byrjaði í fyrra með Bio Effect og bara er „hooked for life“ á þeim núna. Ég drekk samt ekki nóg vatn og drekk allt of mikið gos og borða nammi. Þannig að ég er ekkert svo mikið í hollustunni. Þyrfti að taka mig meira á þar,“ segir hún. 

Svala og eiginmaður hennar eru búsett í Los Angeles. Hún segist vera hæstánægð með það. 

„Lífið í LA er yndislegt. Við erum búin að búa þar í næstum 8 ár og okkur líður svo vel þar enda með okkar tengslanet og „team“ þar í kringum okkar tónlist og þá helst Blissful sem er nýja hljómsveitin mín.

Ég ferðast svo gífurlega mikið út af minni vinnu þannig það skiptir svo sem ekkert svo miklu máli hvar ég bý en við viljum vera í LA. Ég er heppin að koma til Íslands tvisvar á ári út af Voice og öðru spileríi og það hentar okkur rosa vel og þá fær maður smá Íslands sprautu þegar maður kemur og eyðir hérna 4 vikum,“ segir hún kát og glöð í hjartanu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál