Rífandi stemning á Rocky Horror

Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir

Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. 

Mikil eftirvænting hefur verið eftir þessari sýningu og má sem dæmi nefna að forsölumet var slegið á fyrsta degi forsölunnar þegar um 4500 miðar seldust á einum sólarhring. 

Nú þegar er uppselt á yfir 30 sýningar og ljóst að fólk ætlar ekki að láta þetta partý framhjá sér fara.

Páll Óskar fer með hlutverk Frank N Furter í sýningunni eins og hann gerði síðast fyrir um 27 árum síðan í MH uppfærslu á verkinu. Auk hans eru í leikhópnum söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem fer með hlutverk Eddie, Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson sem Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem Dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir sem Columbia, Valur Freyr Einarsson sem sögurmaður og Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet Weiss.

Listrænir stjórnendur eru Marta Nordal, leikstjóri, Jón Ólafsson, tónlistarstjóri, Lee Proud, danshönnuður, Ilmur Stefánsson, leikmyndahönnuður, Fillipía Elísdóttir, búninga- og leikgervahönnuður, Elín Gísladóttir, leikgervi, og Björn Bergsteinn Guðmundsson, ljósahönnuður.

Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál