Öllu tjaldað til á frumsýningunni

Ljósmynd/Owen Fiene

Leikverksið Club Romanitca eftir Friðgeir Einarsson var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gær. Verkið er heimildarleikhús sem fjallar um um nokkur myndaalbúm sem að Friðgeir keypti fyrir 10 árum á flóamarkaði í Belgíu og tilraun hans til að skila þeim til upprunalegs eiganda. Albúmin voru greinilega öll í eigu sömu konu og innihalda meðal annars myndir af sólstrandaferðum og brúðkaupi. Friðgeir hefur síðustu mánuði farið bæði til Belgíu og Mallorca á upprunalegar söguslóðir albúmanna í leit að eigandanum og hefur ýmislegt mjög áhugvert komið í ljós. 

Friðgeir bæði skrifar og flytur verkið en með honum á sviðinu er Snorri Helgason, tónlistarmaður, sem semur tónlist verksins. Pétur Ármannson leikstýrir, Brynja Björnsdóttir hannar leikmynd og búninga, Ásrún Magnúsdóttir sér um sviðshreyfingar og Ólafur Ágúst Stefánsson hannar leikmynd. Leikhópurinn Abendshow framleiðir verkið í samstarfi við Borgarleikhúsið. Eins og sést á myndunum var mikið fjör á frumsýningunni og í teitinu á eftir. 

Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
Ljósmynd/Owen Fiene
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál