Ingibjörg Elsa vann rokkgítar

Fyrirlesarinn James Dodkins sem heldur úti þættinum „This week in customer exerience“ á Amazon Prime hélt fyrirlestur fyrir viðskiptavini Árvakurs í gær. Dodkins er einn af áhrifamestu sérfræðingum og ráðgjöfum á heimsvísu þegar kemur að þjónustuupplifun viðskiptavina.

Hann hefur starfað með mörgum af stærstu fyrirtækjum heims þegar kemur að framangreindu. Sem dæmi má nefnda Nike, IMB, Mercedes, TNT, Verizon, Citibank, Adobe, General Electric o.fl.

Hann velti upp mörgum spurningum eins og Hvernig viljum við að upplifun viðskiptavinarins sé? Hvernig er hún í dag? Hvað getum við gert til að bæta hana? Er okkur að takast að uppfylla þarfir viðskiptavinarins þegar kemur að þjónustu? Hvernig gerum við viðskiptavininn að okkar helsta aðdáanda?

Eftir fyrirlesturinn fékk einn heppinn þátttakandi rokkgítar að gjöf og var það Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar, sem vann gítarinn.

„Þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur hjá honum James Dodkinson. Ég var eiginlega brosandi eða hlæjandi allan tímann þegar hann var að tala. Ég hélt að þetta væri grín að það væri verið að gefa rafmagnsgítar á fyrirlestri um þjónustuupplifun, en þetta var mjög flott lokun á þessu hjá honum,“ segir Ingibjörg Elsa og hlær. 

„Ég er auðvitað alsæl með nýja rafmagnsgítarinn minn og hérna í Úrval-Útsýn tölum við núna um að við séum búin að stilla saman okkar þjónustustrengi og hér spila allir í takt. Þegar ég mætti til vinnu í morgun þá beið mín magnari við skrifborðið mitt. Þannig að það er nokkuð ljóst hvað ég mun taka mér fyrir hendur um helgina en það verður að prófa nýja gítarinn, nágrönnum mínum til mikillar gleði,“ segir hún og hlær. 

Halldór Hreinsson og Ásmundur Þórðarson.
Halldór Hreinsson og Ásmundur Þórðarson. mbl.is/Árni Sæberg
Þuríður Björg Guðnadóttir og Margrét Tryggvadóttir.
Þuríður Björg Guðnadóttir og Margrét Tryggvadóttir. mbl.is/Árni Sæberg
Böðvar Bergsson, Þórunn Reynisdóttir og Jón Kristinn Jónsson.
Böðvar Bergsson, Þórunn Reynisdóttir og Jón Kristinn Jónsson. mbl.is/Árni Sæberg
James Dodkins.
James Dodkins. mbl.is/Árni Sæberg
Bjarni Stefán Gunnarsson, Jóhannes Ásbjörnsson og Egill Fannar Reynisson.
Bjarni Stefán Gunnarsson, Jóhannes Ásbjörnsson og Egill Fannar Reynisson. mbl.is/Árni Sæberg
Halldór Hreinsson, Ásmundur Þórðarson, Andri Stanley og Jón Kristinn Jónsson.
Halldór Hreinsson, Ásmundur Þórðarson, Andri Stanley og Jón Kristinn Jónsson. mbl.is/Árni Sæberg
James Dodkins áritaði gítarinn.
James Dodkins áritaði gítarinn. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is