Innanhússarkitektinn Hanna Stína hélt glæsilega afmælisveisu á Duck and Rose en hún varð 44 ára í vikunni. Það var vel við hæfi að fagna á þessum stað því afmælisbarnið hannaði staðinn sem þykir ansi vel lukkaður.
Hanna Stína er einn af þekktustu innanhússarkitektum landsins og hefur hannað fjölmarga veitingastaði, heimili, fyrirtæki og allt þar á milli.
Vinir og fjölskylda fögnuðu með Hönnu Stínu á þessum fallega degi! Smartland óskar Hönnu Stínu hjartanlega til hamingju með afmælið.