Arna og Dagur B. fóru í bíó

Arna Dögg Einarsdóttir, Marta Luiza Macuga og Dagur B. Eggertsson.
Arna Dögg Einarsdóttir, Marta Luiza Macuga og Dagur B. Eggertsson.

Fullt var út úr húsi í Bíó Paradís þegar kvikmyndin Wolka var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF. Wolka var sýnd í öllum sölum kvikmyndahússins en um er að ræða síðustu kvikmynd leikstjórans Árna Ólaf­s Ásgeirs­sonar sem lést fyrr á þessu ári. 

Mynd­in er fyrsta leikna ís­lenska kvik­mynd­in sem veit­ir inn­sýn inn í pólskt sam­fé­lag á Íslandi í nær­mynd. Aðal­hlut­verk mynd­ar­inn­ar er í hönd­um pólsku leikkonunnar Olgu Bola­dz og var hún viðstödd þegar myndin var frumsýnd. Hand­ritið er eft­ir Árna Ólaf og Michal Godzic. Atli Örvars­son sér um tónlist og Brynja Skjald­ar­dótt­ir um bún­inga, og Marta Luiza Macuga, ekkja Árna Ólafs, er leik­mynda­hönnuður.

Hrönn Marinósdóttir og Sigurjón Sighvatsson.
Hrönn Marinósdóttir og Sigurjón Sighvatsson.
Marta Luiza Macuga, leikmyndahönnuður, Olga Bołądz, Hilmar Sigurðsson, framleiðandi og …
Marta Luiza Macuga, leikmyndahönnuður, Olga Bołądz, Hilmar Sigurðsson, framleiðandi og forstjóri Sagafilm.
Þorsteinn Backman, Nína Dögg, Gísli Örn, Silja Hauksdóttir.
Þorsteinn Backman, Nína Dögg, Gísli Örn, Silja Hauksdóttir.
mbl.is