Unnur Ösp og Björn Thors mættu með börnin

Leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors með þrjú af …
Leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors með þrjú af fjórum börnum sínum. Ljósmynd/Mummi Lú

Það var gleði í loftinu þegar íslenska barna- og fjölskyldumyndin Birta var frumsýnd. Myndin fjallar um 12 ára stúlku sem heitir Birta. Hún býr með einstæðri móður sem er í mörgum vinnum til að láta enda ná saman. Þegar jólin nálgast verður Birta vitni að því að móðir hennar á ekki fyrir jólunum og þá ákveður hún að taka málin í sínar hendur. 

Salka Sól leikur móðurina í kvikmyndinni og lét hún sig ekki vanta á frumsýninguna. Hún mætti ásamt Kristínu Erlu Pétursdóttir og Margréti Júlíu Reynisdóttir. Kristín Erla og Margrét Júlía hafa báðar nýlega hlotið verðlaun á virtum kvikmyndahátíðum erlendis fyrir leik í myndinni.

Handritið að myndinni skrifaði Helga Arnardóttir en hún starfaði lengi í fjölmiðlum. Leikstjóri myndarinnar er unnusti Helgu, Bragi Þór Hinriksson. Hann hefur leikstýrt nokkrum vinsælum kvikmyndum eins og Sveppa og Villa myndunum og líka Víti í Vestmannaeyjum.  

Birta kemur í bíó á morgun, föstudaginn 5.nóvember og mun síðar í mánuðinum einnig vera aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium

Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál