„Ég áttaði mig ekki hvað Kaleo eru stórir fyrr en þarna“

Erling Adolf Ágústsson markaðsráðgjafi á Morgunblaðinu er í skýjunum eftir að hafa séð hljómsveitina Kaleo spila í Orlando í Flórída í fyrradag. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir hvað hljómsveitin ætti stóran aðdáendahóp í Bandaríkjunum fyrr en hann sá þá spila með eigin augum. 

Hann er staddur þar ásamt vinum sínum en markmið ferðarinnar var að spila golf og sjá þetta íslenska band spila en velgengni Kaleo hefur verið mikil um allan heim síðustu ár. 

„Ég áttaði mig ekki hvað Kaleo eru stórir fyrr en þarna. Jökull hafði sent á strákana að hann myndi taka Vor í Vaglaskógi fyrir okkur. Síðan mætti Jökull með gítar með íslenska fánanum og allt varð vitlaust. Líklega voru í kringum 20-30 Íslendingar á þessum tónleikum. Kaleo spilaði á Miami á Flórída kvöldinu áður en voru svo á leiðinni til Atlanta næsta kvöld. Þetta var einstök upplifun,“ segir Erling.

Erling tók myndbandið sem fylgir fréttinni sérstaklega fyrir mbl.is.

Hér er Erling lengst til hæri á myndinni en við …
Hér er Erling lengst til hæri á myndinni en við hlið hans er Örnólfur Örnólfsson, Jökull í Kaleo, Eyþór Einarsson, Geir Rúnar Birgisson og Steve Walker.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál