2007 stemning á árshátíð Ölgerðarinnar

Eva Ruza og Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtu gestum árshátíðarinnar.
Eva Ruza og Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtu gestum árshátíðarinnar.

Það var fjör á starfsmönnum Ölgerðarinnar um helgina þegar fyrirtækið hélt glæsilega árshátíð í Prag í Tékklandi. Ekkert var til sparað til þess að gera árshátíðina sem glæsilegasta. Um 500 gestir voru á árshátíðinni og flutti fyrirtækið út íslenska skemmtikrafta til þess að tryggja hámarksfjör. 

Árshátíðin fór fram í kastala í Prag sem er sérlega glæsilegur. Hann er vanalega ekki leigður út fyrir skemmtanahald en það var gerð undantekning á því fyrir starfsmenn Ölgerðarinnar. Rósettur og kristalsljósakrónur er ríkulegur hluti af hönnuninni en á árshátíðinni sjálfri var mikið lagt í borðskreytingar og alla umgjörð þannig að gestum liði sem best. 

Hjálmar Örn Jóhannsson og Eva Ruza voru veislustjórar á árshátíðinni. Þau tvö eru ekkert blávatn þegar þau koma saman og náðu þau að halda vel utan um hópinn. Þegar formlegri dagskrá var lokið var haldið á fimm stjörnu hótelið sem gestirnir gistu á og þar sá Siggi Gunnars plötusnúður um að þeyta skífum. Hann var þó ekki einn á ferð þar til að halda uppi fjörinu því Æði-gengið, Patrekur Jamie, Binni Glee og Bassi voru á svæðinu og sáu til þess að enginn væri í fýlu.

Eins og sést á Instagram kunnu starfsmenn Ölgerðarinnar og fylgifiskar þeirra að meta þessa ferð og nutu þess í botn að komast út fyrir landhelgi. 

View this post on Instagram

A post shared by Laura Rimkute (@auskariuks)



View this post on Instagram

A post shared by Birgir (@birgirgud)

View this post on Instagram

A post shared by Laura Rimkute (@auskariuks)




Eva Ruza tók sig vel út í þessu glæsilega umhverfi.
Eva Ruza tók sig vel út í þessu glæsilega umhverfi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál