Andri og Marín geisluðu af gleði

Andri Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar og Marín Magnúsdóttir eiginkona hans voru …
Andri Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar og Marín Magnúsdóttir eiginkona hans voru glæsileg á árshátíðinni.

Eftir þriggja ára hlé hélt Ölgerðin glæsilega árshátíð í Prag í Tékklandi. Andri Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar var í essinu sínu á árshátíðinni og það sama má segja um eiginkonu hans, Marín Magnúsdóttur.

Vegna kórónuveirunnar hafa starfsmenn ekki getað gert sér glaðan dag en allan tímann borgaði starfsfólkið í starfsmannasjóð. Þess vegna var ákveðið að gefa í og gera árshátíðina sem glæsilegasta. 

Með þessu þakkaði Ölgerðin starfsfólkinu sínu fyrir frábæra vinnu við þær afar krefjandi aðstæður sem ríkt hafa undanfarin misseri og hafa meðal annars kostað það að starfsfólkið hefur ekki getað haldið árshátíðir eða komið saman. Árshátíðin var afar glæsileg og haldin í spænska salnum í Prag kastalanum þar sem þau Eva Ruza og Hjálmar Örn sáu um veislustjórn.

Óhætt er að segja að starfsfólkið, sem lagt hefur mikið á sig í faraldrinum undanfarin ár, hafi skemmt sér vel eins og meðfylgjandi myndir sýna.

mbl.is