Guðni mætti í partí til Hjálmars

Séra Hjálmar Jónsson og Guðni Ágústsson í útgáfuhófi fyrir bókina …
Séra Hjálmar Jónsson og Guðni Ágústsson í útgáfuhófi fyrir bókina Stundum verða stökur til eftir Hjálmar. Ljósmynd/Bryndís Hrönn Kristinsdóttir

Fyrrverandi ráðherrann, Guðni Ágústsson, lét sig ekki vanta í útgáfuhóf hjá séra Hjálmari Jónssyni á dögunum.

Guðni fékk áritaða bók hjá Hjálmari, og hélt einnig glimrandi ræðu um leið og hann minnti á að hann lúrði líka á bók sem kæmi út á næstunni.

Hjálmar lét af störfum sem prestur í Dómkirkjunni fyrir fimm árum. Hann hefur þó ekki setið auðum höndum undanfarin ár og gaf á dögunum út bókina Stundum verða stökur til. Í bókinni er að finna sögur, vísur og ljóð sem sprottin eru af atburðum liðinna ára. Bókaútgáfan Hólar gefur út bókina.

Auk þess að starfa sem prestur sat Hjálmar á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í norðvesturkjördæmi. Margir félagar hans frá þingárunum, samherjar jafnt sem andstæðingar í pólitíkinni, mættu í teitið.

Signý Bjarnadóttir, eiginkona Hjálmars, ásamt sr. Vigfúsi Þór Árnasyni.
Signý Bjarnadóttir, eiginkona Hjálmars, ásamt sr. Vigfúsi Þór Árnasyni. Ljósmynd/Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Hjálmar ásamt Geir H. Haarde og Má Guðmundssyni, fv. seðlabankastjóra.
Hjálmar ásamt Geir H. Haarde og Má Guðmundssyni, fv. seðlabankastjóra. Ljósmynd/Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Hjálmar ávarpaði gesti útgáfuhófsins og bauð þá velkomna.
Hjálmar ávarpaði gesti útgáfuhófsins og bauð þá velkomna. Ljósmynd/Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Séra Hjálmar Jónsson áritaði nýju bók sína, Stundum verða stökur …
Séra Hjálmar Jónsson áritaði nýju bók sína, Stundum verða stökur til, í gríð og erg. Ljósmynd/Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Vel á annað hundrað manns mætti í útgáfuhófið við Tryggvagötu, …
Vel á annað hundrað manns mætti í útgáfuhófið við Tryggvagötu, gegnt Bæjarins beztu. Ljósmynd/Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda