Guðni mætti í partí til Hjálmars

Séra Hjálmar Jónsson og Guðni Ágústsson í útgáfuhófi fyrir bókina …
Séra Hjálmar Jónsson og Guðni Ágústsson í útgáfuhófi fyrir bókina Stundum verða stökur til eftir Hjálmar. Ljósmynd/Bryndís Hrönn Kristinsdóttir

Fyrrverandi ráðherrann, Guðni Ágústsson, lét sig ekki vanta í útgáfuhóf hjá séra Hjálmari Jónssyni á dögunum.

Guðni fékk áritaða bók hjá Hjálmari, og hélt einnig glimrandi ræðu um leið og hann minnti á að hann lúrði líka á bók sem kæmi út á næstunni.

Hjálmar lét af störfum sem prestur í Dómkirkjunni fyrir fimm árum. Hann hefur þó ekki setið auðum höndum undanfarin ár og gaf á dögunum út bókina Stundum verða stökur til. Í bókinni er að finna sögur, vísur og ljóð sem sprottin eru af atburðum liðinna ára. Bókaútgáfan Hólar gefur út bókina.

Auk þess að starfa sem prestur sat Hjálmar á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í norðvesturkjördæmi. Margir félagar hans frá þingárunum, samherjar jafnt sem andstæðingar í pólitíkinni, mættu í teitið.

Signý Bjarnadóttir, eiginkona Hjálmars, ásamt sr. Vigfúsi Þór Árnasyni.
Signý Bjarnadóttir, eiginkona Hjálmars, ásamt sr. Vigfúsi Þór Árnasyni. Ljósmynd/Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Hjálmar ásamt Geir H. Haarde og Má Guðmundssyni, fv. seðlabankastjóra.
Hjálmar ásamt Geir H. Haarde og Má Guðmundssyni, fv. seðlabankastjóra. Ljósmynd/Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Hjálmar ávarpaði gesti útgáfuhófsins og bauð þá velkomna.
Hjálmar ávarpaði gesti útgáfuhófsins og bauð þá velkomna. Ljósmynd/Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Séra Hjálmar Jónsson áritaði nýju bók sína, Stundum verða stökur …
Séra Hjálmar Jónsson áritaði nýju bók sína, Stundum verða stökur til, í gríð og erg. Ljósmynd/Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
Vel á annað hundrað manns mætti í útgáfuhófið við Tryggvagötu, …
Vel á annað hundrað manns mætti í útgáfuhófið við Tryggvagötu, gegnt Bæjarins beztu. Ljósmynd/Bryndís Hrönn Kristinsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál