Háski og Sprite Zero Klan trylltu lýðinn í vísindaferð

Mikil stemning ríkti í Vísindaferð Gulleggsins á dögunum.
Mikil stemning ríkti í Vísindaferð Gulleggsins á dögunum. Samsett mynd

Hundruð háskólanemenda flykktust í Grósku til að kynna sér Gulleggið, stærstu frumkvöðlakeppni á Íslandi. KLAK - Icelandic Startups, sem hjálpar frumkvöðlum meðal annars að raungera hugmyndir sínar, buðu áhugasömum upp á einstaka skemmtun og kynningu á frumkvöðlakeppninni nú á dögunum. 

Dúettinn Sprite Zero Klan, skipaður þeim Daníel Óskari Jóhannessyni og Kolbeini Sveinssyni, og tónlistarmaðurinn Háski, sem heitir réttu nafni Darri Tryggvason, stigu á svið og gjörsamlega trylltu lýðinn þegar formlegri kynningu Gulleggsins var lokið. 

Hvatti nemendur að sækjast eftir draumum sínum

Vísindaferðin hófst með kynningu á frumkvöðlakeppninni í hátíðarsal Grósku þar sem Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK - Icelandic Startups, fór yfir framkvæmd keppninnar og önnur praktísk atriði varðandi þátttöku. Það var svo fyrrverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, sem fékk alla viðstadda til að sperra upp eyrun þegar hann hvatti háskólanemendur að vera óhrædda að láta drauma sína verða að veruleika og taka stökkið inn í íslenskt sprotasamfélag með þátttöku í Gullegginu en Reykjavíkurborg hefur verið bakhjarl keppninnar til fjölda ára. 

Alma Dóra Ríkharðsdóttir, frumkvöðull og meðstofnandi sprotafyrirtækisins HEIMA, ræddi við nemendur og fór svo yfir feril HEIMA sem var lítið annað en hugmynd á servíettu þegar hún hlaut Gulleggið árið 2020 en er í dag fullbúið smáforrið með tugþúsundir notenda.

Skráningu lýkur 23:59 þann 19. janúar

„Við erum gríðarlega stolt af vísindaferðum okkar hjá KLAK - Icelandic Startups, en við höfum núna í nokkur ár haldið risa vísindaferðir til að markaðssetja Gulleggið, sem hafa fest sig í sessi meðal eftirsóttustu viðburða hjá nemendur háskóla landsins. 

Nú tekur við sjálf hugmyndakeppnin. Við tökum við skráningum í Masterclass Gulleggsins til aðfaranótt laugardags, eða til 23:59 þann 19. janúar, en þátttaka í Masterclass er nauðsynleg til að geta sent inn hugmynd í keppnina. Markmiðið með Masterclass er að þróa hugmynd og búa til kynningu sem gerir þér kleift að taka næsta skref. Tíu teymi eru svo valin í lokakeppni Gulleggsins sem fer fram í hátíðarsal Grósku þann 9. febrúar,” segir Magnús Daði Eyjólfsson, verkefnastjóri Gulleggsins.

Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
Ljósmynd/Eygló Gísladóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál