Heldur fram hjá með sínum fyrrverandi

Konan greip til þess ráðs að halda fram hjá með …
Konan greip til þess ráðs að halda fram hjá með fyrrverandi kærasta sínum. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem hefur verið að halda fram hjá leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Kæra Deidre, kærastinn minn er 26 ára, hávaxinn, brúnn og myndarlegur en kynlífið er svo glatað að ég held fram hjá með mínum fyrrverandi sem veit nákvæmlega hvað ég vil.

Kærastinn minn er besti vinur minn, ég er 24 ára. Hann er umhyggjusamasti maður sem ég hef kynnst, hann kemur fram við mig eins og prinsessu. Við skemmtum okkur svo vel saman. Hann vinnur í ferðabransanum og er alltaf að skipuleggja eitthvað skemmtilegt fyrir okkur. Kynlífið er hins vegar ömurlegt. Ég vil láta stjórna mér en ég þarf alltaf að stíga fyrsta skrefið. Ég þarf alltaf að byrja kynlífið og stjórna hraðanum og koma með hugmyndir. 

Ég hef svo oft sagt honum hvað mér finnst gott og við reynum að krydda hlutina en hann verður stressaður og getur ekki staðið sig. Þrátt fyrir að hann sé til í það, ég verð síðan pirruð af því að hann klárar á undan mér. 

Ég hef mikla kynhvöt og þarf að stunda oftar kynlíf en við gerum en ég held aftur af mér vegna þess að ég vil ekki stíga fyrsta skrefið. Ég verð svo pirruð út í hann og hann veit hvernig hann á að breyta hlutunum en gerir það aldrei. 

Ég hætti með mínum fyrrverandi nokkrum mánuðum áður en ég kynntist núverandi kærasta mínum, við vorum eitruð blanda. Við rifumst hrikalega en það var þess virði af því það var æðislegt þegar við sættumst. Við stunduðum besta kynlíf lífs mín og ég var einu sinni svo pirruð út í kærastann minn að ég bað minn fyrrverandi að kíkja í drykk, meðvituð um hvað myndi gerast. 

Ég hef verið að halda fram hjá með honum síðasta mánuðinn. Ég veit að það er rangt af mér og kærasti minn á það ekki skilið en mér finnst svo erfitt að hann fullnægir mér ekki. Á ég að hætta með honum. 

Deidre segir að engin alvöru ást sé á milli konunnar og fyrrverandi kærastans. 

Til þess að forðast annað eitrað samband verður þú að skilja kynferðislegan smekk þinn fyrir því að vera stjórnuð, sem kaldhæðnislega getur stafað af kynferðislegri sekt og þvingunum. 

Þinn ástríki kærasti hlýtur að skynja hversu vonsvikin þú ert svo það er engin furða á því að hann sé stressaður. Það getur verið að það verði aldrei hans tebolli að stjórna þér í svefnherberginu en frábær sambönd eru byggð á jafnræði. 

Ef þú ert til í að stjórna, leiðbeina honum hvernig hann getur veitt þér unað og segja honum oft hversu yndislegur hann er, getur hann komið þér á óvart. Ást hans á þér getur líka blómstrað kynferðislega þegar honum líður eins og hetju. 

Maðurinn er umhyggjusamur en fullnægir þó ekki þörfum konunnar.
Maðurinn er umhyggjusamur en fullnægir þó ekki þörfum konunnar. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál