Heldur fram hjá með sínum fyrrverandi

Konan greip til þess ráðs að halda fram hjá með ...
Konan greip til þess ráðs að halda fram hjá með fyrrverandi kærasta sínum. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem hefur verið að halda fram hjá leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Kæra Deidre, kærastinn minn er 26 ára, hávaxinn, brúnn og myndarlegur en kynlífið er svo glatað að ég held fram hjá með mínum fyrrverandi sem veit nákvæmlega hvað ég vil.

Kærastinn minn er besti vinur minn, ég er 24 ára. Hann er umhyggjusamasti maður sem ég hef kynnst, hann kemur fram við mig eins og prinsessu. Við skemmtum okkur svo vel saman. Hann vinnur í ferðabransanum og er alltaf að skipuleggja eitthvað skemmtilegt fyrir okkur. Kynlífið er hins vegar ömurlegt. Ég vil láta stjórna mér en ég þarf alltaf að stíga fyrsta skrefið. Ég þarf alltaf að byrja kynlífið og stjórna hraðanum og koma með hugmyndir. 

Ég hef svo oft sagt honum hvað mér finnst gott og við reynum að krydda hlutina en hann verður stressaður og getur ekki staðið sig. Þrátt fyrir að hann sé til í það, ég verð síðan pirruð af því að hann klárar á undan mér. 

Ég hef mikla kynhvöt og þarf að stunda oftar kynlíf en við gerum en ég held aftur af mér vegna þess að ég vil ekki stíga fyrsta skrefið. Ég verð svo pirruð út í hann og hann veit hvernig hann á að breyta hlutunum en gerir það aldrei. 

Ég hætti með mínum fyrrverandi nokkrum mánuðum áður en ég kynntist núverandi kærasta mínum, við vorum eitruð blanda. Við rifumst hrikalega en það var þess virði af því það var æðislegt þegar við sættumst. Við stunduðum besta kynlíf lífs mín og ég var einu sinni svo pirruð út í kærastann minn að ég bað minn fyrrverandi að kíkja í drykk, meðvituð um hvað myndi gerast. 

Ég hef verið að halda fram hjá með honum síðasta mánuðinn. Ég veit að það er rangt af mér og kærasti minn á það ekki skilið en mér finnst svo erfitt að hann fullnægir mér ekki. Á ég að hætta með honum. 

Deidre segir að engin alvöru ást sé á milli konunnar og fyrrverandi kærastans. 

Til þess að forðast annað eitrað samband verður þú að skilja kynferðislegan smekk þinn fyrir því að vera stjórnuð, sem kaldhæðnislega getur stafað af kynferðislegri sekt og þvingunum. 

Þinn ástríki kærasti hlýtur að skynja hversu vonsvikin þú ert svo það er engin furða á því að hann sé stressaður. Það getur verið að það verði aldrei hans tebolli að stjórna þér í svefnherberginu en frábær sambönd eru byggð á jafnræði. 

Ef þú ert til í að stjórna, leiðbeina honum hvernig hann getur veitt þér unað og segja honum oft hversu yndislegur hann er, getur hann komið þér á óvart. Ást hans á þér getur líka blómstrað kynferðislega þegar honum líður eins og hetju. 

Maðurinn er umhyggjusamur en fullnægir þó ekki þörfum konunnar.
Maðurinn er umhyggjusamur en fullnægir þó ekki þörfum konunnar. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Sex sambandsráð Kristen Bell

Í gær, 21:59 Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

Í gær, 18:50 Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

Í gær, 15:50 Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

í gær Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

í gær „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

í gær Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

í fyrradag Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

í fyrradag Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

í fyrradag Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

18.2. Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »

Prjónaði peysur á forsetahjónin

18.2. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sést oftar en ekki í fallegri lopapeysu. Kennarinn Ágústa Jónsdóttir prjónaði peysuna og segir uppskriftina einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Meira »

Lífstíðaruppsögn vegna kynferðisofbeldis?

18.2. Þeir sem verða fyrir ofbeldi á vinnustað, og má þar þá líka nefna einelti sem eitt form af ofbeldi á vinnustað, veigra sér við að tilkynna slíkt með formlegum hætti, m.a. af hræðslu við hvað bíður þeirra í kjölfarið. Það er í sjálfu sér alveg skiljanlegt þó svo að það sé ekki í lagi. Meira »

Bill Gates hefur sína veikleika í starfi

17.2. Bill Gates var lengi vel ríkasti maður í heimi. Hann er þó ekki fullkomnari en hver annar og er ekki jafnvígur á öllum sviðum. Meira »

Lovísa fann ástina á Tinder

17.2. Lovísa Kelly var búin að kaupa flugmiða aðra leið heim til Íslands frá Kanada þegar hún hitti Joseph Kelly á Tinder. Lovísa er ekki enn farin til Íslands enda er hún núna gift kona í Kanada. Meira »

Skemmtilegast að „Liffa og njóta“

17.2. „Peningarnir fóru að streyma inn þegar ég byrjaði í uppvaski á matsölustöðum um fermingu,“ segir Andrea og hlær. „Á unglingsárunum fór ég síðan að vinna í Sautján um helgar og á bar á nóttunni. Á sama tíma fékk ég undanþágu til að taka auka einingar í skólanum. Ég hef líka starfað víða erlendis sem hefur aukið menningalæsi og víðsýni.“ Meira »

Leiðist þér líf þitt? Hvað er til ráða?

17.2. Camille býr í París með manni sínum og syni, fertugsafmælið nálgast og henni leiðist. Allt hjakkar í sama fari ár eftir ár. Daginn sem springur á bílnum hennar á fáförnum vegi í grenjandi rigningu er hún að því komin að bugast. En þá birtist Claude, heillandi og uppátækjasamur, kynnir sig sem rútínufræðing og býðst til að hjálpa henni að umbylta lífi sínu. Meira »

Pör sem rífast eru hamingjusamari

17.2. Rifrildi eru ekki endilega merki um að sambandið sé ekki nógu sterkt. Pör sem rífast á áhrifaríkan hátt eru sögð vera tíu sinnum líklegri til þess að vera í hamingjusömu sambandi en þau pör sem takast ekki á við vandamálin. Meira »

Vildi ekki gráta út af farðanum

17.2. Snjóbrettastelpan Chloe Kim reyndi að halda aftur af tárunum þegar hún vann til verðlauna í Pyeongchang vegna farða. Kim er ekki sú eina sem hefur átt í vandræðum með farðann á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Íslensk kona berst við skilnaðarsamviskubit

17.2. „Ég þjáist af svo miklu skilnaðarsamviskubiti. Er það eðlilegt? Og hvað er til ráða? Skildi fyrir 8 árum við eiginmann minn til 16 ára. Við tók tímabil þar sem börnin okkar voru viku og viku til skiptis hjá okkur með tilheyrandi flutningum milli húsnæða, misjöfnu tilfinningalífi mínu, ójafnvægi og óvissu.“ Meira »

Mátaði bara einn brúðarkjól

16.2. Stílisti Amy Schumer fékk fjóra daga til þess að undirbúa skyndibrúðkaup leikkonunnar og Chris Fisher. Ekki er tími til að ofhugsa kjólavalið þegar fyrirvarinn er stuttur. Meira »