Sonurinn er stjórnlaus alkóhólisti

Íslensk kona hefur áhyggjur af drykkju sonar síns.
Íslensk kona hefur áhyggjur af drykkju sonar síns. mbl.is/Getty

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni, svarar spurningum lesenda. Hér fær hann spurningu frá ráðþrota móður sem á son sem drekkur of mikið. 

Sæll.

Hvert er best að leita varðandi sívaxandi áfengisnotkun ungs manns? Hann hefur einu sinni farið í meðferð en líkaði illa, fannst erfitt að kynnast þeim „heimi“ sem honum mætti þar. Nú drekkur hann daglega og hefur gert í margar vikur, en tekur sig til á milli og vill hætta. Neyslan veldur honum hugarangri, kvíða og depurð. Samt telur hann sig ekki geta hætt. Honum hafa boðist meðferðarviðtöl og lyf, en ekkert dugar. Hann vinnur fyrir sér og leigir íbúð. Hvert er best að snúa sér?

Kveða og þökk, áhyggjufull móðir.

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan daginn og takk fyrir spurninguna.

Áfengisneysla er víða vandamál og fín lína á milli þess að njóta áfengis og að nota það. Þegar fólk ánetjast áfengi er það harður húsbóndi og því miður getur liðið langur tími þar til viðkomandi áttar sig á að um vandamál er að ræða, ef það gerist þá einhvern tímann. Það er ástæða fyrir því af hverju alkóhólismi er kallaður fjölskyldusjúkdómur, hann hefur áhrif á alla þá sem umgangast þann sem á við vandann að stríða. Þess vegna er mikilvægt fyrir aðstandendur að leita sér aðstoðar til þess að þeim geti liðið sem best í aðstæðunum. Þetta er svolítið eins og að vera farþegi í bíl sem ekið er af stjórnlausri manneskju. Þú getur annað hvort verið í bílnum með öllum þeim ótta og kvíða sem því fylgir, reynt að stjórna bílstjóranum sem lætur ekki að stjórn og upplifað sorgina og skilningsleysið yfir hegðuninni. Hinn kosturinn er að velja að fara úr bílnum og vera í hæfilegri fjarlægð frá ökuferðinni, sem mun hvort eð er eiga sér stað.

Algengt er að aðstandendur eru mikið að hugleiða hvernig alkóhólistanum líður, hvað hann gerir, hvað hann gerir ekki og fara jafnvel beint eða óbeint að reyna að stjórna viðkomandi svo hann hætti iðju sinni. Vandinn er sá að þeir sem eiga við alkóhólisma að stríða þurfa að finna það hjá sjálfum sér að vilja hætta og í mörgum tilvikum hefur það neikvæð áhrif þegar aðstandendur eru að ýta á eftir því. Best er því fyrir þig að hlúa að sjálfri þér, gera það sem þú getur til þess að láta þér líða betur. Það getur þú gert með því að fara á aðstandendanámskeið hjá SÁÁ og 12 spora fundi á borð við Al-anon til þess að eiga samskipti við aðra í svipuðum aðstæðum. Einnig er gott að leita til ráðgjafa sem hafa þekkingu á alkóhólisma og meðvirkni. Ef sonur þinn veit að þú ert ekki að dæma hann, ert til staðar ef hann leitar til þín og vill vinna á vandanum, þá er það besta sem þú getur veitt honum. Hann þarf svo sjálfur að taka ábyrgð á sínum vanda og vonandi finnur hann fyrr en síðar viljann sem þarf til að takast á við áfengislöngunina.

Gangi þér allt í haginn.

Með bestu kveðju, 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

mbl.is

Tóku heilhring í Perlunni

Í gær, 15:32 Lokahóf og 10 ára afmælispartí HönnunarMars fór fram á í gærkvöldi á Út í bláinn í Perlunni. Stemningin var góð en boðið var upp á góðan mat, drykki, kórónuleiki og afmælishappdrætti. Meira »

HönnunarMars í Epal

Í gær, 15:00 Það var glatt á hjalla í Epal þegar HönnunarMars var settur í versluninni. Íslenskir hönnuðir sýndu afurðir sínar á sýningunni. Meira »

Rífandi stemning á Rocky Horror

Í gær, 12:00 Það var rífandi stemning í Borgarleikhúsinu þegar Rocky Horror, með Pál Óskar Hjálmtýsson í aðalhlutverki, var frumsýnt á föstudaginn. Svo mikil var stemningin að gestir dönsuðu í salnum undir lok sýningar. Meira »

Hélt framhjá með æskuástinni

Í gær, 09:00 „Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin.“ Meira »

Steldu stílnum frá Söruh Jessicu Parker

Í gær, 06:00 Sarah Jessica Parker hefur sett háskólabolinn aftur á kortið. Hún klæðist honum við gallabuxur og háa hæla.  Meira »

Vera Wang undir áhrifum frá Handsmaid Tale

í fyrradag Flestir eru sammála að mikla grósku sé að finna í tísku sumarsins. Að pólitísk átök eigi sér birtingarform á tískupöllunum og staða konunnar sé áberandi. Við skoðuðum sumarlínu Vera Wang fyrir árið 2018. Meira »

Ljótustu byggingar Bandaríkjanna

í fyrradag Bandaríkin eru stór og byggingarnar þar jafnmismunandi og þær eru margar. Sumar ljótar en aðrar mögulega ekki jafnfallegar.   Meira »

Á þetta að vera leyfilegt?

í fyrradag Fiskabúrsklósettkassi og fjall af hrauni í stofunni er meðal þess sem flestum þykir skrítið en einhverjum þótti í það minnsta góð hugmynd ef ekki fallegt. Meira »

Retró heimili í Covent Garden

í fyrradag Andi fyrri tíma svífur yfir Covent Garden í Lundúnum. Það sama má segja um íbúð á svæðinu og passar fagurfræðin einstaklega vel við stemmninguna á svæðinu. Meira »

Af hverju æfirðu ekki eins og Jane Fonda?

í fyrradag Er ekki kominn tími á Jane Fonda-æfingarnar góðu aftur? Langar línur, húmor og gleði eru eitthvað svo miklu hressilegra ásýndar en ofurskyggð andlit og íturvaxnir bossar. Meira »

Snyrtipenninn mælir með þessu í mars

í fyrradag Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, tók saman lista yfir áhugaverðar og öðruvísi snyritvörur sem hún mælir með í mars. Meira »

8 ráð frá Martha Stewart

í fyrradag Þegar kemur að afmæli fyrir börnin eru fáir jafn miklir sérfræðingar og Martha Stewart. Þessi flotta viðskiptakona hefur gefið út fjölda tímarita, sjónvarpsþátta og efni um hvernig á að halda afmæli sem slá í gegn. Meira »

Nærfatasýningin mjög viðeigandi í dag

17.3. Karlie Kloss sýnir að hún sé femínisti á marga vegu. Hún segir sýningu Victoria's Secret vera valdeflandi fyrir konur og skipuleggur forritunarsumarbúðir fyrir unglingsstúlkur. Meira »

Best klæddi maður veraldar?

17.3. Fiðluleikarinn og fyrirsætan Charlie Siem vekur athygli hvar sem hann kemur fyrir fallegan klassískan stíl. Klassísk tónlist á hug hans allan þó að hann hafi áhrif á fegurðarskyn hönnuða víðsvegar um heiminn. Hann segir tískuna óskipulagða en skemmtilega. Meira »

Heimsfræg en kláruðu ekki skóla

17.3. Hefðbundin skólaganga er ekki fyrir alla og það þarf ekki margar háskólagráður til þess að öðlast frægð, frama og ríkidæmi.   Meira »

Mannúð og heiðarleiki í forgrunni

17.3. Helga Ólafsdóttir hefur unnið sem hönnuður í fjölda mörg ár. Í viðtalinu talar hún um tilgang lífsins, tískuna og fleira.   Meira »

Sófinn kostar á við einbýlishús

17.3. Jennifer Aniston velur aðeins það besta og flottasta inn á heimilið. Fara þarf þó varlega í hvíta sófanum hennar enda kostar hann á við heilt hús. Meira »

Klæddu þig eins og bókasafnsfræðingur

17.3. Tískan fer í marga hringi. Um þessar mundir minnir margt í tískunni á Goldie Hawn í Foul Play þar sem hún leikur á eftirminnilegan hátt bókasafnsfræðinginn Gloriu Mundy. Meira »

Svona skipuleggur Michelle Obama sig

17.3. Michelle Obama er með forgangsröðina á hreinu og skipuleggur stefnumótakvöld og æfingar áður en hún samþykkir að koma fram á ráðstefnum eða mæta á fundi. Meira »

Hlébarðamynstur leyfilegt í Hvíta húsinu

16.3. Melania Trump tók á móti forsætisráðherra Írlands í grænum hlébarðamynsturskjól. Pinnahælarnir voru síðan með hefðbundnu snákaskinnsmynstri. Meira »
Meira píla