Sonurinn er stjórnlaus alkóhólisti

Íslensk kona hefur áhyggjur af drykkju sonar síns.
Íslensk kona hefur áhyggjur af drykkju sonar síns. mbl.is/Getty

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni, svarar spurningum lesenda. Hér fær hann spurningu frá ráðþrota móður sem á son sem drekkur of mikið. 

Sæll.

Hvert er best að leita varðandi sívaxandi áfengisnotkun ungs manns? Hann hefur einu sinni farið í meðferð en líkaði illa, fannst erfitt að kynnast þeim „heimi“ sem honum mætti þar. Nú drekkur hann daglega og hefur gert í margar vikur, en tekur sig til á milli og vill hætta. Neyslan veldur honum hugarangri, kvíða og depurð. Samt telur hann sig ekki geta hætt. Honum hafa boðist meðferðarviðtöl og lyf, en ekkert dugar. Hann vinnur fyrir sér og leigir íbúð. Hvert er best að snúa sér?

Kveða og þökk, áhyggjufull móðir.

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan daginn og takk fyrir spurninguna.

Áfengisneysla er víða vandamál og fín lína á milli þess að njóta áfengis og að nota það. Þegar fólk ánetjast áfengi er það harður húsbóndi og því miður getur liðið langur tími þar til viðkomandi áttar sig á að um vandamál er að ræða, ef það gerist þá einhvern tímann. Það er ástæða fyrir því af hverju alkóhólismi er kallaður fjölskyldusjúkdómur, hann hefur áhrif á alla þá sem umgangast þann sem á við vandann að stríða. Þess vegna er mikilvægt fyrir aðstandendur að leita sér aðstoðar til þess að þeim geti liðið sem best í aðstæðunum. Þetta er svolítið eins og að vera farþegi í bíl sem ekið er af stjórnlausri manneskju. Þú getur annað hvort verið í bílnum með öllum þeim ótta og kvíða sem því fylgir, reynt að stjórna bílstjóranum sem lætur ekki að stjórn og upplifað sorgina og skilningsleysið yfir hegðuninni. Hinn kosturinn er að velja að fara úr bílnum og vera í hæfilegri fjarlægð frá ökuferðinni, sem mun hvort eð er eiga sér stað.

Algengt er að aðstandendur eru mikið að hugleiða hvernig alkóhólistanum líður, hvað hann gerir, hvað hann gerir ekki og fara jafnvel beint eða óbeint að reyna að stjórna viðkomandi svo hann hætti iðju sinni. Vandinn er sá að þeir sem eiga við alkóhólisma að stríða þurfa að finna það hjá sjálfum sér að vilja hætta og í mörgum tilvikum hefur það neikvæð áhrif þegar aðstandendur eru að ýta á eftir því. Best er því fyrir þig að hlúa að sjálfri þér, gera það sem þú getur til þess að láta þér líða betur. Það getur þú gert með því að fara á aðstandendanámskeið hjá SÁÁ og 12 spora fundi á borð við Al-anon til þess að eiga samskipti við aðra í svipuðum aðstæðum. Einnig er gott að leita til ráðgjafa sem hafa þekkingu á alkóhólisma og meðvirkni. Ef sonur þinn veit að þú ert ekki að dæma hann, ert til staðar ef hann leitar til þín og vill vinna á vandanum, þá er það besta sem þú getur veitt honum. Hann þarf svo sjálfur að taka ábyrgð á sínum vanda og vonandi finnur hann fyrr en síðar viljann sem þarf til að takast á við áfengislöngunina.

Gangi þér allt í haginn.

Með bestu kveðju, 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

mbl.is

10 leiðir til að missa kærastann á 10 dögum

09:40 Sambönd eru áhugaverð. Við fæðumst inn í lífið með þann eina hæfileika að elska og vera elskuð. En einhversstaðar á leiðinni töpum við sum okkar hæfni okkar og förum út af veginum Meira »

6 reglur frá næringarþjálfara stjarnanna

07:00 Jennifer Lopez og Reese Witherspoon fara eftir ráðum næringarþjálfarans Haylie Pomroy. Pomroy segir góð efnaskipti ekki vera góðum genum að þakka. Meira »

Sögðu já þrátt fyrir ungan aldur

Í gær, 23:59 Stjörnurnar í Hollywood bíða ekki fram yfir þrítugt með það að gifta sig enda líklegt að þær hafi náð toppnum og keypt sér nokkur hús fyrir þann aldur. Meira »

Tók dótturina fram yfir landsliðið

Í gær, 21:00 Björgólfur Takefusa ætlar að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu í HM svítu á veitingastaðnum El Santo á Hverfisgötu. Hann horfði á Argentínuleikinn með öðru auganu enda á hann þriggja ára dóttur. Meira »

Eiginmaðurinn lét hana henda 250 skópörum

Í gær, 18:00 Kim Kardashian grét þegar eiginmaður hennar hreinsaði út úr skápunum hennar en Kanye West tilkynnti henni að hún væri með hræðilegan smekk þegar þau byrjuðu saman. Meira »

Endurgreiða hjálpartækin ef „við“ vinnum

Í gær, 15:08 Þorvaldur Steinþórsson eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Adam og Eva er með svolítið öðruvísi tilboð í tilefni af leik Íslands og Nígeríu sem fram fer á morgun á HM. Viðskiptavinir sem kaupa vörur í dag og á morgun fá þær endurgreiddar ef Ísland vinnur Nígeríu. Meira »

Hótelið er einnig bílaverkstæði fyrir Lödur

Í gær, 14:07 Mörtu Jóhannesdóttur hafði lengi dreymt um að fara til Rússlands og þegar þetta tækifæri kom ákváðu þau að láta drauminn rætast. Hún upplifði mikið ævintýri þegar þau bókuðu sig inn á hótelið sem reyndist líka vera bílaverkstæði fyrir gamlar Lödur. Meira »

Drottningin í silfurlituðum skóm

Í gær, 11:00 Elísabet önnur Englandsdrottning klæddist silfurlituðum skóm á Order of the Garter á mánudaginn. Drottningin klæðist venjulega svörtum hælaskóm nema á þessum árlega viðburði. Meira »

Þorði varla að horfa á leikinn

í gær María Ósk Skúladóttir er trúlofuð Jóni Daða Böðvarssyni, liðsmanni íslenska landsliðsins í fótbolta. María Ósk er 24 ára og stundar fjarám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Auk þess bloggar hún á belle.is ásamt nokkrum stelpum. Meira »

H&M x Love Stories hanna undirfatalínu

í fyrradag Ný undirfatalína H&M; x Love Stories kemur í verslanir á Íslandi í ágúst. Þetta er fyrsta undirfatahönnuðarsamstarf H&M.;  Meira »

Hlébarðamynstrið kemur sterkt inn aftur

í fyrradag Hlébarðamynstur virðist vera komið aftur í tísku en margar stjörnur í Hollywood hafa skartað kjólum með mynstrinu upp á síðkastið. Meira »

Einföld og frískleg sumarförðun

í fyrradag Með hækkandi sól leitum við gjarnan í léttari förðunarvörur og bjartari liti.  Meira »

Viltu nota keppnis góða vörn?

í fyrradag Daily UV FACE MOUSSE var valin besta sólvaran á andlitið árið 2018. Þetta eru alþjóðleg verðlaun óháðra sérfræðinga frá London, New York og Sydney. Alls 600 snyrtivörumerki tóku þátt í þessari keppni, sem ekki er hægt að styrkja, um bestu sólvöruna. Meira »

Stökk á tækifærið og flutti til Emils og Ásu

í fyrradag Steinunn Ýr Hilmarsdóttir hefur verið au-pair hjá landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni og eiginkonu hans Ásu Reginsdóttur í tvö ár. Steinunn Ýr segir að HM hafi verið í undirmeðvitundinni síðustu mánuði fyir HM í knattspyrnu. Meira »

Er píkugufa stjarnanna málið?

20.6. Chrissy Teigen og Gwyneth Paltrow eru meðal þeirra sem prófað hafa píkugufu. Kvensjúkdómalæknir efast um ágæti gufunnar og segir píkuna búa yfir sjálfshreinsibúnaði. Meira »

Ertu fyrirliðinn í rúminu?

20.6. „Ég ræði oft við pör um fyrirliðahlutverk í parsambandi og hversu mikið er undir ef hann er ekki inni á vellinum. Þá verður parið oftar en ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn.“ Meira »

Goddur lét sig ekki vanta

19.6. Þjóðleikhúsið iðaði af lífi og fjöri þegar Stríð eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson var frumsýnt.   Meira »

Eiginkonur landsliðsmanna á hörkuæfingu

19.6. Eiginkonur landsliðsmanna eru staddar í Moskvu. Í morgun tóku þær á því í ræktinni undir stjórn Kristbjargar Jónasdóttur.   Meira »

10 heitustu leikmennirnir á HM

19.6. Þetta eru heitustu leikmennirnir á heimsmeistarmótinu í fótbolta 2018.   Meira »

Sumarveisla í boði McCartney í Mílanó

19.6. Stella McCartney hélt fallega garðveislu í Mílanó til að sýna sumarlínu tískuhússins fyrir árið 2019.  Meira »

Elstu systkinin gáfuðust

19.6. Yngsta systkinið er kannski það frekasta en það elsta er gáfaðasta. Ástæðan er ekki sú að öll góðu genin klárist í byrjun heldur er frekar foreldrunum um að kenna. Meira »