Að vinna sig frá meðvirkni

Anna Sigríður Pálsdóttir.
Anna Sigríður Pálsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannsson

Á námskeiði Önnu Sigríðar Pálsdóttur í Skálholti er farið í saumana á orsökum og afleiðingum meðvirkni, og hvernig stuðla má að heilbrigðari samskiptum einstaklinga innan og utan fjölskyldunnar.

Meðvirkni er undarlegt og torskilið fyrirbæri.

„Fólk spyr mig oft hvort það að vera hjálpsamur og góðviljaður í garð annarra sé meðvirkni,“ segir sr. Anna Sigríður Pálsdóttir.

„Það er það alls ekki, munurinn á góðvild og meðvirkni liggur fyrst og fremst í líðan gerandans. Ef við gerum mikið fyrir aðra og klárum við það okkar eigin andlegu innistæðu, þá finnum fyrir vonbrigðum með viðbrögð þeirra sem við viljum hjálpa. Enginn skilur okkur eða gerir neitt fyrir okkur á móti. Við finnum fyrir líkamlegum og andlegum einkennum á borð við spennu, vanlíðan, áhyggjur, svefnleysi, líður almennt illa og einangrum okkur félagslega. Er þá líklegt að hegðun okkar eigi meira skylt við meðvirkni en góðmennsku. Ef við hinsveg hugum vel um okkur sjálf, mætum og uppfyllum okkar eigin þörfum, þá gefur við af gnægð okkar og væntum einskis til baka.“

Anna starfaði um langt árabil sem prestur, fyrst í Grafarvogskirkju, og síðustu sjö árin í Dómkirkjunni. Áður en hún varð prestur var hún rágjafi aðstandenda áfengis og vímuefnaneytenda, bæði hérlendis og í Svíþjóð. Þar hefur hún reglulega haldið meðvirkninámskeið, eins og það sem haldið er í Skálholti, þar sem fólki er hjálpað að ná tökum á meðvirknivandanum. Námskeiðið í Skálholti er haldið í samstarfi við Lausnina og geta áhugasamir skráð sig bæði á Lausnin.is og á Skálholt.is.

Meðvirk af ýmsum ástæðum

Að sögn Önnu var það fyrst í tengslum við meðferð á fólki með áfengis- og fíkniefnavanda að sérfræðingar tóku að átta sig á að öll fjölskyldan bregst við fíkninni á óheilbrigðan hátt, og reynir að hafa áhrif á þann sem er í neyslu með leiðum sem að jafnvel auðvelda fíklinum að halda uppteknum hætti. Þar var farið að aðstoða aðstandendur við það að þekkja meðvirkni og veita þeim aðstoð við að láta af meðvirkni.

Anna segir að síðar hafi komið í ljós meðvirkni sé alls ekki bundin við fjölskyldur og vini fólks sem glímir við fíkn. Meðvirkni geti t.d. komið fram hjá aðstandendum langveikra, og í kringum fólk sem kljáist við vandamál af ýmsum toga. Meðvirkni getur líka komið fram þó ekkert bjáti á, og einfaldlega verið vegna slæms hegðunar- og fjölskyldumynsturs sem kemst á með tímanum:

„Jafnvel í fjölskyldum þar sem allir eru vel meinandi, og allir vilja hvorum öðrum hið besta, þá geta hlutirnir verið í ólagi,“ segir Anna og bætir við að oft sé grunnurinn að meðvirkni lagður á meðan við erum börn. „Mörg börn læra einfaldlega ekki að hugsa nógu vel um sjálf sig, eða að þekkja þarfir sínar. Til dæmis getur rót vandans legið í því að það verða hlutverkaskipti í fjölskyldunni; börnin verða fullorðin allt of ung, taka á sig ábyrgð sem þau valda ekki og ganga jafnvel foreldum sínum í vina eða foreldrastað. Það verður til þess að þau læra að setja þarfir annarra fram fyrir síðar. Margir læra það líka að tala ekki um tilfinningar, fela ástand á heimilinu og minnast ekki á ákveðin leyndarmál. Á mínum uppvaxtarárum, í minni fallegu og kærleiksríku fjölskylda var ýmislegt sem ekki var talað um og margt sem var ekki kennt.“

Eina heilbrigða manneskjan

Anna bendir á að meðvirknin sé svo lúmsk að fólk eigi í miklum erfiðleikum með að uppgötva, og viðurkenna fyrir sjálfu sér að það sé meðvirkt. „Meðvirkir einstaklingar líta oft á sig sem einu heilbrigðu manneskjurnar í sínu nærumhverfi og finnst jafnvel að allir aðrir hefðu meira gagn af að fara á meðvirkninámskeið. Enda er þetta iðulega fólk sem stendur sig ákaflega vel, er alltaf til staðar, og reiðubúið að fórna sjálfu sér fyrir aðra án þess að fá nokkuð í staðinn. Það er oft ekki fyrr en þau sjá eigin upplifun í frásögnum annars fólks sem líður fyrir meðvirkni, að vandinn verður þeim ljós. Sagt er að þeir sem fórna sér á þennan hátt sjái, á dauðastund sinni, líf annarra líða hjá sem kvikmynd, ekki sitt eigið. Það hefur gleymt að lifa sínu lífi.“

Námskeiðið í Skálholti varir í fimm daga og er það hluti af meðferðinni að gefa þátttakendum færi á að aftengjast amstri og skyldum hversdagslífsins í svona langan tíma. Með því gefst þeim ráðrúm til að huga að eigin líðan og hamingju.

„Allir hafa sitt eigið herbergi og geta dregið sig þar í hlé ef þess þarf,“ útskýrir Anna. „Við höldum tvær fræðslustundir á dag þar sem farið er yfir birtingarmyndir og áhrif meðvirkni, og hvernig hún hefur áhrif á heilsu okkar og daglegt líf. Margir kannast við sjálfa sig í þessum fyrirlestrum, og í hópsamræðum sem haldnar eru tvisvar á dag þar sem er farið yfir efni fræðslustundanna og reynslu þátttakenda.“

Að vinna bug á meðvirkni getur verið flókið verkefni og sjaldan leyst eins og hendi sé veifað. Anna segir námskeiðið í Skálholti yfirleitt bara fyrsta skrefið. „Eftir námskeiðið hittast þátttakendur vikulega, fjórar vikur í röð, og ræða þar um daglegt líf sitt og þær breytingar sem hafa vonandi átt sér stað. Aðstæður fólks eru mismunandi, bakland þeirra einnig, og sumum finnst of lítið hafa breyst á meðan aðrir óttast að of miklu hafi verið breytt. Margir kjósa síðan að hitta meðlimi hópsins áfram af og til, og hjálpa hver öðrum að vinna að betri líðan í einkalífi og starfi.“ 

Stórglæsileg en í fokdýrum kjólum

18:00 Meghan klæddist tveimur kjólum í dag, föstudag, en samanlagt er kostnaðurinn við kjólana á við ein mánaðarlaun. Þó líklega ekki á við mánaðarlaun Harrys. Meira »

Mireya sýnir í Los Angeles

15:00 Mireya Samper flakkar um heiminn í tengslum við listsköpun sína en hún mun sýna verk sín á nýrri vinnustofu arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi sjónvarpsþáttum

12:00 Það var líf og fjör í Bíó Paradís þegar sjónvarpsþáttunum Líf kviknar var fagnað en þeir lentu í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Meira »

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

09:00 Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

06:00 „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

00:30 Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

Í gær, 21:00 Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

í gær Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

í gær Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

í gær Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

í gær Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

í gær Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

í fyrradag Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

í fyrradag Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

17.10. Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

17.10. Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

17.10. Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

17.10. Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

17.10. Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

16.10. Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

16.10. Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »