Að vinna sig frá meðvirkni

Anna Sigríður Pálsdóttir.
Anna Sigríður Pálsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannsson

Á námskeiði Önnu Sigríðar Pálsdóttur í Skálholti er farið í saumana á orsökum og afleiðingum meðvirkni, og hvernig stuðla má að heilbrigðari samskiptum einstaklinga innan og utan fjölskyldunnar.

Meðvirkni er undarlegt og torskilið fyrirbæri.

„Fólk spyr mig oft hvort það að vera hjálpsamur og góðviljaður í garð annarra sé meðvirkni,“ segir sr. Anna Sigríður Pálsdóttir.

„Það er það alls ekki, munurinn á góðvild og meðvirkni liggur fyrst og fremst í líðan gerandans. Ef við gerum mikið fyrir aðra og klárum við það okkar eigin andlegu innistæðu, þá finnum fyrir vonbrigðum með viðbrögð þeirra sem við viljum hjálpa. Enginn skilur okkur eða gerir neitt fyrir okkur á móti. Við finnum fyrir líkamlegum og andlegum einkennum á borð við spennu, vanlíðan, áhyggjur, svefnleysi, líður almennt illa og einangrum okkur félagslega. Er þá líklegt að hegðun okkar eigi meira skylt við meðvirkni en góðmennsku. Ef við hinsveg hugum vel um okkur sjálf, mætum og uppfyllum okkar eigin þörfum, þá gefur við af gnægð okkar og væntum einskis til baka.“

Anna starfaði um langt árabil sem prestur, fyrst í Grafarvogskirkju, og síðustu sjö árin í Dómkirkjunni. Áður en hún varð prestur var hún rágjafi aðstandenda áfengis og vímuefnaneytenda, bæði hérlendis og í Svíþjóð. Þar hefur hún reglulega haldið meðvirkninámskeið, eins og það sem haldið er í Skálholti, þar sem fólki er hjálpað að ná tökum á meðvirknivandanum. Námskeiðið í Skálholti er haldið í samstarfi við Lausnina og geta áhugasamir skráð sig bæði á Lausnin.is og á Skálholt.is.

Meðvirk af ýmsum ástæðum

Að sögn Önnu var það fyrst í tengslum við meðferð á fólki með áfengis- og fíkniefnavanda að sérfræðingar tóku að átta sig á að öll fjölskyldan bregst við fíkninni á óheilbrigðan hátt, og reynir að hafa áhrif á þann sem er í neyslu með leiðum sem að jafnvel auðvelda fíklinum að halda uppteknum hætti. Þar var farið að aðstoða aðstandendur við það að þekkja meðvirkni og veita þeim aðstoð við að láta af meðvirkni.

Anna segir að síðar hafi komið í ljós meðvirkni sé alls ekki bundin við fjölskyldur og vini fólks sem glímir við fíkn. Meðvirkni geti t.d. komið fram hjá aðstandendum langveikra, og í kringum fólk sem kljáist við vandamál af ýmsum toga. Meðvirkni getur líka komið fram þó ekkert bjáti á, og einfaldlega verið vegna slæms hegðunar- og fjölskyldumynsturs sem kemst á með tímanum:

„Jafnvel í fjölskyldum þar sem allir eru vel meinandi, og allir vilja hvorum öðrum hið besta, þá geta hlutirnir verið í ólagi,“ segir Anna og bætir við að oft sé grunnurinn að meðvirkni lagður á meðan við erum börn. „Mörg börn læra einfaldlega ekki að hugsa nógu vel um sjálf sig, eða að þekkja þarfir sínar. Til dæmis getur rót vandans legið í því að það verða hlutverkaskipti í fjölskyldunni; börnin verða fullorðin allt of ung, taka á sig ábyrgð sem þau valda ekki og ganga jafnvel foreldum sínum í vina eða foreldrastað. Það verður til þess að þau læra að setja þarfir annarra fram fyrir síðar. Margir læra það líka að tala ekki um tilfinningar, fela ástand á heimilinu og minnast ekki á ákveðin leyndarmál. Á mínum uppvaxtarárum, í minni fallegu og kærleiksríku fjölskylda var ýmislegt sem ekki var talað um og margt sem var ekki kennt.“

Eina heilbrigða manneskjan

Anna bendir á að meðvirknin sé svo lúmsk að fólk eigi í miklum erfiðleikum með að uppgötva, og viðurkenna fyrir sjálfu sér að það sé meðvirkt. „Meðvirkir einstaklingar líta oft á sig sem einu heilbrigðu manneskjurnar í sínu nærumhverfi og finnst jafnvel að allir aðrir hefðu meira gagn af að fara á meðvirkninámskeið. Enda er þetta iðulega fólk sem stendur sig ákaflega vel, er alltaf til staðar, og reiðubúið að fórna sjálfu sér fyrir aðra án þess að fá nokkuð í staðinn. Það er oft ekki fyrr en þau sjá eigin upplifun í frásögnum annars fólks sem líður fyrir meðvirkni, að vandinn verður þeim ljós. Sagt er að þeir sem fórna sér á þennan hátt sjái, á dauðastund sinni, líf annarra líða hjá sem kvikmynd, ekki sitt eigið. Það hefur gleymt að lifa sínu lífi.“

Námskeiðið í Skálholti varir í fimm daga og er það hluti af meðferðinni að gefa þátttakendum færi á að aftengjast amstri og skyldum hversdagslífsins í svona langan tíma. Með því gefst þeim ráðrúm til að huga að eigin líðan og hamingju.

„Allir hafa sitt eigið herbergi og geta dregið sig þar í hlé ef þess þarf,“ útskýrir Anna. „Við höldum tvær fræðslustundir á dag þar sem farið er yfir birtingarmyndir og áhrif meðvirkni, og hvernig hún hefur áhrif á heilsu okkar og daglegt líf. Margir kannast við sjálfa sig í þessum fyrirlestrum, og í hópsamræðum sem haldnar eru tvisvar á dag þar sem er farið yfir efni fræðslustundanna og reynslu þátttakenda.“

Að vinna bug á meðvirkni getur verið flókið verkefni og sjaldan leyst eins og hendi sé veifað. Anna segir námskeiðið í Skálholti yfirleitt bara fyrsta skrefið. „Eftir námskeiðið hittast þátttakendur vikulega, fjórar vikur í röð, og ræða þar um daglegt líf sitt og þær breytingar sem hafa vonandi átt sér stað. Aðstæður fólks eru mismunandi, bakland þeirra einnig, og sumum finnst of lítið hafa breyst á meðan aðrir óttast að of miklu hafi verið breytt. Margir kjósa síðan að hitta meðlimi hópsins áfram af og til, og hjálpa hver öðrum að vinna að betri líðan í einkalífi og starfi.“ 

Góð ráð til þess að ferðast létt

06:00 Það getur verið þægilegt að ferðast aðeins með eina tösku, en það getur einnig verið vandasamt. Hér eru nokkur ráð til að ferðast léttar og gera ferðalagið bærilegra. Meira »

Þú laðar til þín fólk með svipaða orku

Í gær, 23:59 Deidre lenti í því að Mac sem hún var að skipuleggja giftingu með sendir henni textaskilaboð um að sambandinu sé lokið. Átta tímum seinna er hann fluttur út. Monica Parikh fer yfir málin og útskýrir hvað fór úr skorðum. Þetta er lokagreinin um málið. Meira »

Missti oft tökin á sumrin

Í gær, 21:00 Sara Barðdal hvetur fólk til þess að setja heilsuna og hreyfinguna í forgang, og njóta þannig alls þess besta sem sumarið hefur upp á að bjóða. Meira »

Hóf ferilinn sem stílisti stjarnanna

Í gær, 18:00 Á sumrin er gaman að fara í kjóla og setja við þá stóra fallega fylgihluti. Rachel Zoe kann að stílisera og hanna í anda áttunda áratugarins. Meira »

Segir hárgreiðsluna fara öllum konum vel

Í gær, 15:00 Hárgreiðslumaður Beyoncé, Neal Farinah, hefur greitt söngkonunni í 13 ár og er með á hreinu hvað sé málið í sumar.   Meira »

Brjóstanudd bætir lífsorkuna

Í gær, 12:45 „Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda.“ Meira »

25 kíló farin og miklu hressari

Í gær, 09:45 Hafdís Þóra Hafþórsdóttir ákvað að taka lífstilinn í gegn eftir að hún tók þátt í furðufatahlaupi í fyrra með syni sínum.   Meira »

Þetta eiga þau ríku sameiginlegt

í gær Ríkt fólk á það sameiginlegt að venja sig á ákveðinn lífstíl. Þeir sem njóta ekki jafnmikillar fjárhagslegrar gæfu eiga þó líka sitthvað sameiginlegt. Meira »

Stóru leyndarmálin

í fyrradag Þvert á það sem margir telja sýna rannsóknir að konur missa áhuga á einkvæni fyrr en karlar, samkvæmt sambands- og kynlífsráðgjafanum Esther Perel. Hún segir jafnframt stóra leyndarmálið vera það að konur eru sjálfhverfari en karlar þegar kemur að kynlífi. Meira »

5 vanmetin atriði sem geta bundið enda á samband

í fyrradag Dr. Terri Orbuch hjónabandsráðgjafi segir þessi einföldu atriði í okkar daglega lífi geta haft mikil áhrif á hjónabönd og sambönd og að lokum bundið enda á þau. Meira »

Sálfræðileg áhrif lita

í fyrradag Þegar kemur að því að velja liti inn á heimilið er gott að vera búin/búinn að lesa þessa grein. Þú velur þér rauðan lit ef þú vilt keyra upp orkuna en grænan ef þú vilt róa fólkið á heimilinu. Meira »

5 ráð fyrir árangursríkan blund

í fyrradag Það er fátt betra en að leggja sig smá, en allt er gott í hófi. Hér eru nokkur viðmið sem gott er að hafa í huga áður en maður fær sér kríu. Meira »

„Viljum verða betri með aldrinum“

í fyrradag Fyrirlesarinn Marianne Williamson býður upp á námskeið þar sem hún kennir konum að eldast í anda þeirrar kraftaverkahugsunar sem hún boðar m.a. í bókum sínum. Hún segir að við búum á tímum þar sem konur eiga ekki að eldast. Það sé ástlaus hugsun. Meira »

Leigðu út húsið og fóru á flakk

í fyrradag Swenson-fjölskyldan lagði land undir fót í október 2017 í 11 mánaða ferðalag um heiminn. Þau hafa ferðast um Asíu, Eyjaálfu og Afríku og eru nú í Finnlandi. Meira »

Þjálfari Kate Hudson leysir frá skjóðunni

15.7. Þjálfari Kate Hudson lætur hana ekki bara standa fyrir framan spegil og lyfta lóðum, hann lætur hana dansa í leiðinni.   Meira »

Sex stellingar fyrir sumarið

14.7. Sumurin eru tilvalin til þess að breyta til í svefnherberginu enda margir eflaust ágætlega hressir eftir D-vítamínsprautuna á Spáni eða Atlavík. Meira »

Níu spurningar sem leiða að dýpri tengingu

14.7. Hér eru nokkrar spurningar sem geta hjálpað pörum og hjónum að dýpka samtölin sín.   Meira »

Ómissandi í ferðalagið

14.7. Pathport er ný þjónusta á ferðalögum þar sem þú getur keypt þér kort í símann af áhugaverðustu stöðum í fjölmörgum borgum.   Meira »

Heitasta sumartrendið

14.7. Gallaskyrtur og gallafatnaður eru heitasta sumartrendið í sumar. Gallafatnaður hefur reyndar verið vinsæll lengi, en sumarið er tíminn þegar maður getur notað fatnaðinn í garðinum, úti á strönd og heima fyrir. Meira »

Farðar sig sjálf fyrir konunglega viðburði

14.7. Hertogaynjan Meghan Markle hefur farðað sig sjálf fyrir síðustu viðburði. Förðunarfræðingurinn sem farðaði hana fyrir brúðkaupsdaginn hrósaði henni fyrir góða útkomu. Meira »

Starfar hjá einu þekktasta tískuhúsi í heimi

14.7. Assa Karlsdóttir er 24 ára Íslendingur sem vinnur hjá Saint Laurent í París. Hún segir starf sitt mjög skemmtilegt og gefandi, en einnig krefjandi. Meira »