Að vinna sig frá meðvirkni

Anna Sigríður Pálsdóttir.
Anna Sigríður Pálsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannsson

Á námskeiði Önnu Sigríðar Pálsdóttur í Skálholti er farið í saumana á orsökum og afleiðingum meðvirkni, og hvernig stuðla má að heilbrigðari samskiptum einstaklinga innan og utan fjölskyldunnar.

Meðvirkni er undarlegt og torskilið fyrirbæri.

„Fólk spyr mig oft hvort það að vera hjálpsamur og góðviljaður í garð annarra sé meðvirkni,“ segir sr. Anna Sigríður Pálsdóttir.

„Það er það alls ekki, munurinn á góðvild og meðvirkni liggur fyrst og fremst í líðan gerandans. Ef við gerum mikið fyrir aðra og klárum við það okkar eigin andlegu innistæðu, þá finnum fyrir vonbrigðum með viðbrögð þeirra sem við viljum hjálpa. Enginn skilur okkur eða gerir neitt fyrir okkur á móti. Við finnum fyrir líkamlegum og andlegum einkennum á borð við spennu, vanlíðan, áhyggjur, svefnleysi, líður almennt illa og einangrum okkur félagslega. Er þá líklegt að hegðun okkar eigi meira skylt við meðvirkni en góðmennsku. Ef við hinsveg hugum vel um okkur sjálf, mætum og uppfyllum okkar eigin þörfum, þá gefur við af gnægð okkar og væntum einskis til baka.“

Anna starfaði um langt árabil sem prestur, fyrst í Grafarvogskirkju, og síðustu sjö árin í Dómkirkjunni. Áður en hún varð prestur var hún rágjafi aðstandenda áfengis og vímuefnaneytenda, bæði hérlendis og í Svíþjóð. Þar hefur hún reglulega haldið meðvirkninámskeið, eins og það sem haldið er í Skálholti, þar sem fólki er hjálpað að ná tökum á meðvirknivandanum. Námskeiðið í Skálholti er haldið í samstarfi við Lausnina og geta áhugasamir skráð sig bæði á Lausnin.is og á Skálholt.is.

Meðvirk af ýmsum ástæðum

Að sögn Önnu var það fyrst í tengslum við meðferð á fólki með áfengis- og fíkniefnavanda að sérfræðingar tóku að átta sig á að öll fjölskyldan bregst við fíkninni á óheilbrigðan hátt, og reynir að hafa áhrif á þann sem er í neyslu með leiðum sem að jafnvel auðvelda fíklinum að halda uppteknum hætti. Þar var farið að aðstoða aðstandendur við það að þekkja meðvirkni og veita þeim aðstoð við að láta af meðvirkni.

Anna segir að síðar hafi komið í ljós meðvirkni sé alls ekki bundin við fjölskyldur og vini fólks sem glímir við fíkn. Meðvirkni geti t.d. komið fram hjá aðstandendum langveikra, og í kringum fólk sem kljáist við vandamál af ýmsum toga. Meðvirkni getur líka komið fram þó ekkert bjáti á, og einfaldlega verið vegna slæms hegðunar- og fjölskyldumynsturs sem kemst á með tímanum:

„Jafnvel í fjölskyldum þar sem allir eru vel meinandi, og allir vilja hvorum öðrum hið besta, þá geta hlutirnir verið í ólagi,“ segir Anna og bætir við að oft sé grunnurinn að meðvirkni lagður á meðan við erum börn. „Mörg börn læra einfaldlega ekki að hugsa nógu vel um sjálf sig, eða að þekkja þarfir sínar. Til dæmis getur rót vandans legið í því að það verða hlutverkaskipti í fjölskyldunni; börnin verða fullorðin allt of ung, taka á sig ábyrgð sem þau valda ekki og ganga jafnvel foreldum sínum í vina eða foreldrastað. Það verður til þess að þau læra að setja þarfir annarra fram fyrir síðar. Margir læra það líka að tala ekki um tilfinningar, fela ástand á heimilinu og minnast ekki á ákveðin leyndarmál. Á mínum uppvaxtarárum, í minni fallegu og kærleiksríku fjölskylda var ýmislegt sem ekki var talað um og margt sem var ekki kennt.“

Eina heilbrigða manneskjan

Anna bendir á að meðvirknin sé svo lúmsk að fólk eigi í miklum erfiðleikum með að uppgötva, og viðurkenna fyrir sjálfu sér að það sé meðvirkt. „Meðvirkir einstaklingar líta oft á sig sem einu heilbrigðu manneskjurnar í sínu nærumhverfi og finnst jafnvel að allir aðrir hefðu meira gagn af að fara á meðvirkninámskeið. Enda er þetta iðulega fólk sem stendur sig ákaflega vel, er alltaf til staðar, og reiðubúið að fórna sjálfu sér fyrir aðra án þess að fá nokkuð í staðinn. Það er oft ekki fyrr en þau sjá eigin upplifun í frásögnum annars fólks sem líður fyrir meðvirkni, að vandinn verður þeim ljós. Sagt er að þeir sem fórna sér á þennan hátt sjái, á dauðastund sinni, líf annarra líða hjá sem kvikmynd, ekki sitt eigið. Það hefur gleymt að lifa sínu lífi.“

Námskeiðið í Skálholti varir í fimm daga og er það hluti af meðferðinni að gefa þátttakendum færi á að aftengjast amstri og skyldum hversdagslífsins í svona langan tíma. Með því gefst þeim ráðrúm til að huga að eigin líðan og hamingju.

„Allir hafa sitt eigið herbergi og geta dregið sig þar í hlé ef þess þarf,“ útskýrir Anna. „Við höldum tvær fræðslustundir á dag þar sem farið er yfir birtingarmyndir og áhrif meðvirkni, og hvernig hún hefur áhrif á heilsu okkar og daglegt líf. Margir kannast við sjálfa sig í þessum fyrirlestrum, og í hópsamræðum sem haldnar eru tvisvar á dag þar sem er farið yfir efni fræðslustundanna og reynslu þátttakenda.“

Að vinna bug á meðvirkni getur verið flókið verkefni og sjaldan leyst eins og hendi sé veifað. Anna segir námskeiðið í Skálholti yfirleitt bara fyrsta skrefið. „Eftir námskeiðið hittast þátttakendur vikulega, fjórar vikur í röð, og ræða þar um daglegt líf sitt og þær breytingar sem hafa vonandi átt sér stað. Aðstæður fólks eru mismunandi, bakland þeirra einnig, og sumum finnst of lítið hafa breyst á meðan aðrir óttast að of miklu hafi verið breytt. Margir kjósa síðan að hitta meðlimi hópsins áfram af og til, og hjálpa hver öðrum að vinna að betri líðan í einkalífi og starfi.“ 

„Ég er mjög skipulögð heimilistýpa“

10:00 Hildur Björnsdóttir lögfræðingur gerði upp íbúð á ógnarhraða eða á tveimur mánuðum. Stíllinn er heillandi og ber þess merki að hún hafi búið í Lundúnum. Meira »

Ógleymanlegt vetrarbrúðkaup

06:00 Telma Halldórsdóttir er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Eiginmaður hennar Eiríkur Vigfússon sem er efnafræðingur með MBA-gráðu er með ólæknandi áhuga á hjólreiðum að hennar mati og starfar sem verslunarstjóri hjá GÁP. Meira »

Litríkt og lifandi heimili Cöru Delevingne

Í gær, 23:43 Fyrirsætan Caru Delevingne er bara 25 ára en það er enginn byrjendabragur á heimili hennar í Vestur-London. Heimilið öskrar á skemmtun en mikið er um liti og skemmtilega muni. Meira »

„Ég er í besta formi lífs míns“

í gær Ellý Ármannsdóttir er orðin leikfimikennari og ætlar að hjálpa fólki að koma sér í toppform í Reebok Fitness.   Meira »

7 ráð til þess að fá sítt hár í sumar

í gær Það skiptir ekki bara máli að fara í klippingu reglulega til þess að viðhalda heilbrigðu og fallegu hári. Rétt mataræði og smá höfuðnudd getur einnig hjálpað til Meira »

Forsetafrúrnar skörtuðu sínu allra fínasta

í gær Brigitte Macron gaf Melaniu Trump ekkert eftir í klæðaburði þegar frönsku forsetahjónin heimsóttu þau bandarísku í vikunni. Frönsk tíska var í hávegum höfð og voru þær afar glæsilegar báðar tvær á hátíðlegum kvöldverði í Hvíta húsinu á þriðjudag. Meira »

Farsælt fólk á þetta sameiginlegt

í gær Það nær enginn árangri með því að sitja á sundlaugarbakkanum og drekka kokteila allan daginn. Að vakna snemma, lesa sér til gagns og sofa nóg er meðal þess sem farsælt fólk á sameiginlegt. Meira »

Sigmundur Davíð með nýtt útlit

í gær Skeggtískan er að ná nýjum hæðum þessa dagana og virðast nú öll vígi vera fallin þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur nú þegar hoppað á vagninn og er kominn með alskegg. Meira »

Morgunrútína Oliviu Wilde

í gær Leikkonan Olivia Wilde var ekki mikil morgunmanneskja áður fyrr. Nú er hún tveggja barna móðir og vaknar ekki við vekjaraklukku. Meira »

Ráð frá sambandsgúrú Gwyneth Paltrow

í fyrradag Katherine Woodward Thomas er höfundur hugtaksins „conscious uncoupling“ en hugtakið vísar til aðferðar um hvernig eigi að skilja á farsælan hátt. Gwyneth Paltrow og Chris Martin eru þekkt fyrir að hafa farið eftir ráðum hennar. Meira »

Saga um bata við lífshættulegri röskun!

24.4. „Næstu 4 mánuði átti ég að ímynda mér að vera í gipsi á báðum fótum upp að mitti og haga mér samkvæmt því! Settur í bómull. Öll erfið samskipti t.d. við fyrri sambýliskonu voru tekin yfir af öðrum. Átti að forðast staði, fólk og allt sem gæti valdið streitu og triggerað ofsakvíðakast. Markmið næstu 4 mánaða var að byggja upp orku til að taka næsta skref,“ segir Einar Áskelsson. Meira »

Sarah Jessica Parker hannar brúðarkjóla

24.4. Tískudrottningin Sarah Jessica Parker sendi frá sér brúðarlínu en ef einhver þekkir brúðarkjóla þá er það vinkona hennar, Carrie Bradshaw. Meira »

Ekki eyðileggja jörðina með hreinsiefnum

24.4. Heilsan og umhverfið haldast gjarnan hönd í hönd, því það sem er skaðlegt fyrir jörðina er líka skaðlegt fyrir líkamann. Því er mikilvægt að velja hreinlætisvörur sem innihalda hvorki efni sem eru skaðleg líkamanum við innöndun, né efni sem sem skaða ferskvatn eða sjó með mengandi innihaldsefnum. Meira »

Annað barn á leiðinni

24.4. Tobba færði þáttastjórnendum morgunþáttarins Ísland vaknar gleðifréttir að sjálf ætti hún von á barni ásamt eiginmanni sínum, Karli Sigurðssyni, en fyrir eiga þau þriggja ára dóttur. Ísland vaknar óskar fjölskyldunni innilega til hamingju. Meira »

Heldur sér í formi með ballett

24.4. Leikkonan Kate Mara stundar ballett allt að fimm sinnum í viku. Oftar en ekki sést eiginmaður hennar með henni í tímum.   Meira »

Íslensk kona gefur góð Tinder-ráð

23.4. „Já, ef þú ert kona og ert að leita þér að sambandi þá ættir þú ekki bara að vera með brjóstamyndir eða myndir í þeim dúr. Ef þú sýnir mikið hold gefur þú til kynna að þú sért lauslát og sért ekki með mikla sjálfsvirðingu. Það mætti líka lesa það út úr myndinni að þú sért til í að hoppa upp í rúm með hverjum sem er.“ Meira »

Sambúðin býr til meiri fjölskyldustemningu

24.4. „Ekkert var til í ísskápnum svona á venjulegum degi hjá mömmunni og ekki oft til aukapeningur til að vera með matarboð og slíkt þannig að kannski kann ég betur að meta að eiga heimili aftur en þeir sem hafa ekki þurft að sakna þess.“ Meira »

Borgar sjálfri sér fyrir að æfa

24.4. Máney Dögg Björgvinsdóttir kom sér upp sniðugu hvatakerfi þegar hún var að koma sér af stað í ræktinni eftir barnsburð. Fyrir hverja æfingu fær hún 500 krónur og verðlaunar sig eftir 25 æfingar. Meira »

Maðurinn minn vill að ég sé með öðrum

23.4. „Maki minn til sjö ára vill að ég fari út og stundi kynlíf með öðrum mönnum. Hann langar líka stundum að taka þátt sjálfur. Hann virðist halda að ég vilji þetta og þetta geri mig hamingjusama“ Meira »

Sunneva hitti Jennifer Lopez

23.4. Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Eir Einarsdóttir hitti söng- og leikkonuna Jennifer Lopez um helgina í Las Vegas þar sem Sunneva tók þátt í viðburði með stjörnunni. Meira »