Að vinna sig frá meðvirkni

Anna Sigríður Pálsdóttir.
Anna Sigríður Pálsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannsson

Á námskeiði Önnu Sigríðar Pálsdóttur í Skálholti er farið í saumana á orsökum og afleiðingum meðvirkni, og hvernig stuðla má að heilbrigðari samskiptum einstaklinga innan og utan fjölskyldunnar.

Meðvirkni er undarlegt og torskilið fyrirbæri.

„Fólk spyr mig oft hvort það að vera hjálpsamur og góðviljaður í garð annarra sé meðvirkni,“ segir sr. Anna Sigríður Pálsdóttir.

„Það er það alls ekki, munurinn á góðvild og meðvirkni liggur fyrst og fremst í líðan gerandans. Ef við gerum mikið fyrir aðra og klárum við það okkar eigin andlegu innistæðu, þá finnum fyrir vonbrigðum með viðbrögð þeirra sem við viljum hjálpa. Enginn skilur okkur eða gerir neitt fyrir okkur á móti. Við finnum fyrir líkamlegum og andlegum einkennum á borð við spennu, vanlíðan, áhyggjur, svefnleysi, líður almennt illa og einangrum okkur félagslega. Er þá líklegt að hegðun okkar eigi meira skylt við meðvirkni en góðmennsku. Ef við hinsveg hugum vel um okkur sjálf, mætum og uppfyllum okkar eigin þörfum, þá gefur við af gnægð okkar og væntum einskis til baka.“

Anna starfaði um langt árabil sem prestur, fyrst í Grafarvogskirkju, og síðustu sjö árin í Dómkirkjunni. Áður en hún varð prestur var hún rágjafi aðstandenda áfengis og vímuefnaneytenda, bæði hérlendis og í Svíþjóð. Þar hefur hún reglulega haldið meðvirkninámskeið, eins og það sem haldið er í Skálholti, þar sem fólki er hjálpað að ná tökum á meðvirknivandanum. Námskeiðið í Skálholti er haldið í samstarfi við Lausnina og geta áhugasamir skráð sig bæði á Lausnin.is og á Skálholt.is.

Meðvirk af ýmsum ástæðum

Að sögn Önnu var það fyrst í tengslum við meðferð á fólki með áfengis- og fíkniefnavanda að sérfræðingar tóku að átta sig á að öll fjölskyldan bregst við fíkninni á óheilbrigðan hátt, og reynir að hafa áhrif á þann sem er í neyslu með leiðum sem að jafnvel auðvelda fíklinum að halda uppteknum hætti. Þar var farið að aðstoða aðstandendur við það að þekkja meðvirkni og veita þeim aðstoð við að láta af meðvirkni.

Anna segir að síðar hafi komið í ljós meðvirkni sé alls ekki bundin við fjölskyldur og vini fólks sem glímir við fíkn. Meðvirkni geti t.d. komið fram hjá aðstandendum langveikra, og í kringum fólk sem kljáist við vandamál af ýmsum toga. Meðvirkni getur líka komið fram þó ekkert bjáti á, og einfaldlega verið vegna slæms hegðunar- og fjölskyldumynsturs sem kemst á með tímanum:

„Jafnvel í fjölskyldum þar sem allir eru vel meinandi, og allir vilja hvorum öðrum hið besta, þá geta hlutirnir verið í ólagi,“ segir Anna og bætir við að oft sé grunnurinn að meðvirkni lagður á meðan við erum börn. „Mörg börn læra einfaldlega ekki að hugsa nógu vel um sjálf sig, eða að þekkja þarfir sínar. Til dæmis getur rót vandans legið í því að það verða hlutverkaskipti í fjölskyldunni; börnin verða fullorðin allt of ung, taka á sig ábyrgð sem þau valda ekki og ganga jafnvel foreldum sínum í vina eða foreldrastað. Það verður til þess að þau læra að setja þarfir annarra fram fyrir síðar. Margir læra það líka að tala ekki um tilfinningar, fela ástand á heimilinu og minnast ekki á ákveðin leyndarmál. Á mínum uppvaxtarárum, í minni fallegu og kærleiksríku fjölskylda var ýmislegt sem ekki var talað um og margt sem var ekki kennt.“

Eina heilbrigða manneskjan

Anna bendir á að meðvirknin sé svo lúmsk að fólk eigi í miklum erfiðleikum með að uppgötva, og viðurkenna fyrir sjálfu sér að það sé meðvirkt. „Meðvirkir einstaklingar líta oft á sig sem einu heilbrigðu manneskjurnar í sínu nærumhverfi og finnst jafnvel að allir aðrir hefðu meira gagn af að fara á meðvirkninámskeið. Enda er þetta iðulega fólk sem stendur sig ákaflega vel, er alltaf til staðar, og reiðubúið að fórna sjálfu sér fyrir aðra án þess að fá nokkuð í staðinn. Það er oft ekki fyrr en þau sjá eigin upplifun í frásögnum annars fólks sem líður fyrir meðvirkni, að vandinn verður þeim ljós. Sagt er að þeir sem fórna sér á þennan hátt sjái, á dauðastund sinni, líf annarra líða hjá sem kvikmynd, ekki sitt eigið. Það hefur gleymt að lifa sínu lífi.“

Námskeiðið í Skálholti varir í fimm daga og er það hluti af meðferðinni að gefa þátttakendum færi á að aftengjast amstri og skyldum hversdagslífsins í svona langan tíma. Með því gefst þeim ráðrúm til að huga að eigin líðan og hamingju.

„Allir hafa sitt eigið herbergi og geta dregið sig þar í hlé ef þess þarf,“ útskýrir Anna. „Við höldum tvær fræðslustundir á dag þar sem farið er yfir birtingarmyndir og áhrif meðvirkni, og hvernig hún hefur áhrif á heilsu okkar og daglegt líf. Margir kannast við sjálfa sig í þessum fyrirlestrum, og í hópsamræðum sem haldnar eru tvisvar á dag þar sem er farið yfir efni fræðslustundanna og reynslu þátttakenda.“

Að vinna bug á meðvirkni getur verið flókið verkefni og sjaldan leyst eins og hendi sé veifað. Anna segir námskeiðið í Skálholti yfirleitt bara fyrsta skrefið. „Eftir námskeiðið hittast þátttakendur vikulega, fjórar vikur í röð, og ræða þar um daglegt líf sitt og þær breytingar sem hafa vonandi átt sér stað. Aðstæður fólks eru mismunandi, bakland þeirra einnig, og sumum finnst of lítið hafa breyst á meðan aðrir óttast að of miklu hafi verið breytt. Margir kjósa síðan að hitta meðlimi hópsins áfram af og til, og hjálpa hver öðrum að vinna að betri líðan í einkalífi og starfi.“ 

6 heimspekingar gefa ráð sem virka

06:00 Forngrísk heimspeki kemur reglulega upp á yfirborðið. Við tókum saman lista um sjö leiðir sem hægt er að fara í anda sjö heimspekinga, til að öðlast meira nærandi og gefandi líf. Meira »

Bæjarstjórahjónin létu sig ekki vanta

Í gær, 23:59 Á þriðja hundrað gestir mættu á O'Learys í Smáralind þegar staðurinn fagnaði formlega opnuninni. Jonas Reinholdsson, eigandi O’Learys-veitingakeðjunnar, mætti og klippti á borða. Meira »

Fimm atriði sem er eðlilegt að rífast um

Í gær, 21:00 Öll pör rífast, líka þau hamingjusömu, hvernig við rífumst er svo annað mál. Rífst þú um eitt af þessum fimm atriðum?  Meira »

Fjórir slæmir ávanar fyrir svefninn

Í gær, 18:00 Það er mikilvægt að huga að húðinni fyrir svefninn, bæði rétt fyrir svefn og þegar við sofum til að koma í veg fyrir öldrun húðarinnar. Það vill enginn breytast í ellikerlingu á einni nótt. Meira »

Engu breytt í 60 ár enda ekki ástæða til

Í gær, 15:00 Stórir gluggar, hlaðnir grjótveggir og viður eru áberandi í þessu vel heppnaða og vandaða húsi sem byggt var 1954.  Meira »

Íbúðin líkist helst listaverki

Í gær, 12:00 Við Safamýri í Reykjavík hefur fjölskylda hreiðrað um sig á svo smekklegan hátt að útkoman líkist listaverki. Það er unun að horfa á myndirnar og skoða hvernig hlutum er raðað upp og svo eru sniðugar lausnir í hverju horni. Meira »

Allir með á þorrablóti Stjörnunnar

í gær Íþróttafélagið Stjarnan er ekki bara gott í því að skora mörk heldur kann félagið að halda góð partí. Þorrablót Stjörnunnar var með glæsilegasta móti en það fór fram í gærkvöldi. Meira »

Eyþór Arnalds með kosningapartí

Í gær, 09:00 Kátínan og gleðin var allsráðandi þegar Eyþór Arnalds opnaði kosningamiðstöð í huggulegum húsakynnum við Laugaveg 3. Eyþór sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í leiðtogaprófkjöri sem haldið verður 27. janúar. Meira »

Wessman framleiðir sitt eigið kampavín

í fyrradag Róbert Wessman forstjóri Alvogen var með sérstaka kynningu í kvöld á Listasafni Reykjavíkur þar sem hann kynnti kampavínið Wessman n. 1 sem hann framleiðir ásamt kærustu sinni. Meira »

Límband og aðahaldnærbuxur undir kjólinn

í fyrradag Fyrirsætan Chrissy Teigen var ekki í neinum venjulegum nærfötum þegar hún klæddist fallegum svörtum síðkjól á dögunum. Galdurinn er að líma niður á sér brjóstin. Meira »

Allir í suðrænni sveiflu við höfnina

í fyrradag Það var kátt við höfnina þegar veitingastaðurinn RIO Reykjavík opnaði með glæsibrag. Boðið var upp á létt smakk af matseðli staðarins og var smakkinu skolað niður með suðrænum og seiðandi drykkjum. Meira »

Í hverjum glæsikjólnum á fætur öðrum

í fyrradag Forsetafrú Íslands, Elisa Reid, hefur verið mjög lekker í opinberri heimsókn forsetaembættisins til Svíþjóðar. Hún tjaldar hverjum kjólnum á fætur öðrum. Smartland sagði frá því að hún hefði klæðst vínrauðum kjól frá By Malene Birger og verið með hálsmen við frá íslenska skartgripamerkinu Aurum. Við kjólinn var hún í húðlituðum sokkabuxum og í húðlituðum skóm. Þessi samsetning heppnaðist afar vel. Meira »

Veisla fyrir öll skilningarvit

í fyrradag Kvikmyndin The Post var frumsýnd í Sambíóunum Kringlunni í gær við góðar viðtökur. Myndin er framúrskarandi á margan hátt og voru frumsýningargestir alsælir. Meira »

Meirihluti borgarfulltrúa býr í 101

í fyrradag Hvar býr fólkið sem stjórnar borginni? Meirihluti þeirra býr á sama blettinum, í nálægð við Ráðhúsið. Laugardalurinn virðist þó heilla líka. Meira »

Sjö ástæður framhjáhalds

18.1. Er hægt að kenna ofdrykkju og ströngum reglum einkvænis um ótryggð? Það liggja margar ástæður fyrir framhjáhaldi.   Meira »

Dóra Takefusa selur slotið

18.1. Dóra Takefusa hefur sett sína heillandi eign á sölu. Hún er í hjarta 101 og afar skemmtilega innréttuð.   Meira »

Jón og Hildur Vala selja Hagamelinn

í fyrradag Tónlistarfólkið Jón Ólafsson og Hildur Vala hafa sett sína fallegu íbúð við Hagamel á sölu. Íbúðin er á efstu hæð með mikilli lofthæð og fallegu útsýni. Meira »

Í ljósbleikri leðurdragt

19.1. Leikkonan Kate Hudson veit að dragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar. Ljósbleika leðurpilsdragtin sem hún klæddist þegar fatahönnuðurinn Stella McCartney kynnti línu sína er merki um það. Meira »

Kynlífshljóð óma um allt hús

18.1. „Hún kemur heim með „kærasta“ og stundar t.d. kynlíf með fullum hljóðum – og oftar en ekki þá eru allir á heimilinu vaknaðir við lætin. Vanalega þá æsum við okkur og bönkum á hurðina og biðjum um hljóð og frið – og það dugir stundum,“ segir íslensk stjúpmóðir sem beindi spurningu til Valdimars Þórs Svavarssonar. Meira »

Stjörnurnar gefa ráð gegn bólum

18.1. Að borða lax á hverjum degi, sleppa ostborgaranum og vera bara alveg sama um bólurnar eru meðal þeirra ráða sem stjörnur á borð við Cameron Diaz, Victoria Beckham og Kendall Jenner hafa þegar kemur að bólum. Meira »