Hélt framhjá með æskuástinni

Maðuinn byrjaði að sofa hjá æskuástinni.
Maðuinn byrjaði að sofa hjá æskuástinni. mbl.is/Thinkstockphotos

Maður sem hélt fram hjá konu sinni leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Kæra Deidre, ég hélt að það væri í lagi fyrir mig að hitta æskuástina aftur þar sem við erum bæði gift, en þegar kom að því þá gátum við ekki haldið okkur frá hvort öðru. 

Ég hitti hana þegar fyrir 18 árum í vinnunni og við gengum heim saman eftir vinnu. Hún var 19 ára og trúlofuð ég var 17 ára og barnalegur. Ég varð ástfanginn af henni og einn daginn kyssti ég hana. Hún svaraði mér og við hófum ástarsamband. Eldri samstarfsfélagi áttaði sig á hvað væri í gangi. Hann sagði að hún myndi aldrei fara frá unnusta sínum svo ég sagði henni ekki hvernig mér leið raunverulega og á endanum giftist hún honum. 

Seinna hitti ég konuna mína. Við höfum verið gift í 15 ár en ég hef aldrei gleymt fyrstu ástinni. Ég hugsaði oft um hana og vonaði að hún hefði það gott og væri hamingjusöm. Hún hafði sambandi við mig á Facebook, við skrifuðumst á og ákváðum að hittast sem við héldum að væri meinlaust þar sem við erum á fertugsaldri og hamingjusamlega gift. Við mættum með myndir af fjölskyldum okkar og töluðum um líf okkar. Við eigum bæði fín heimili, bíla og förum til útlanda í frí.

Við hittumst aftur og fórum í bíltúr. Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin. Hún henti mér út þegar ég játaði. Synir okkar eru 12 og 13 ára. Þegar þeir spurðu um ástæðuna sagði hún þeim hana. 

Ég bý nú með bróður mínum og hitti strákana eins oft og mögulegt er en ég er ekki almennilegur faðir lengur. Kærastan mín segist elska eiginmann sinn en sé ekki ástfangin af honum lengur. Við erum enn að hittast og hún segist vera ástfangin af mér en hún getur ekki farið frá manni sínum þar þau eigi tvö ung börn. Hún er stúlkan sem ég hefði átt að giftast fyrir mörgum árum. Henni líður eins en getur ekki tekið börnin frá föður sínum. 

Eiginkonan var ekki ánægð með manninn sinn.
Eiginkonan var ekki ánægð með manninn sinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir að æskuástin sé að minnsta kosti ekki að gefa honum falskar vonir. Henni líði kannski illa en hún sé að taka ákvörðun. 

Það er líklegt að þetta muni ekki breytast, þú að bíða og vona í nokkur ár, mögulega alla ævi. Segðu henni að þú viljir vera með henni en ef hún geti ekki yfirgefið hjónaband sitt þá munir þú ekki bíða eftir henni og vera leyndarmálið hennar. Hættu í ástarsambandinu. 

Biddu síðan eiginkonu þína um að gefa þér annað tækifæri, fyrir syni ykkar. Hún gæti gert það ef að ástarsambandið er búið. Hittið ráðgjafa sem getur hjálpað þér að átta þig á af hvejru þú er svona fljótur til þess að kasta frá þér því sem hafði verið hamninjusöm fjölskylda fyrir hvað? Spennandi kynlíf? Rómantískan draum? Þú ert á betri stað með að reyna að sannfæra eiginkonu þína um að gefa þér annað tækifæri. 

mbl.is

Frikki Dór setti brúðkaupið í uppnám

12:00 Helena Guðlaugsdóttir og Brynjúlfur Guðmundsson eru að fara gifta sig þann 6. október. Tónleikar í tónlistarmannsins Friðriks Dórs Jónssonar í Kaplakrika settu óvænt strik í reikninginn en sjálf höfðu þau pantað veislusal í húsinu. Meira »

Frægir Íslendingar sem breyttu um stefnu

09:00 Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa öðlast frægð fyrir eitt en haldið svo áfram á allt annarri braut enda aldrei of seint að skipta um starfsvettvang eða skella sér í nýtt nám. Meira »

Missti 15 kíló á þremur mánuðum

06:00 Khloé Kardashian greindi frá því að hún hafi misst 15 kíló síðan hún átti dóttur sína fyrir þremur mánuðum.   Meira »

Heppin með kynlíf á 3 mánaða fresti

Í gær, 23:59 „Jafnvel þó svo að það sé frábært þegar við stundum kynlíf er ég heppin ef eiginmaður minn og ég gerum það einu sinni á þriggja mánaða fresti. Áður fyrr stunduðum við spennandi kynlíf.“ Meira »

Smámunasöm þegar föt eru annars vegar

Í gær, 21:00 Rakel Grímsdóttir hefur flottan og stílhreinan fatastíl. Rakel segist gera miklar kröfur um góð efni og snið og verslar þess vegna sjaldan á netinu. Meira »

Gullfalleg í bláu á bláa dreglinum

Í gær, 18:00 Stjörnurnar mættu að sjálfsögðu í bláum fötum þegar búið var að rúlla út bláa dreglinum í London en tilefnið var frumsýning myndarinnar Mamma Mia 2 Meira »

Hugsum hægar í hita

Í gær, 15:00 Niðurstöður rannsóknar sem skoðaði áhrif hita á vitsmunalega hugsun benda til þess að við hugsum hægar þegar hitinn er hærri. Meira »

Birkir Már ástfanginn upp fyrir haus

í gær Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson virðist vera jafnástfanginn af eiginkonu sinni, Stefaníu Sigurðardóttur, í dag og hann var fyrir níu árum. Meira »

Leigðu engan venjulegan sumarbústað

í gær Keilusalur og hjólabrettapallur er meðal þess sem er að finna í húsi sem hjónin Beyoncé og Jay-Z tóku á leigu eitt sumar fyrir nokkrum árum. Meira »

Góð ráð til þess að ferðast létt

í gær Það getur verið þægilegt að ferðast aðeins með eina tösku, en það getur einnig verið vandasamt. Hér eru nokkur ráð til að ferðast léttar og gera ferðalagið bærilegra. Meira »

Þú laðar til þín fólk með svipaða orku

í fyrradag Deidre lenti í því að Mac sem hún var að skipuleggja giftingu með sendir henni textaskilaboð um að sambandinu sé lokið. Átta tímum seinna er hann fluttur út. Monica Parikh fer yfir málin og útskýrir hvað fór úr skorðum. Þetta er lokagreinin um málið. Meira »

Missti oft tökin á sumrin

í fyrradag Sara Barðdal hvetur fólk til þess að setja heilsuna og hreyfinguna í forgang, og njóta þannig alls þess besta sem sumarið hefur upp á að bjóða. Meira »

Hóf ferilinn sem stílisti stjarnanna

í fyrradag Á sumrin er gaman að fara í kjóla og setja við þá stóra fallega fylgihluti. Rachel Zoe kann að stílisera og hanna í anda áttunda áratugarins. Meira »

Segir hárgreiðsluna fara öllum konum vel

í fyrradag Hárgreiðslumaður Beyoncé, Neal Farinah, hefur greitt söngkonunni í 13 ár og er með á hreinu hvað sé málið í sumar.   Meira »

Brjóstanudd bætir lífsorkuna

16.7. „Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda.“ Meira »

25 kíló farin og miklu hressari

16.7. Hafdís Þóra Hafþórsdóttir ákvað að taka lífstilinn í gegn eftir að hún tók þátt í furðufatahlaupi í fyrra með syni sínum.   Meira »

Þetta eiga þau ríku sameiginlegt

16.7. Ríkt fólk á það sameiginlegt að venja sig á ákveðinn lífstíl. Þeir sem njóta ekki jafnmikillar fjárhagslegrar gæfu eiga þó líka sitthvað sameiginlegt. Meira »

Stóru leyndarmálin

15.7. Þvert á það sem margir telja sýna rannsóknir að konur missa áhuga á einkvæni fyrr en karlar, samkvæmt sambands- og kynlífsráðgjafanum Esther Perel. Hún segir jafnframt stóra leyndarmálið vera það að konur eru sjálfhverfari en karlar þegar kemur að kynlífi. Meira »

5 vanmetin atriði sem geta bundið enda á samband

15.7. Dr. Terri Orbuch hjónabandsráðgjafi segir þessi einföldu atriði í okkar daglega lífi geta haft mikil áhrif á hjónabönd og sambönd og að lokum bundið enda á þau. Meira »

Sálfræðileg áhrif lita

15.7. Þegar kemur að því að velja liti inn á heimilið er gott að vera búin/búinn að lesa þessa grein. Þú velur þér rauðan lit ef þú vilt keyra upp orkuna en grænan ef þú vilt róa fólkið á heimilinu. Meira »

5 ráð fyrir árangursríkan blund

15.7. Það er fátt betra en að leggja sig smá, en allt er gott í hófi. Hér eru nokkur viðmið sem gott er að hafa í huga áður en maður fær sér kríu. Meira »