Hélt framhjá með æskuástinni

Maðuinn byrjaði að sofa hjá æskuástinni.
Maðuinn byrjaði að sofa hjá æskuástinni. mbl.is/Thinkstockphotos

Maður sem hélt fram hjá konu sinni leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Kæra Deidre, ég hélt að það væri í lagi fyrir mig að hitta æskuástina aftur þar sem við erum bæði gift, en þegar kom að því þá gátum við ekki haldið okkur frá hvort öðru. 

Ég hitti hana þegar fyrir 18 árum í vinnunni og við gengum heim saman eftir vinnu. Hún var 19 ára og trúlofuð ég var 17 ára og barnalegur. Ég varð ástfanginn af henni og einn daginn kyssti ég hana. Hún svaraði mér og við hófum ástarsamband. Eldri samstarfsfélagi áttaði sig á hvað væri í gangi. Hann sagði að hún myndi aldrei fara frá unnusta sínum svo ég sagði henni ekki hvernig mér leið raunverulega og á endanum giftist hún honum. 

Seinna hitti ég konuna mína. Við höfum verið gift í 15 ár en ég hef aldrei gleymt fyrstu ástinni. Ég hugsaði oft um hana og vonaði að hún hefði það gott og væri hamingjusöm. Hún hafði sambandi við mig á Facebook, við skrifuðumst á og ákváðum að hittast sem við héldum að væri meinlaust þar sem við erum á fertugsaldri og hamingjusamlega gift. Við mættum með myndir af fjölskyldum okkar og töluðum um líf okkar. Við eigum bæði fín heimili, bíla og förum til útlanda í frí.

Við hittumst aftur og fórum í bíltúr. Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin. Hún henti mér út þegar ég játaði. Synir okkar eru 12 og 13 ára. Þegar þeir spurðu um ástæðuna sagði hún þeim hana. 

Ég bý nú með bróður mínum og hitti strákana eins oft og mögulegt er en ég er ekki almennilegur faðir lengur. Kærastan mín segist elska eiginmann sinn en sé ekki ástfangin af honum lengur. Við erum enn að hittast og hún segist vera ástfangin af mér en hún getur ekki farið frá manni sínum þar þau eigi tvö ung börn. Hún er stúlkan sem ég hefði átt að giftast fyrir mörgum árum. Henni líður eins en getur ekki tekið börnin frá föður sínum. 

Eiginkonan var ekki ánægð með manninn sinn.
Eiginkonan var ekki ánægð með manninn sinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir að æskuástin sé að minnsta kosti ekki að gefa honum falskar vonir. Henni líði kannski illa en hún sé að taka ákvörðun. 

Það er líklegt að þetta muni ekki breytast, þú að bíða og vona í nokkur ár, mögulega alla ævi. Segðu henni að þú viljir vera með henni en ef hún geti ekki yfirgefið hjónaband sitt þá munir þú ekki bíða eftir henni og vera leyndarmálið hennar. Hættu í ástarsambandinu. 

Biddu síðan eiginkonu þína um að gefa þér annað tækifæri, fyrir syni ykkar. Hún gæti gert það ef að ástarsambandið er búið. Hittið ráðgjafa sem getur hjálpað þér að átta þig á af hvejru þú er svona fljótur til þess að kasta frá þér því sem hafði verið hamninjusöm fjölskylda fyrir hvað? Spennandi kynlíf? Rómantískan draum? Þú ert á betri stað með að reyna að sannfæra eiginkonu þína um að gefa þér annað tækifæri. 

mbl.is

Þrjár kynslóðir í Dolce & Gabbana

09:10 Dolce & Gabbana sýndi nýja fatalínu á tískusýningunni í Mílanó á dögunum. Ítalska leikkonan Isabella Rossellini kom fram á sýningunni ásamt dóttur sinni og barnabarni. Meira »

Jólin koma snemma í ár

06:00 Mestu jólabörn landsins ættu ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur þar sem senn er hægt að hefja niðurtalningu að jólum. Ef þú ert alvörusælkeri jafnast fátt á við að telja niður að jólum með jóladagatali Lakrids by Johan Bülow. Í ár kemur dagatalið í hefðbundinni stærð ásamt fjölskyldustærð. Meira »

7 góðar stellingar fyrir einn stuttan

Í gær, 23:59 Það er alltaf tími fyrir kynlíf hvort sem þú ert að drífa þig í vinnuna eða hreinlega í vinnunni, enda þarf kynlíf ekki að taka langan tíma. Þá er gott að muna eftir vel völdum kynlífsstellingum. Meira »

Getur fitusog fjarlægt ístruna á Jóni?

Í gær, 21:00 „Ég er miðaldra karl með ístru og náraspik sem mig langar að losna við. Ég er hvergi annarsstaðar með fitu á líkamanum. Þannig að mig langar að fara í fitusog, svo spurningin er hvað myndi það kosta?“ Meira »

Hvenær er best að taka bætiefnin inn?

Í gær, 18:00 „Þumalputtareglan er að taka bætiefnin með eða strax eftir mat, þar sem sum bætiefni geta valdið brjóstsviða ef þau eru tekin á fastandi maga. Ef morgunverðurinn er ekki staðgóður er ekki ráðlegt að taka mikið af bætiefnum með honum. Þá er betra að taka þau með hádegis- eða kvöldmat.“ Meira »

Baddi í Jeff Who? á lausu en til í kærustu

Í gær, 15:00 Bjarni Lárus Hall söngvari Jeff Who? er á lausu en væri alveg til í að eignast kærustu bráðum. Þessu greindi hann frá í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Meira »

„Alli ríki“ hélt tryllt Gatsby-afmæli í Iðnó

Í gær, 12:00 Glamúr-teiti helgarinnar var án efa haldið í Iðnó á laugardagskvöldið þegar Aðalsteinn Jóhannsson fagnaði því að hann væri orðinn fertugur. Aðalsteinn er kallaður „Alli ríki“ vegna velmegunar sinnar. Meira »

Guðdómlegt nútímaheimili í 203

í gær Ef þig langar í hús á einni hæð sem er súpervel skipulagt með fallegum innréttingum þá er þetta kannski hús fyrir þig. Það er 180 fm og byggt 2013. Meira »

Föt sem ætti að banna í ræktinni

í gær Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

í fyrradag „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

í fyrradag María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

í fyrradag Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

í fyrradag Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

23.9. „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

23.9. Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

22.9. Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

22.9. Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

22.9. Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

22.9. Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

22.9. Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

22.9. Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »