Íslenska miðaldra konu langar í mann

mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá íslenskri konu sem skildi eftir 20 ára samband og langar í mann. Hvernig á hún að láta drauma sína rætast?

Sæll Valdimar!

Ég skildi fyrir nokkrum árum síðan eftir rúmlega 20 ára samband og 5 börn. Þetta var búið að vera mjög erfiður tími. Mikið um áföll, þunglyndi o.fl. Suma daga geng ég í gegnum sorg en aðra daga er ég bjartsýn. Áhyggjur af peningamálum koma og fara en svo er það framtíðin. Mig langar ekki að vera ein. Mig langar að hafa einhvern sem er tilbúinn að ganga í gegnum lífið með mér. Ég er ekkert fyrir það að fara niður í bæ að skemmta mér og velti því fyrir mér hvað gera svona miðaldra konur eins og ég í því að kynnast nýjum karlmanni? Öll hjálp vel þegin. Kv. ein vongóð

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan daginn „ein vongóð“ og takk fyrir þessa fyrirspurn.

Það er skiljanlegt að fara í gegnum ýmiss konar sveiflur í kjölfar skilnaðar, sérstaklega eftir langt samband og barneignir. Sorgarferlið felur í sér ákveðinn doða eða afneitun á það sem er að gerast en færist gjarnan yfir í ótta, reiði og söknuð sem getur sveiflast fram og til baka. Á endanum komast flestir á þann stað að sætta sig við orðinn hlut og geta þá haldið áfram að byggja sig upp og mögulega fara í nýtt samband, þar sem það á við. Það er ágætisregla að hafa náð sæmilegu jafnvægi hvað þessi atriði varðar, áður en farið er af stað í nýtt samband.

Ég verð að játa að ég hef ekki mikla þekkingu á því hvernig best er fyrir miðaldra fólk að finna maka nú á dögum. Tækni á borð við Tinder virðist henta mörgum og þrátt fyrir að forritið sé í margra huga hentugast fyrir þá sem vilja einnar nætur gaman, þá þekki ég fjölmörg dæmi um það að fólk hafi fundið framtíðarförunaut með aðstoð þess. Hvað sem öðru líður þá er ljóst að til þess að hitta einhvern, þarf maður einmitt að gera það... hitta einhvern. Ég mæli því með því að vera virk félagslega, taka þátt og kynnast fólki í gegnum mismunandi áhugamál, í kringum vinahópinn og jafnvel í vinnunni og sjá hvort þar geti verið einhver sem þú telur áhugaverðan kost. Að vera í góðum félagslegum tengslum er ekki bara jákvætt þegar verið er að leita að mögulegum maka, heldur líka vegna þeirrar staðreyndar að rannsóknir á því hvað veitir manneskjunni hamingju benda flestallar til þess að félagsleg tengsl og hamingja tengist órjúfanlegum böndum.

Gangi þér vel í leitinni!

Kær kveðja,

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi

mbl.is

218 milljóna hús við Stigahlíð

09:39 Við Stigahlíð í Reykjavík stendur vel heppnað 350 fm einbýli sem byggt var 1989. Það sem er heillandi við þetta hús er hvað það er litríkt og töluvert öðruvísi en hjá öðru fólki. Meira »

Dönsk arkitektastofa hannaði allt

08:00 Við Ljósakur í Garðabæ hafa tveir menn búið sér fallegt heimili. Nú er þetta glæsilega 223 fm raðhús komið á sölu en það var allt innréttað árið 2011. Húsið var allt hannað að innan af GASSA arkitekter í Danmörku. Meira »

Húsverk sem skila sér í betra kynlífi

Í gær, 22:36 Karlmenn sem fara í Costco með eiginkonum sínum er ánægðari en þeir sem versla einir.   Meira »

Förðunarfræðingur Beyoncé segir frá

Í gær, 19:35 Beyoncé söng, dansaði og svitnaði í tvo tíma á Coachella um síðustu helgi án þess að það sæist á andliti hennar. Förðunarfræðingur hennar veit hvernig á að láta farðann haldast. Meira »

Ólafur Elíasson selur 370 milljóna glæsihús

í gær Hinn heimsfrægi listamaður, Ólafur Elíasson, hefur sett sitt heillandi heimili á sölu. Ásett verð er rúmar 370 milljónir.   Meira »

Beckham keyrir inn sumarið í hvítu

í gær Victoria Beckham veit að hvítt klikkar ekki í sólinni. Hvítar skyrtur, pils og buxur eru framarlega í fataskáp Beckham.   Meira »

Vantaði áskorun og byrjaði að hlaupa

í gær Guðni Páll Pálsson hleypur 80 til 90 kílómetra í venjulegri viku. Nú er hann að undirbúa sig undir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fram fer á Spáni í maí. Meira »

Það kostar vilja og staðfestu að vera trúr

í gær „Traust og trúnaður eru grundvallaratriði í hverju sambandi. Samt vitum við að bæði karlar og konur brjóta þennan trúnað. Kannanir sýna að ákveðinn hluti karla og kvenna hafa átt í ástarsamböndum samhliða sambúð eða hjónabandi. Fæstir í sambúð eru kannski hissa á þessu. Það kostar bæði vilja og staðfestu að vera trúr,“ segir séra Þórhallur Heimisson. Meira »

Það sem við óttumst er ljósið ekki myrkrið!

í gær Samkvæmt Marianne Williamson óttumst við ekki myrkrið hið innra heldur ljósið. Við óttumst að verða stærri en við gætum ímyndað okkur og þessi ótti heldur aftur af okkur. Á sama tíma erum við sköpuð til að vera vitnisburður um hversu magnað ljósið er. Hvert og eitt okkar. Meira »

Kom sér í ofurform með styrktaræfingum

í fyrradag Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Brie Lar­son er búin að vera að styrkja sig markvisst í tíu mánuði. Æfingarnar sem hún framkvæmir eru ekki fyrir byrjendur. Meira »

Vildi líta út eins og skopteikning

í fyrradag Líkamsræktareigandinn Krystina Butel er búin að fara í margar aðgerðir til þess að reyna að líkjast skopmynd. Butel hefur eytt hátt í 30 milljónum í útlit sitt en hún segist vera einlægur aðdáandi lýtaaðgerða. Meira »

Liv keypti sögufrægt hús í Arnarnesi

18.4. Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova er flutt í Blikanes 20 ásamt eiginmanni sínum, Sverri Viðari Haukssyni. Þau keyptu húsið á um 230 milljónir. Meira »

Vorleg í 200 þúsund króna kjól

18.4. Það er komið vor í Lundúnum og það sást vel á fatastíl Meghan Markle og Harry Bretaprins í Lundúnum í dag.   Meira »

Jafnhá laun lykillinn að hjónabandinu

18.4. Ójafnvægi í samböndum er ekki gott og þar eru peningar ekki undanskildir. Hjón sem þéna álíka háar upphæðir eru líklegri til þess að eiga farsælt hjónaband. Meira »

Fullt út úr dyrum í Geysi

17.4. Löng röð myndaðist fyrir utan Skólavörðustíg 16 á laugardaginn þegar Geysir opnaði nýja herrafataverslun.   Meira »

Fegin að tapa ekki fyrir Dönum

17.4. Kristín Eva Ólafsdóttir er keppnismanneskja fram í fingurgóma. Hér talar hún um að keppa á alþjóðavísu um verkefni með Gagarín. Hvernig það að tapa fyrir Japönum er betra en Dönum og hvernig er að vera kona í upplýsingatækni. Gagarín hefur verið á sigurbraut síðustu misseri og heldur áfram á þeirri braut. Meira »

Magnea selur íbúðina

18.4. Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir og sambýlismaður hennar, Yngvi Eiríksson, hafa sett sína heillandi íbúð á sölu. Magnea hefur næmt auga fyrir því hvernig best er að gera fallegt í kringum sig og sína. Meira »

Eiginmaðurinn er með fótablæti

17.4. „Ég og eiginmaður minn stunduðum áður spennandi og fullnægjandi kynlíf en áhugi minn minnkaði töluvert eftir að ég komst á breytingaskeiðið. Nú þoli ég ekki hvernig eiginmaður minn snertir mig.“ Meira »

10 lífsreglur í anda Norman Vincent Peale

17.4. Bandaríski ráðherrann, rithöfundurinn og presturinn Norman Vincent Peale var ötull talsmaður jákvæðrar hugsunar. Hann vakti athygli víða fyrir einfalda og sterka trú. Kirkjan hans á 5 Breiðgötu var jafn vel slótt og rokk-tónleikar. Þar sem m.a. Richard Nixon og Donald Trump sóttu andgift sína. Meira »

Ferskir straumar í Garðabænum

17.4. Heimilin gerast ekki mikið huggulegri en þessi 128 fm íbúð við Lyngás í Garðabæ. Það sem gerir heimilið sérstakt er að það er ekki eins umhorfs og hjá öllum öðrum. Meira »