Hvað tekur langan tíma að eignast besta vin?

Konurnar í Beðmálum í borginni voru góðar vinkonur enda eyddu …
Konurnar í Beðmálum í borginni voru góðar vinkonur enda eyddu þær mörgum klukkustundum í það að ræða lífsins alvöru. mbl.is/KIERAN DOHERTY

Stundum viðast kunningjar vera orðnir bestu vinir á örskotsstundu. Samkvæmt vísindalegri rannsókn gerist það reyndar ekki svo fljótt og á það að taka kunningja 90 klukkustundir að verða vinir, enn lengri tíma ef þeir ætla sér að verða bestu vinir. 

Business Insider greinir frá þessari rannsókn þar sem kom í ljós að það taki kunningja 50 klukkustundir að verða óformlegir vinir, 90 klukkustundir að verða almennilegir vinir og 200 klukkustundir að verða bestu vinir. 

Rannsakandinn Jeffrey A. Hall, prófessor við University of Kansas, skoðaði bæði fullorðið fólk sem nýlega hafði flutt á nýjan stað og fyrsta árs nema í háskóla. Fylgdi hann þeim eftir og var skráð niður hversu miklum tíma fólk eyddi með fólki og hvernig. 

Fólk eyðir um 40 tímum á viku í vinnunni og því fljótt að safna 200 klukkustundum með sama fólkinu. Það er hins vegar ekki þannig að fólk verði ósjálfrátt góðir vinir á þessum tíma þar sem ekki er nóg að vera á sama staðnum og eiga yfirborðskennd samskipti. 

Létt hjal kemur fólki ekki langt en það að tala um þýðingarmikil málefni, grínast, taka stöðuna og athuga hvernig fólk hafði það hefur meira að segja. 

Courtney Cox og Jennifer Aniston eru góðar vinkonur.
Courtney Cox og Jennifer Aniston eru góðar vinkonur. ABC
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál