Af hverju felur þú hjartað þitt?

Það getur skipt sköpum í hvaða aðstæðum sem er að ...
Það getur skipt sköpum í hvaða aðstæðum sem er að fá nýtt viðhorf á hlutina. Af hverju felur þú þitt hjarta? mbl.is/Thinkstockphotos.

Þegar kemur að samböndum er oft og tíðum sagt: Segðu mér hvernig þú varst alinn upp og þá get ég sagt þér í hvernig sambandi þú ert. Þessi setning byggir á hugmyndum um tengsl okkar við foreldra og uppeldi sem er eins konar veganesti inn í framtíðina. Þá hvort við séum fær til að mynda tengsl við annað fólk og þá maka okkar á heilbrigðan hátt.

Þeir sem eiga gott með sterk tilfinningaleg tengsl eru án efa ekki að lesa þessa grein. Þeir virðast ná tökum á hjónabandinu, sama hversu erfitt ástandið er. Í samböndum þeirra sem eru með sterk tilfinningaleg tengsl gerist lífið, en hjónabandið virkar eins og skjól fyrir því. Styrkleikar vega upp á móti veikleikum makans og öfugt og sama hvað gengur á, þá finna þessir einstaklingar alltaf leið út úr vandanum; saman.

Í samfélaginu í dag eru hins vegar margir að fela hjartað sitt. Ísland er ekkert einsdæmi um það og eiga t.d. Frakkar skemmtilegt orð um fyrirbærið sem er „cache coeur“. Margar okkar eru meira að segja ötular að kaupa okkur kjóla í slíkum stíl en þeir eru bundnir og tvöfalt lag af efni er yfir hjartastöðina.

En af hverju felur fólk hjartað sitt?

Svörin við þessari spurningu eru jafnmörg og persónurnar sem svara henni. En ef þú skoðar dýpra þá er auðvelt að koma auga á ákveðið mynstur sem byggir annars vegar á meðvirkni eða óskýrum mörkum og hins vegar á skertri getu til að mynda tengsl.

Skert geta til að mynda tengsl getur orðið ef þú hefur upplifað skilnað foreldra þinna, misst annað foreldrið út úr lífinu þínu. Upplifað höfnun í æsku, alkóhólisma og fleira í þeim dúr. Eins eru til einstaklingar sem hafa lent í því að þurfa að taka tilfinningalega ábyrgð á foreldrum sínum ungir. Þetta eru einstaklingar sem eru vanalega kallaðir hlaupararnir í samböndum (staldra stutt við og eiga erfitt með að kynna sig inn í sambönd).

Hér eru dæmi um svör:

Ég er að passa hjartað mitt af því ég hef lent í höfnun og það var svo vont

Ef þú ert í þeim flokki að vera einn, eða ert óánægð/óánægður í enn einu sambandinu en þú vilt ekki vagga bátnum til að lenda ekki í höfnun er gott að skoða eftirfarandi:

Lífið er verkefni. Þeir sem eru vel tengdir sjálfum sér í lífinu eru meðvitaðri en aðrir um þessi verkefni. Þeir fá stórkostleg tækifæri til að horfast í augu við sig sjálfa og sigrast á sínum málum.

Ef þú getur bent mér á eina manneskju sem hefur farið í gegnum lífið og aldrei fengið höfnun, þá myndi ég halda því fram að þessi manneskja sé sérfræðingur að passa hjarta sitt. 

Flest okkar sem höfum lent í höfnun getum staðfastlega sagt að þetta hafi verið dulbúin blessun. Að sjálfsögðu er þetta sár reynsla í fyrstu, sem lýsir sér vanalega í að fyrst upplifir maður doða, síðan verður maður sár og grætur, þar næst tekur reiðin við og síðan kemur sáttin. 

Eitt meginstefið við að komast áfram eftir áföll er að geta sett hlutina í samhengi og breytt viðhorfum til þeirra. Kraftaverkin gerast nefnilega alltaf inni í okkur, heimurinn er vanalega eins.

Lykilatriði í því að passa hjartað sitt á heilbrigðan hátt er að halda því inni í okkur. Ekki setja hjartað þitt á næsta mann eða konu án þess að vera búin að skoða málið vel. Góð regla hér er prófaðu að fara á í það minnsta 8 stefnumót áður en þú tekur ákvörðun um að fara í samband með viðkomandi. 

Mundu að eftir sáttina getur komið skemmtilegt tímabil þar sem maður fær tækifæri til að sjá sjálfan sig í öllu ferlinu. Getur verið að þú hafir t.d. hitt blásaklausan hlaupara (sjá hér að ofan), ákveðið hvernig hann ætti að vera og síðan þegar hann breyttist ekkert þá hafi allt sprungið?

Ég er að passa hjartað mitt af því að ég er að geyma það fyrir hina/hinn eina réttu/rétta

Ég er ekki viss um að þú þurfir að halda aftur af þér þótt þú sért að leita að sálufélaga. En bíddu, þarna er ég ekki að segja þér að ana að neinu heldur. Þegar þú finnur aðila sem er þér að skapi, þá er frábært að þú sért hinn eini/eina rétta fyrir þann aðila. Meiru getur þú ekki borið ábyrgð á. Til að verða það þurfum við öll að vinna í okkur. Að þekkja okkur og kynna okkur til leiks eins og við raunverulega erum.

Allt of margir leika sér að því að spegla aðra. Sem dæmi er Tinder uppfullt af fólki sem speglar aðra. Þetta eru aðilarnir sem byrja að tala eins og þú um leið og þeir svara. Þú gætir jafnvel verið speglari og hitt annan speglara á Tinder og hvað gerist þá?

Eitt af því sem þeir gera sem eru að fela ...
Eitt af því sem þeir gera sem eru að fela hjartað sitt er að eiga erfitt með að koma fram sem þeir sjálfir. Sumir spegla aðra í samböndum eða eru með grímu að fela sig. mbl.is/Thinkstockphotos.

Taktu þér tíma til að finna út hver þú raunverulega ert. Komdu fram við alla eins og stattu fyrir þínum lífsskoðunum. Þannig þarftu ekki svo mikið að vernda hjartað þitt, því þú munt fá sjálfkrafa vernd fyrir fólki sem er ekki á sama stað og þú. Taktu niður grímuna og stattu í ljósinu. Ef þú átt erfitt með það skoðaðu þá hvaða hluti þú átt erfitt með að kynna opinberlega fyrir öðrum. Eru það fjármálin þín? Sjálfstæði? Sjálfsvirðing? Horfir þú á klám og ert ekki sáttur/sátt við það? Hverju af því sem þú gerir heldur þú í myrkrinu?

Taktu þér góðan tíma. Að finna lífsförunaut á að vera áhugavert ferli og fáðu aðstoð ef þú ert að bugast, þá er örugglega eitthvað sem þú gætir gert betur.

Gangi þér vel.

mbl.is

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

12:34 Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

09:06 „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

06:09 Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

Í gær, 23:54 Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

Í gær, 21:00 „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »

Beckham-hjónin skoða íbúð á Hafnartorgi

Í gær, 18:00 Beckham-hjónin hafa heimsótt Ísland nokkrum sinnum síðustu ár í gegnum kunningskap við hjónin. Björgólf Thor Björgólfsson og Kristínu Ólafsdóttur. Meira »

Megrun skilar aldrei neinu

Í gær, 15:44 Anna Eiríksdóttir, deildarstjóri í Hreyfingu, hefur áratugareynslu af því að hjálpa fólki að komast í betra líkamlegt form. Hún segir að megrun skili aldrei neinum árangri. Meira »

Leið eins ég væri að kveðja Bjössa minn

í gær Hafdís Jónsdóttir eða Dísa í World Class eins og hún er jafnan kölluð fer með lítið hlutverk í myndinni Undir halastjörnu.   Meira »

Inga Bryndís í Magnolia selur húsið

í gær Inga Bryndís Jónsdóttir eigandi Magnolia og eiginmaður hennar hafa sett sitt fallega einbýli við Bergsstaðastræti á sölu.   Meira »

Þetta er alveg skothelt eftir ræktina

í gær Nýlega tók ég upp þann sið að mæta í ræktina þótt það fari eftir dögum hvort ég taki æfingu á hlaupabrettinu eða í heita pottinum. Ferill minn í líkamsrækt er jafnskrautlegur og á stefnumótamarkaðnum en líklega finnst mér skemmtilegra að velja hvað eigi að vera í íþróttatöskunni heldur en að svitna. Meira »

Himneskt kvölds og morgna

í fyrradag Alveg síðan Weleda var stofnað árið 1921 hefur fyrirtækið framleitt náttúrulegar húð- og líkamsvörur sem byggjast á sömu heildarsýn og antrosopísk lyf. Vörurnar styðja við góða heilsu og hafa fyrirbyggjandi eiginleika. Meira »

Notalegt heimili ofurfyrirsætu

í fyrradag Victoria's Secret-fyrirsætan Alessandra Ambrosio á dásamlegt heimili í Kaliforníu þar sem afslappaður stíll ræður ríkjum.   Meira »

Lykillinn að skornum maga Pinkett Smith

í fyrradag Jada Pinkett Smith er þekkt fyrir vöðvastæltan líkama en magaæfingarnar getur hún gert án þess að vera í ræktinni.   Meira »

Fegurðarleyndarmál Madonnu afhjúpað

í fyrradag Madonna hefur þróað nýtt nuddtæki sem viðheldur unglegu útliti, minnkar þrota og bólgur í andliti og líkama. Nú getur þú litið út eins og drottningin. Meira »

Snyrtivaran sem Meghan notar aldrei

14.10. Meghan hertogaynja sér um að farða sig sjálf. Daniel Martin farðaði hana á brúðkaupsdag hennar og veit hann hvað Meghan vill og vill ekki. Meira »

Uppáhaldskolvetni englanna

14.10. Victoria's Secret-fyrirsæturnar Josephine Skriver og Jasmine Tookes borða kolvetni á hverjum degi en stundum er fólki ráðlagt að skera niður kolvetnisát sitt. Meira »

Best að sleppa sígarettunum

14.10. Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að fólk leiti yfirleitt til hennar í kringum fertugt til þess að fara í fyllingarefni eða bótox. Andlitslyfting er hins vegar yfirleitt framkvæmd síðar hjá fólki. Meira »

Silkimjúk og mött lína

13.10. Ef þú vilt fá örlítið nýtt yfirbragð og gera þig upp þá er nýr varalitur alltaf góður kostur. Ný varalitalína frá YSL breytir stemningunni. Meira »

Kremið sem stjörnurnar elska

13.10. Rihanna, Adele, Victoria Beckham og Julia Roberts nota allar sama kremið en stjörnurnar eru þekktar fyrir að hugsa vel um útlit sitt. Meira »

Þetta eyðir gylltum tónum í hárinu

13.10. Fjólublá sjampó hafa lengi verið bestu vinir ljóshærða fólksins en þau eru misjöfn eins og þau eru mörg. Nú er komið talsvert fjölbreyttara úrval af hárvörum með fjólubláum litarefnum til þess að viðhalda ljósa hárlitnum. Meira »

Finnst best að byrja daginn á hreyfingu

13.10. Bosu-boltar eru í uppáhaldi hjá Helgu Diljá Gunnarsdóttur en hún notar boltana til þess að gera maga- og jafnvægisæfingar.   Meira »