Af hverju felur þú hjartað þitt?

Það getur skipt sköpum í hvaða aðstæðum sem er að ...
Það getur skipt sköpum í hvaða aðstæðum sem er að fá nýtt viðhorf á hlutina. Af hverju felur þú þitt hjarta? mbl.is/Thinkstockphotos.

Þegar kemur að samböndum er oft og tíðum sagt: Segðu mér hvernig þú varst alinn upp og þá get ég sagt þér í hvernig sambandi þú ert. Þessi setning byggir á hugmyndum um tengsl okkar við foreldra og uppeldi sem er eins konar veganesti inn í framtíðina. Þá hvort við séum fær til að mynda tengsl við annað fólk og þá maka okkar á heilbrigðan hátt.

Þeir sem eiga gott með sterk tilfinningaleg tengsl eru án efa ekki að lesa þessa grein. Þeir virðast ná tökum á hjónabandinu, sama hversu erfitt ástandið er. Í samböndum þeirra sem eru með sterk tilfinningaleg tengsl gerist lífið, en hjónabandið virkar eins og skjól fyrir því. Styrkleikar vega upp á móti veikleikum makans og öfugt og sama hvað gengur á, þá finna þessir einstaklingar alltaf leið út úr vandanum; saman.

Í samfélaginu í dag eru hins vegar margir að fela hjartað sitt. Ísland er ekkert einsdæmi um það og eiga t.d. Frakkar skemmtilegt orð um fyrirbærið sem er „cache coeur“. Margar okkar eru meira að segja ötular að kaupa okkur kjóla í slíkum stíl en þeir eru bundnir og tvöfalt lag af efni er yfir hjartastöðina.

En af hverju felur fólk hjartað sitt?

Svörin við þessari spurningu eru jafnmörg og persónurnar sem svara henni. En ef þú skoðar dýpra þá er auðvelt að koma auga á ákveðið mynstur sem byggir annars vegar á meðvirkni eða óskýrum mörkum og hins vegar á skertri getu til að mynda tengsl.

Skert geta til að mynda tengsl getur orðið ef þú hefur upplifað skilnað foreldra þinna, misst annað foreldrið út úr lífinu þínu. Upplifað höfnun í æsku, alkóhólisma og fleira í þeim dúr. Eins eru til einstaklingar sem hafa lent í því að þurfa að taka tilfinningalega ábyrgð á foreldrum sínum ungir. Þetta eru einstaklingar sem eru vanalega kallaðir hlaupararnir í samböndum (staldra stutt við og eiga erfitt með að kynna sig inn í sambönd).

Hér eru dæmi um svör:

Ég er að passa hjartað mitt af því ég hef lent í höfnun og það var svo vont

Ef þú ert í þeim flokki að vera einn, eða ert óánægð/óánægður í enn einu sambandinu en þú vilt ekki vagga bátnum til að lenda ekki í höfnun er gott að skoða eftirfarandi:

Lífið er verkefni. Þeir sem eru vel tengdir sjálfum sér í lífinu eru meðvitaðri en aðrir um þessi verkefni. Þeir fá stórkostleg tækifæri til að horfast í augu við sig sjálfa og sigrast á sínum málum.

Ef þú getur bent mér á eina manneskju sem hefur farið í gegnum lífið og aldrei fengið höfnun, þá myndi ég halda því fram að þessi manneskja sé sérfræðingur að passa hjarta sitt. 

Flest okkar sem höfum lent í höfnun getum staðfastlega sagt að þetta hafi verið dulbúin blessun. Að sjálfsögðu er þetta sár reynsla í fyrstu, sem lýsir sér vanalega í að fyrst upplifir maður doða, síðan verður maður sár og grætur, þar næst tekur reiðin við og síðan kemur sáttin. 

Eitt meginstefið við að komast áfram eftir áföll er að geta sett hlutina í samhengi og breytt viðhorfum til þeirra. Kraftaverkin gerast nefnilega alltaf inni í okkur, heimurinn er vanalega eins.

Lykilatriði í því að passa hjartað sitt á heilbrigðan hátt er að halda því inni í okkur. Ekki setja hjartað þitt á næsta mann eða konu án þess að vera búin að skoða málið vel. Góð regla hér er prófaðu að fara á í það minnsta 8 stefnumót áður en þú tekur ákvörðun um að fara í samband með viðkomandi. 

Mundu að eftir sáttina getur komið skemmtilegt tímabil þar sem maður fær tækifæri til að sjá sjálfan sig í öllu ferlinu. Getur verið að þú hafir t.d. hitt blásaklausan hlaupara (sjá hér að ofan), ákveðið hvernig hann ætti að vera og síðan þegar hann breyttist ekkert þá hafi allt sprungið?

Ég er að passa hjartað mitt af því að ég er að geyma það fyrir hina/hinn eina réttu/rétta

Ég er ekki viss um að þú þurfir að halda aftur af þér þótt þú sért að leita að sálufélaga. En bíddu, þarna er ég ekki að segja þér að ana að neinu heldur. Þegar þú finnur aðila sem er þér að skapi, þá er frábært að þú sért hinn eini/eina rétta fyrir þann aðila. Meiru getur þú ekki borið ábyrgð á. Til að verða það þurfum við öll að vinna í okkur. Að þekkja okkur og kynna okkur til leiks eins og við raunverulega erum.

Allt of margir leika sér að því að spegla aðra. Sem dæmi er Tinder uppfullt af fólki sem speglar aðra. Þetta eru aðilarnir sem byrja að tala eins og þú um leið og þeir svara. Þú gætir jafnvel verið speglari og hitt annan speglara á Tinder og hvað gerist þá?

Eitt af því sem þeir gera sem eru að fela ...
Eitt af því sem þeir gera sem eru að fela hjartað sitt er að eiga erfitt með að koma fram sem þeir sjálfir. Sumir spegla aðra í samböndum eða eru með grímu að fela sig. mbl.is/Thinkstockphotos.

Taktu þér tíma til að finna út hver þú raunverulega ert. Komdu fram við alla eins og stattu fyrir þínum lífsskoðunum. Þannig þarftu ekki svo mikið að vernda hjartað þitt, því þú munt fá sjálfkrafa vernd fyrir fólki sem er ekki á sama stað og þú. Taktu niður grímuna og stattu í ljósinu. Ef þú átt erfitt með það skoðaðu þá hvaða hluti þú átt erfitt með að kynna opinberlega fyrir öðrum. Eru það fjármálin þín? Sjálfstæði? Sjálfsvirðing? Horfir þú á klám og ert ekki sáttur/sátt við það? Hverju af því sem þú gerir heldur þú í myrkrinu?

Taktu þér góðan tíma. Að finna lífsförunaut á að vera áhugavert ferli og fáðu aðstoð ef þú ert að bugast, þá er örugglega eitthvað sem þú gætir gert betur.

Gangi þér vel.

mbl.is

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

Í gær, 23:30 Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

Í gær, 21:00 Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

Í gær, 19:00 Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

Í gær, 16:00 Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

Í gær, 13:20 Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

Í gær, 10:00 Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

Í gær, 06:02 Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

í fyrradag Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »

Landaði hlutverki í tannkremsauglýsingu

í fyrradag Ágústa Eva Erlendsdóttir er ekki bara að leika í risaseríum fyrir HBO. Hún lék á dögunum í tannkremsauglýsingum sem sýndar eru í bandarísku sjónvarpi um þessar mundir. Meira »

Ásgeir Kolbeins selur 300 fm einbýli

í fyrradag Ásgeir Kolbeinsson og Bryndís Hera Gísladóttir hafa sett sitt glæsilega einbýli á sölu í Breiðholtinu.   Meira »

Hildur er með bleikt Barbie-eldhús

í fyrradag Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt fylgir hjartanu þegar kemur að því að gera fallegt í kringum sig. Hún er með stóran blómavegg í stofunni og bleikt eldhús. Meira »

Trylltar fréttir fyrir COS-aðdáendur

í fyrradag Verslunin COS opnar á Íslandi. Mun verslunin opna á Hafnartorgi - í húsinu við hlið H&M.;  Meira »

Svefninn bjargaði heilsunni

í fyrradag Jamie Oliver fann fyrir mikilli depurð í aðeins of langan tíma. Þegar hann breytti svefnvenjum sínum lagaðist ansi margt.   Meira »

Kostir þess að sofa nakinn

13.1. Það að sofa í guðsgallanum hefur ekki einungis jákvæð áhrif á kynlífið. Það eru ófáir kostir þess að lofta aðeins um að neðan á nóttunni. Meira »

Yndislegur en með litla kynhvöt

13.1. „Við elskum hvort annað mjög mikið en stundum bara kynlíf einu sinni í mánuði eða svo. Hann segist bara hafa litla kynhvöt.“  Meira »

Hvers vegna þurfum við vítamín?

13.1. „Margir halda því fram að þeir fái öll næringarefni sem þeir þurfa úr fæðunni. Því miður er fæðan í dag almennt mjög rýr af næringarefnum, m.a. vegna margra ára notkunar á tilbúnum áburði sem hefur rýrt jarðveginn af steinefnum.“ Meira »

Jakob og Birna Rún skemmtu sér

13.1. Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir létu sig ekki vanta þegar sýningin Líffærin var opnuð í Ásmundarsal.   Meira »

Svona ætti ekki að innrétta í febrúar

13.1. Burt með stráin og nýja lampann með beru ljósaperunni. Sérfræðingar eru víst komnir með nóg af gylltum nýtískuhnífapörum.   Meira »

Svona hættir Robbie Williams að reykja

13.1. Robbie Williams segir ekki auðvelt að hætta að reykja en hann er byrjaður að líta til þess að róa hugann í nikótínfráhvörfunum. Meira »

Einfaldar leiðir í átt að meiri sjálfsást

12.1. Greinin fjallar um 45 lítil atriði sem hægt er að setja inn í lífið til að upplifa meiri vellíðan. Þetta eru atriði sem hafa áhrif á huga, líkama og sál. Meira »

Með veski eða gæludýr?

12.1. Lady Gaga mætti með stórundarlegan aukahlut á rauða dregilinn í vikunni. Fólk virðist ekki vera visst um hvaða hlutverki aukahluturinn átti að þjóna. Meira »