Nennir ekki rugguhestum né sultukrukkum

Kona á fertugsaldrinum er komin með nóg af karlpeningnum sem …
Kona á fertugsaldrinum er komin með nóg af karlpeningnum sem hún hittir. Hún sér þá á tvo vegu. Sem rugguhesta eða sultukrukkur. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Á Smartlandi starfa nokkr­ir ráðgjaf­ar sem leit­ast við að gefa les­end­um góð ráð. Eft­ir­far­andi bréf barst á dög­un­um frá les­anda sem velt­ir fyr­ir sér af hverju hún hittir menn sem eru bara rugguhestar eða sultukrukkur. Ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjaf­inn El­ín­rós Lín­dal gef­ur ráð.

Hæ hæ.

Ég verð nú til með að tjá mig um þennan elskulega karlpening á þessum stefnumótar öppum, samanber Tinder. Ég er farin að sakna Hallærisplansins (Ingólfstorg korter yfir 3). Erum við ekki að grínast með þessa sorglegu karlpeninga í dag sem ég flokka orðið í tvo flokka SULTUKRUKKUR og RUGGUHESTA (nýyrði fengið frá vinkonu og vonast til að þetta verðið samþykkt af orðanefndinni)? 

Lýsing á Sultukrukkunni: Hann kemur sterkur inn, hann virðist vera með allt á hreinu og allt í nokkuð góðum „balance“, en ónei, þegar maður skrúfar lokið af krukkunni er hann tóm sulta, tilfinningalega sem og óreiðan sem fylgir honum að best er að skella lokinu á og hlaupa í hina áttina. Átti sem sagt daman að hjálpa honum að skafa sultuna upp úr krukkunni og skella á brauð fyrir hann? 

Lýsing á Rugguhestinum: Nokkuð augljóst þegar þú pælir í því. Hann veit hvorki hvort að hann sé að koma eða fara. Hann vill þig - hann vill ekki. Er það bara kannski eða já okey nei. Hver veit? Allavega ekki ég.

Æi greyin. En já strákar, ekki fara nú að segja já en þið konurnar eru svona og hinsegin. Ég er bara að miðað við hvað ég sé og upplifi sem kona. Þið getið sent inn ykkar stráka reynslu sögur líka, bíð spennt. 

En annars aftur af upplifuninni, á Tinder. Týpurnar sem ég hef lent oftast í eru: Hann er „úber“ bitur miðaldra meðlagsgreiðandi. Hún fór sjúklega ílla með hann. Hann er svo feiminn að rafheimurinn er eini staðurinn þar sem hann á mögulega séns á að þora að tjá sig. Og já ekki má gleyma stærsta hópnum. Þeir halda að Tinder sé þeirra persónulega „múffa“. Strákar kaupið ykkar eigin „múffu“ mæli með Blush.is.

Hvað ég swæpa EKKI fyrir er eftirtalið í myndaflokkinum:

Sjúklega lélegar myndir(sólgleraugu því að hvað ertu að fela? Þau voru líka ljót þessi gleraugu) og hvað er málið með blurrið?

Skrokkamyndir: þegar hann hefur módelskrokkinn og líka þegar hann hefur hann alls ekki. Drengir ef þið ætlið að vera með skegg vinsamlegast verið þá viss um að þið getið raunverulega látið vaxa á ykkur skegg en ekki eitthvað rusl í andlitinu sem að lítur út eins og hálfplokkuð pjalla (annars er minn smekkur ekkert sérlega spenntur fyrir „lumbergæjanum“ ég sé alltaf fyrir mér hvar fingurnir ykkar eru búnir að vera áður en þið rennið þeim yfir skeggið).

Vilji þið gjöra svo vel að hætta að skella myndum af börnum (hvorki þínum né annarra undir lögaldri) og dýrum (ég er ekki að leita af gæludýri), landslagi, vinum ykkar (varstu búin að fá leyfi?), fyrrverandi (þarf ég að nefna þetta?), núverandi (í alvöru?), íþróttaáhuga ykkar (ég missti áhugann um leið), engar myndir en slatti af tilvitnunum sem oftar en ekki eru niðurlægjandi „comment“. Úff við að skrifa þetta allt er ég á mörkunum á að verða kynafhverf eða kynlaus. Því meira sem við tengjumst rafrænt í netheimum eða snjallsímanum því einhverfari virðist karlpeningurinn verða eða „deit“ heimurinn yfir höfuð, því miður.

Til að beina spjótunum svo loks að mér, að þá er ég ekki hvorki sultukrukka, né rugguhestur. Ég klæðist ekki daglega í flíspeysu, eða crocks skóm (langar samt í þá). Ég er þokkalega vel talandi, hugguleg þó ég segi sjálf frá. Vaxin eins og grísk gyðja (ekki mjóna) og stunda heilsurækt til að geta borðað allt sem að mig langar í. Er hvorki kerfisfræðingur eða velferðar þyggjandi. Menntuð og með allt mitt á hreinu. Nokkurn vegin búin að ala upp mín börn og þeim vegnar vel. Lífið er gott og það er gaman að vera til. Ég bara nenni ekki lengur þessum sultukrukkum og rugguhestum. Ég held að það sé engu við mína tölu að bæta að sinni.

Ráð? 

Kveðja forty og fab...

Elínrós Líndal NLP ráðgjafi svarar lesendum Samartlands.
Elínrós Líndal NLP ráðgjafi svarar lesendum Samartlands. Eggert Jóhannesson

Hæ forty og fab!

Takk fyrir skemmtilegt bréf og fyrir að segja mér að þú sért ekki sjálf rugguhestur eða sultukrukka. Ég er með ráð.

Þegar við erum á þeim stað að okkur langar að stjórna hvernig aðrir tala, klæða sig og eru sér í lagi á stöðum eins og Tinder þá þurfum við að horfa inn á við. Ef ég dæmi aðra hart, hvernig er ég að dæma mig? Ef allir eru annaðhvort svona eða hinsegin. Hvernig er ég? Þú talaðir um að beina spjótum að þér. Þannig sé ég þig fyrir mér í dag. Með svipuna á þér.

Mundu þegar ég bendi einum putta út í loftið, þá bendi ég þrem puttum á mig. Þegar ég segi þetta er ég alls ekki að dæma þig. Ég hef verið þarna sjálf, með svipuna á mér. Út á við leit ég örugglega út fyrir að vera með allt á hreinu, en inn í mér var lítill harðstjóri sem var svo sannarlega ekki frá kærleikanum kominn. Þetta er eitt mesta fangelsi sem hægt er að vera í í þessum heimi. Því þá verða þessi 7 - 10 mistök sem maður gerir daglega svo sársaukafull að fara í gegnum. Verkefnin sem raðast fyrir framan mann verða veikleikar manns og maður skammast sín fyrir þau. Í stað þess að vera skemmtilegar áskoranir sem maður getur fengið aðstoð með eða leyst á skapandi hátt.

Ég efast ekki um að þú sért algjör bomba, þá meina ég orku bomba en ekki kynbomba. Þannig að mér þætti spennandi að vinna með þér í fortíð þinni, hvernig þú tengist þeim sem þú áttir að geta treyst í æsku og fram eftir götunum. Ég er viss um að þú tækir þessa vinnu á þreföldum hraða, því ég les á bréfinu þínu að þig langar að prófa aðra hluti.

En hvað langar þig raunverulega í? Hvað á þinn framtíðarmaður að bæta við í þínu lífi? Gætir þú hugsað þér að vera með einhverjum án þess að vilja breyta honum? Hvar liggja þínir styrkleikar í samböndum? En veikleikar? 

Ég myndi mæla með að geyma Tinder í smá tíma og fara í innri vinnu sem hefur með það að gera að læra að elska sjálfan þig frá stað þar sem er bara ljós og kærleikur. Læra að þekkja þín mörk og annarra. Komast að því hvað þú elskar að gera. Komast á þann stað að þú getir horft í spegil og hugsað: Vá hvað mér þykir vænt um mig. Þessi stelpa á raunverulega allt það besta skilið og ég ætla að standa með henni.

Vinna í meðvirkni (stjórnsemi), skýrum mörkum og sjálfsást er gefandi og með þannig vinnu fær maður ný augu á sjálfan sig og aðra. 

Ég get lofað þér að ef þú ert tilbúin að sleppa tökunum á því sem þú hefur verið að gera og ert tilbúin í eitthvað nýtt þá mun fólk og staðir fá öðruvísi andlit. Að sama skapi þú líka. 

Þegar maður er kominn með þessa orku yfir sig, þá fer maður að draga til sín fólk á sömu tíðni. Þú ferð að sjá staði sem þú hefur ekki séð áður, tækifæri koma til þín og rauðir dreglar verða lagðir fyrir framan þig. Þú þarft ekki lengur að berjast fyrir þínu. Þú verður meira í flæði sjálfsþekkingar, hlýju og trausts.

Gangi þér vel mín kæra og leyfðu okkur að fylgjast með.

Kærar Elínrós Líndal.

Ef þú ert með spurningu sem þig langar að fá ráð við, sendu erindið á elinros@mbl.is. Fyllstum trúnaði heitið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál