Kærastan hélt framhjá með besta vini - hvað er til ráða?

Elínrós Líndal fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands.
Elínrós Líndal fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

El­ín­rós Lín­dal fjöl­skylduráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá manni sem er hættur að treysta kærustu sinni eftir að hún hélt framhjá með besta vini hans. 

Góðan dag

Ég hef verið með kærustunni minni í 9 ár og á þessum tíma höfum við gegnum í gegnum ýmislegt. Á síðasta ári komst ég hins vegar að því að hún hefði haldið framhjá mér með góðum vini mínum þegar við vorum búin að vera saman í tvö ár.

Ég hef slitið sambandi við vin minn en hún er enn í góðu sambandi við hann og þau tala saman daglega og fara stundum saman í bíó. Mér finnst það mjög óþægilegt og hef reynt að segja henni það, en hún tekur því illa og verður reið út í mig.

Ég er alveg ráðalaus. Ég veit ekki hvort ég geti treyst henni, en ég elska hana samt og langar að vera með henni.

Hvað get ég gert?

Kveðja, 

HP

Sæll og takk fyrir bréfið þitt.

Ef ég er að lesa spurninguna þína rétt þá ertu í sambandi við konu sem er ekki að virða þig og tilfinningar þínar. Hún hefur ekki verið þér trú og heldur sambandi við mann sem eitt sinn var vinur þinn og elskuhugi hennar.

Það er sem er og engin sambönd eru fullkomin. Ef þú spyrð mig þá er tvennt í stöðunni. Að lækka kröfurnar til hennar og sambandsins eða að fara úr sambandinu með þá trú í hjartanu að til séu öðruvísi konur en hún þarna úti.

Sama hvað þú gerir þá væri gott fyrir þig að leita til sérfræðings með málin þín. Það gæti líka verið hollt fyrir ykkur sem par að fara í sambandsráðgjöf. Það er gott að þú sért forvitinn um stöðuna sem þú ert í og sért að velta fyrir þér þínum valmöguleikana. 

Ég hef enga trú á töfralausnir þegar kemur að samböndum og er það mín upplifun að það taki mjög langan tíma fyrir fólk að breytast. Við mannfólkið erum ákaflega ólík. Sumir eru mjög tryggir á meðan aðrir eru það minna.

Ef þig langar að lesa góðar bókmenntir um ferðalagið í átt að heilbrigðri ást þá mæli ég með öllu því sem Dr. Ann Wilson Shaef hefur gefið út. Hún er á því að margt við samfélagsgerðina okkar skemmi fyrir heilbrigðum samböndum. Ég sammála henni í því. Eins heldur hún því fram að stundum elskum við hugmyndina um eitthvað meira en raunveruleikann sem blasir við okkur. Þetta skapi vandamál í ástarsamböndum sem oft eru byggð á fölskum grunni.

Við eyðum mörgum stundum á dag með maka okkar og því finnst mér alveg eðlilegt að vinna nokkrar stundir á viku í okkur sjálfum og sambandinu sem við eigum í við aðra.

Gangi þér vel að finna út úr þínum málum. 

Bestu kveðjur,

Elínrós Líndal ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Elínrós spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál