Ertu nokkuð að skemma fyrir þér?

Það er ekki gott að vera með lista yfir hvað …
Það er ekki gott að vera með lista yfir hvað ástin eigi að fela í sér. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Er eitthvað að hindra að þú finnir ástina? Líður þér eins og það sé eitthvað sem haldi þér frá hinum eina/hinni einu réttu?

Hér eru nokkrir hlutir sem stefnumótamarkþjálfinn Monica Parikh segir að geti hindrað fólk í að fara í sambönd. Greinina er að finna á MindBodyGreen.

1. Ertu nokkuð að reyna að þóknast fjölskyldu, vinum eða samfélaginu?

Frá því við erum ung að aldri erum við skilyrt af fjölskyldu, vinum og fjölmiðlum til að trúa því að það sé einhver rétt leið að elska. Jafnvel í hinum frjálslegustu fjölskyldum gæti verið óræddur skilningur á því hver er rétt/réttur fyrir fjölskylduna.

Það eru engar slíkar formúlur réttar að mati Parikh. Jafnvel gæti það sem fjölskyldan haldi að passi fyrir okkur verið nákvæmlega það ranga. 

Þegar við fullorðnumst eigum við að stíga út úr fjölskyldumynstrinu okkar og finna og lifa okkar eigin sannleika. Lifa í anda okkar gilda og aðgreina okkur frá því sem aðrir telja það besta fyrir okkur. 

2. Ruglar þú nokkuð yfirborði grundvallaratriðanna?

Fólk í heilbrigðum góðum samböndum er með sömu, eða svipuð gildi. Reyna eftir fremsta megni að vera heiðarleg við hvort annað. Þjóna samfélaginu, vilja ala upp tilfinningalega þroskaða einstaklinga, hafa áhuga á að læra um menningu annarra þjóða og jafnvel kynna sér ólík trúarbrögð. Sem dæmi:

Hlutir eins og hárlitur, húðlitur og aðrir yfirborðskenndir hlutir eiga ekki að vera aðalatriðið hjá fólki. Enda eru flestir svo mikið meira heldur en bara húðin sem umlykur líffæri þess. Mýmörg sambönd eru búin til á milli ólíkra einstaklinga með sömu sýn á lífið. Þar mætast tvær sálir með djúpan skilning á hvort öðru og lífinu.

3. Ertu nokkuð með lista sem þú ferð eftir?

Margar sambandsbækur gefa fólki þau ráð að búa til lista yfir það sem makinn á að vera eða hafa. Hins vegar ef þú talar við hamingjusamt fólk kemstu vanalega að því að hinn fullkomni maki var eitthvað allt annað en þetta fólk hafði gert sér í hugarlund um áður. Jafnframt muntu komast að því að margir makar fara langt fram úr vonum hvor annars. Alheimurinn kann sínar leiðir í að koma málunum í kring og í besta falli gera lítið úr okkar plönum sem eru oft og tíðum svo lítil og ómerkileg.

4. Ertu nokkuð að halda að það sem þú þekkir eigi best við þig?

Það er eðlilegt að við höldum okkur við það sem við þekkjum, hins vegar er það sem við þekkjum oft mjög takmarkað.

Ef þú velur þér maka sem er ólíkur þér, þá færðu innsýn inn í það hvernig hann sér veröldina, og hvernig veröldin blasir við honum/henni. Fólk fær tækifæri til að ferðast í aðrar heimsálfur og kynnast ólíkum menningarheimum ef það er opið fyrir því að kynnast fólki sem er ólíkt því í útliti, en er með svipuð lífsviðhorf.

5. Ertu nokkuð einn af þeim sem telur að ólíkur aðili búi til vandamál?

Ein besta leiðin til að takast á við eigin fordóma eða fávísi er að kynnast fólki sem er ólíkt okkur. Það er erfitt að vera með fordóma ef þú sest niður í auðmýkt yfir málsverði og ræðir daginn og veginn með fólki. Þú kemst fljótt að því að þú átt örugglega meira sameiginlegt með fólki en ekki. 

Flestir sem eru manneskjur eru að takast á við svipaða hluti. Við búum öll í þessum heimi, sama hvaða tungumál við tölum eða hvernig húðlit við erum með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál