43 prósent líta ekki við skeggjuðum mönnum

Chris Hemsworth skartar fallegu skeggi.
Chris Hemsworth skartar fallegu skeggi. AFP

Það er vinsælt meðal karlmanna að leyfa skegginu að vaxa. Margir myndarlegir menn skarta fallegu skeggi en svo virðist þó að þessi skegg séu ekki vinsæl hjá konum, að minnsta kosti ef marka má könnun meðal tvö þúsund Breta. 

Women's Health greinir frá könnuninni þar sem 43 prósent kvenna segja að þær myndu ekki fara á stefnumót með skeggjuðum manni. Karlmenn eiga misauðvelt með að láta sér vaxa þykkt og mikið hipsteraskegg og margir eru mjög meðvitaðir um lítinn hárvöxt. Meirihluti kvenna eða 61 prósent þeirra kvenna sem tóku þátt hafði þó litlar áhyggjur af því. 

Jákvæðu fréttirnar fyrir þá skeggjuðu eru hins vegar þær að vefurinn greinir frá eldri rannsókn þar sem skegg er sagt auka líkur manna á því að heilla konur, til lengri tíma litið. 

Þegar kemur að skeggi hefur Brad Pitt prófað flesta tískustrauma.
Þegar kemur að skeggi hefur Brad Pitt prófað flesta tískustrauma. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál